Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 08:41 Rayshard Brooks sofnaði í röðinni í bílalúgu á veitingastaðnum Wendy's. Lögreglan var kölluð til með þeim afleiðingum að Brooks var skotinn til bana. EPA/ JOHN AMIS/ STEWART TRIAL ATTORNEYS HANDOUT Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. Þetta segir í niðurstöðu réttarmeinafræðings Fulton County sem birt var á sunnudag. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Við krufningu sem gerð var á sunnudag kom í ljós að Brooks, sem var 27 ára gamall, hafi látist vegna blóðláts og líffæraskemmda sem orsökuðust af tveimur skotsárum. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í yfirlýsingu. Þá sé dauði hans flokkaður sem manndráp. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðarins Wendy‘s og var skotinn í bakið eftir átök við lögreglu. Lögreglustjórinn í Atlanta hefur látið af störfum eftir atvikið. Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt það í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hafa mælst með of hátt magn áfengis í blástursmæli. Myndbönd sem náðust af atvikinu sýna að samskipti lögreglunnar og Brooks hafi verið nokkuð vinaleg fyrst, Brooks talaði um afmæli dóttur sinnar. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að handtaka Brooks brutust út átök við lögreglumennina tvo sem voru á staðnum. Brooks náði að losa sig og hrifsaði rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu yfir bílastæðið. Þá sést í öryggismyndavél veitingastaðarins að Brooks sneri sér við og virtist ætla að skjóta af rafmagnsbyssunni þegar annar lögreglumannanna dregur fram skammbyssu sína og skýtur af henni með þeim afleiðingum að Brooks fellur til jarðar. Lögreglumaðurinn sem er grunaður um morðið á Brooks hefur verið rekinn og hinn lögreglumaðurinn sem var á staðnum, einnig hvítur, hefur verið settur í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að dauði Brooks hafi verið morð en það hefur síðan verið leiðrétt. Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. Þetta segir í niðurstöðu réttarmeinafræðings Fulton County sem birt var á sunnudag. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Við krufningu sem gerð var á sunnudag kom í ljós að Brooks, sem var 27 ára gamall, hafi látist vegna blóðláts og líffæraskemmda sem orsökuðust af tveimur skotsárum. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í yfirlýsingu. Þá sé dauði hans flokkaður sem manndráp. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðarins Wendy‘s og var skotinn í bakið eftir átök við lögreglu. Lögreglustjórinn í Atlanta hefur látið af störfum eftir atvikið. Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt það í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hafa mælst með of hátt magn áfengis í blástursmæli. Myndbönd sem náðust af atvikinu sýna að samskipti lögreglunnar og Brooks hafi verið nokkuð vinaleg fyrst, Brooks talaði um afmæli dóttur sinnar. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að handtaka Brooks brutust út átök við lögreglumennina tvo sem voru á staðnum. Brooks náði að losa sig og hrifsaði rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu yfir bílastæðið. Þá sést í öryggismyndavél veitingastaðarins að Brooks sneri sér við og virtist ætla að skjóta af rafmagnsbyssunni þegar annar lögreglumannanna dregur fram skammbyssu sína og skýtur af henni með þeim afleiðingum að Brooks fellur til jarðar. Lögreglumaðurinn sem er grunaður um morðið á Brooks hefur verið rekinn og hinn lögreglumaðurinn sem var á staðnum, einnig hvítur, hefur verið settur í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að dauði Brooks hafi verið morð en það hefur síðan verið leiðrétt.
Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira