Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2020 22:55 Óskar Hrafn var ángæður með sigurinn í kvöld. Vísir/Skjáskot Leikur kvöldsins var sérstakur fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjáfara Breiðabliks, en liðið lagði nýliða Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. Grótta er að spila í efstu deild í fyrsta skipti en liðið hefur undanfarin tvö ár farið upp um tvær deildir. Þá var Óskar Hrafn þjálfari liðsins. Áður en viðtalið fór af stað heyrðust stuðningsmenn Gróttu syngja miður fallega í áttina til Óskars sem nefndi það kurteisislega að hann ætti enn tvö börn í félaginu. „Já þetta var ágætis byrjun eins og einhverstaðar stendur. Þetta var fínt en auðvitað hefði maður viljað fleiri mörk. Þrjú eru samt nóg og gaman að Kristinn Steindórsson hafi sett punktinn yfir i-ið, hann átti það svo sannarlega skilið,“ sagði Óskar um frammistöðu Blika í leiknum en Kristinn skoraði þriðja og síðasta mark Blika í leiknum. Blikar fengu urmul færa í kvöld og hefðu þau geta orðið töluvert fleiri.„Við töluðum um það fyrir leik að bera virðingu fyrir þeim færum sem við fáum og þeim stöðum sem kæmu upp í leiknum. Mögulega voru menn of kærulausir á köflum en ég ætla ekki að kvarta.“ Það kom nokkuð á óvart að Blikar skyldu spila með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu í dag eftir að Óskar hafði gefið út að hann vildi helst spila með þriggja manna línu. Þá kom það nær öllum á óvart að Andri Rafn Yeoman – einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár – hafi verið í hægri bakverðinum. „Nei nei, við höfum daðrað við þessa leikaðferð í vetur og Andri Rafn gæti eflaust spilað í marki ef þess þyrft. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur maður. Hann hélt Axel Sigurðarsyni niðri sem er ekki létt verk.“ Þegar undirritaður sá Andra Rafn í hægri bakverðinum bjóst hann við að Andri ætti að stíga upp á miðjuna eins og bakverðir Pep Guardiola hafa gert undanfarin misseri en í stað þess mynnti hann á Dani Alves þar sem hann óð upp og niður hliðarlínuna til að styðja við sóknina. Óskar hrósaði Gróttu liðinu fyrir mikla og góða baráttu en hann var virkur á hliðarlínunni allt til loka leiksins.„Maður vill alltaf meira en snýst aðallega um að missa ekki dampinn. Þú getur ekki ákveðið hvenær þú ætlar að setja í gang og það þarf að vera á fullu í 90 mínútur í hverjum einasta leik í þessari deild. Menn hafa ekki efni á að slaka á.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdraganda leiksins en mikið hefur verið rætt og ritað um að hann sé að mæta sínu gamla félagi. Þá hjálpaði ekki að Ágúst Gylfason, fyrrum þjálfari Blika, tók við Gróttu-liðinu eftir að Óskar færði sig um set.„Það er ágætt að loka þessum kafla en þetta hefur verið í umræðunni síðan í kringum jól, það er að þessi leikur væri yfirvofandi í fyrstu umferð. Ágætt fyrir alla held ég að þessu sé lokið og hægt að snúa sér að öðrum liðum í deildinni svo jú það er gott að þetta er búið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum dagsins í Pepsi Max Hér má sjá mörk úr leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla. 14. júní 2020 22:00 Leik lokið: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik með öll völd á vellinum Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 22:05 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Leikur kvöldsins var sérstakur fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjáfara Breiðabliks, en liðið lagði nýliða Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. Grótta er að spila í efstu deild í fyrsta skipti en liðið hefur undanfarin tvö ár farið upp um tvær deildir. Þá var Óskar Hrafn þjálfari liðsins. Áður en viðtalið fór af stað heyrðust stuðningsmenn Gróttu syngja miður fallega í áttina til Óskars sem nefndi það kurteisislega að hann ætti enn tvö börn í félaginu. „Já þetta var ágætis byrjun eins og einhverstaðar stendur. Þetta var fínt en auðvitað hefði maður viljað fleiri mörk. Þrjú eru samt nóg og gaman að Kristinn Steindórsson hafi sett punktinn yfir i-ið, hann átti það svo sannarlega skilið,“ sagði Óskar um frammistöðu Blika í leiknum en Kristinn skoraði þriðja og síðasta mark Blika í leiknum. Blikar fengu urmul færa í kvöld og hefðu þau geta orðið töluvert fleiri.„Við töluðum um það fyrir leik að bera virðingu fyrir þeim færum sem við fáum og þeim stöðum sem kæmu upp í leiknum. Mögulega voru menn of kærulausir á köflum en ég ætla ekki að kvarta.“ Það kom nokkuð á óvart að Blikar skyldu spila með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu í dag eftir að Óskar hafði gefið út að hann vildi helst spila með þriggja manna línu. Þá kom það nær öllum á óvart að Andri Rafn Yeoman – einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár – hafi verið í hægri bakverðinum. „Nei nei, við höfum daðrað við þessa leikaðferð í vetur og Andri Rafn gæti eflaust spilað í marki ef þess þyrft. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur maður. Hann hélt Axel Sigurðarsyni niðri sem er ekki létt verk.“ Þegar undirritaður sá Andra Rafn í hægri bakverðinum bjóst hann við að Andri ætti að stíga upp á miðjuna eins og bakverðir Pep Guardiola hafa gert undanfarin misseri en í stað þess mynnti hann á Dani Alves þar sem hann óð upp og niður hliðarlínuna til að styðja við sóknina. Óskar hrósaði Gróttu liðinu fyrir mikla og góða baráttu en hann var virkur á hliðarlínunni allt til loka leiksins.„Maður vill alltaf meira en snýst aðallega um að missa ekki dampinn. Þú getur ekki ákveðið hvenær þú ætlar að setja í gang og það þarf að vera á fullu í 90 mínútur í hverjum einasta leik í þessari deild. Menn hafa ekki efni á að slaka á.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdraganda leiksins en mikið hefur verið rætt og ritað um að hann sé að mæta sínu gamla félagi. Þá hjálpaði ekki að Ágúst Gylfason, fyrrum þjálfari Blika, tók við Gróttu-liðinu eftir að Óskar færði sig um set.„Það er ágætt að loka þessum kafla en þetta hefur verið í umræðunni síðan í kringum jól, það er að þessi leikur væri yfirvofandi í fyrstu umferð. Ágætt fyrir alla held ég að þessu sé lokið og hægt að snúa sér að öðrum liðum í deildinni svo jú það er gott að þetta er búið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum dagsins í Pepsi Max Hér má sjá mörk úr leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla. 14. júní 2020 22:00 Leik lokið: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik með öll völd á vellinum Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 22:05 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr leikjum dagsins í Pepsi Max Hér má sjá mörk úr leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla. 14. júní 2020 22:00
Leik lokið: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik með öll völd á vellinum Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 22:05
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti