Semjið við hjúkrunarfræðinga strax! Ólafur G. Skúlason skrifar 15. júní 2020 15:00 Nú eru slétt fimm ár síðan ég leiddi hjúkrunarfræðinga í verkfalli sem endaði með lagasetningu og gerðadómi. Það er ótrúlegt að nú stöndum við í sömu sporum. Ekki tekst að semja og búið að boða verkfall á ný. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það sem verra er að þegar við erum í kjarabaráttu koma fram fréttir um það hversu mikið hjúkrunarfræðingar mega missa sín og aðrir geti nú unnið störf þeirra. Læknar skipti nú meira máli og að hjúkrunarfræðingar séu auka eða til aðstoðar! Þessar fréttir eru nú þegar byrjaðar að koma sbr. verklag um töku stroka vegna komu ferðamanna til Íslands. Skyndilega geta aðrir sinnt þessu og opinberlega hefur heyrst að sumir efist hreinlega um að hjúkrunarfræðingar hafi nokkuð komið að sýnatökum í faraldrinum. Gengið er svo langt að jafnvel er snúið út úr orðum þeirra sem tjá sig um störf hjúkrunarfræðinga opinberlega. Það er nú aldeilis ekki rétt. Það voru hjúkrunarfræðingar sem báru þungann af sýnatökum auk þess sem nær öll skipulagning, verkefnastjórn og framkvæmd breytinga t.d. innan LSH og Heilsugæslunnar var á höndum hjúkrunarfræðinga að öðrum heilbrigðisstarfsmönnum ólöstuðum. Þeir gegndu líka stóru hlutverki innan ÍE. Umræðan fer jafnframt alltaf út í það hversu svimandi há laun hjúkrunarfræðinga eru að mati ríkisins sem gefur út tölur um meðaltalsheildarlaun hjúkrunarfræðinga. Já, hjúkrunarfræðingar geta haft góð heildarlaun með því að vinna á kvöldin, næturnar, helgar og hátíðir eða á þeim tíma sem aðrir njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Hins vegar eru þau heildarlaun sem ríkið gefur út ávallt töluvert hærri en hjúkrunarfræðingar kannast við og er það vegna þess hvernig ríkið setur gögnin fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur itrekað lagt fram athugasemdir við það fyrirkomulag til samninganefndar ríkisins. Hjúkrunarfræðingum er hins vegar ógerlegt að starfa sem almennur hjúkrunarfræðingur í dagvinnu eingöngu án þess að hafa góða fyrirvinnu. Sökum þess er flótti úr stéttinni af fólki sem einhverra hluta vegna geta ekki unnið vaktavinnu. Þar ber til dæmis að nefna einstæðar mæður og þá sem vegna veikinda geta ekki unnið vaktir en geta hæglega innt störf hjúkrunarfræðinga af hendi í dagvinnu. Það má ekki gleyma því að störf hjúkrunarfræðinga eru að taka breytingum. Þó svo að sólarhringsþjónusta verði alltaf hluti af starfi þeirra er dag- og göngudeildarþjónusta að aukast, skurðstofur eru reknar að mestu á degi til og verkefni færast til Heilsugæslunnar. Því fjölgar þeim hjúkrunarfræðingum sem eingöngu eru í dagvinnu þar sem þjónustan færist í auknu mæli yfir á það form. Það er óþolandi að umræðan fari alltaf á þennan veg í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og virðist vera eingöngu til þess fallin að láta þá líta út fyrir að vera óraunhæfir og frekir. Að reyna að mála þá sem tilætlunarsama og að reyna að sannfæra aðra um að störf þeirra séu ekki eins mikilvæg og raunin er. Hjúkrunarfræðingar eru, og verða alltaf, hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins. Allar rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu styðja þá fullyrðingu. Hjúkrun, veitt af hjúkrunarfræðingum, dregur úr dánartíðni sjúklinga, fylgikvillum læknismeðferða, flýtir fyrir bata og bætir heilsu. Stíga þarf það skref að jafna laun kvenna að fullnustu við laun karla en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hin hefðbundna kvennastétt hjúkrunarfræðinga er með lægri laun en hefðbundnar karllægar stéttir með sömu eða minni menntun og ábyrgð og starfa hjá ríkinu. Konur eru 97% hjúkrunarfræðinga. Nú þarf þjóðin að fylkja liði á bak við hjúkrunarfræðinga og heimta að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að við þá sé samið og það strax! Hvenær er betra að gera það en á því ári sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisjónustu, 200 ára afmælisári ættmóður hjúkrunarfræðinga og á ári frábærrar frammistöðu þeirra í fordæmalausum heimsfaraldri? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru slétt fimm ár síðan ég leiddi hjúkrunarfræðinga í verkfalli sem endaði með lagasetningu og gerðadómi. Það er ótrúlegt að nú stöndum við í sömu sporum. Ekki tekst að semja og búið að boða verkfall á ný. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það sem verra er að þegar við erum í kjarabaráttu koma fram fréttir um það hversu mikið hjúkrunarfræðingar mega missa sín og aðrir geti nú unnið störf þeirra. Læknar skipti nú meira máli og að hjúkrunarfræðingar séu auka eða til aðstoðar! Þessar fréttir eru nú þegar byrjaðar að koma sbr. verklag um töku stroka vegna komu ferðamanna til Íslands. Skyndilega geta aðrir sinnt þessu og opinberlega hefur heyrst að sumir efist hreinlega um að hjúkrunarfræðingar hafi nokkuð komið að sýnatökum í faraldrinum. Gengið er svo langt að jafnvel er snúið út úr orðum þeirra sem tjá sig um störf hjúkrunarfræðinga opinberlega. Það er nú aldeilis ekki rétt. Það voru hjúkrunarfræðingar sem báru þungann af sýnatökum auk þess sem nær öll skipulagning, verkefnastjórn og framkvæmd breytinga t.d. innan LSH og Heilsugæslunnar var á höndum hjúkrunarfræðinga að öðrum heilbrigðisstarfsmönnum ólöstuðum. Þeir gegndu líka stóru hlutverki innan ÍE. Umræðan fer jafnframt alltaf út í það hversu svimandi há laun hjúkrunarfræðinga eru að mati ríkisins sem gefur út tölur um meðaltalsheildarlaun hjúkrunarfræðinga. Já, hjúkrunarfræðingar geta haft góð heildarlaun með því að vinna á kvöldin, næturnar, helgar og hátíðir eða á þeim tíma sem aðrir njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Hins vegar eru þau heildarlaun sem ríkið gefur út ávallt töluvert hærri en hjúkrunarfræðingar kannast við og er það vegna þess hvernig ríkið setur gögnin fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur itrekað lagt fram athugasemdir við það fyrirkomulag til samninganefndar ríkisins. Hjúkrunarfræðingum er hins vegar ógerlegt að starfa sem almennur hjúkrunarfræðingur í dagvinnu eingöngu án þess að hafa góða fyrirvinnu. Sökum þess er flótti úr stéttinni af fólki sem einhverra hluta vegna geta ekki unnið vaktavinnu. Þar ber til dæmis að nefna einstæðar mæður og þá sem vegna veikinda geta ekki unnið vaktir en geta hæglega innt störf hjúkrunarfræðinga af hendi í dagvinnu. Það má ekki gleyma því að störf hjúkrunarfræðinga eru að taka breytingum. Þó svo að sólarhringsþjónusta verði alltaf hluti af starfi þeirra er dag- og göngudeildarþjónusta að aukast, skurðstofur eru reknar að mestu á degi til og verkefni færast til Heilsugæslunnar. Því fjölgar þeim hjúkrunarfræðingum sem eingöngu eru í dagvinnu þar sem þjónustan færist í auknu mæli yfir á það form. Það er óþolandi að umræðan fari alltaf á þennan veg í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og virðist vera eingöngu til þess fallin að láta þá líta út fyrir að vera óraunhæfir og frekir. Að reyna að mála þá sem tilætlunarsama og að reyna að sannfæra aðra um að störf þeirra séu ekki eins mikilvæg og raunin er. Hjúkrunarfræðingar eru, og verða alltaf, hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins. Allar rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu styðja þá fullyrðingu. Hjúkrun, veitt af hjúkrunarfræðingum, dregur úr dánartíðni sjúklinga, fylgikvillum læknismeðferða, flýtir fyrir bata og bætir heilsu. Stíga þarf það skref að jafna laun kvenna að fullnustu við laun karla en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hin hefðbundna kvennastétt hjúkrunarfræðinga er með lægri laun en hefðbundnar karllægar stéttir með sömu eða minni menntun og ábyrgð og starfa hjá ríkinu. Konur eru 97% hjúkrunarfræðinga. Nú þarf þjóðin að fylkja liði á bak við hjúkrunarfræðinga og heimta að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að við þá sé samið og það strax! Hvenær er betra að gera það en á því ári sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisjónustu, 200 ára afmælisári ættmóður hjúkrunarfræðinga og á ári frábærrar frammistöðu þeirra í fordæmalausum heimsfaraldri? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun