En hver er sannleikurinn? Katrín Oddsdóttir skrifar 14. júní 2020 09:30 Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti. Það sem mig þyrstir í á þessari stundu eru upplýsingar frá Norrænu ráðherranefndinni og stjórnendum ritrýnda tímaritsins sem um ræðir, um það hvort túlkun Bjarna á því að það sé hlutverk ráðherra í hverju landi fyrir sig að hafa virk afskipti af ráðningu ritstjóra, á grundvelli pólitískra skoðana viðkomandi fræðimanns, sé rétt. Bjarni gaf í skyn, í einu viðtalinu sem ég sá, að þessi framganga væri málefnaleg m.a. vegna þess að ráðuneytið greiddi fyrir útgáfu tímaritisins. Ef málum er farið eins og Bjarni segir: Að þarna sé um að ræða einhvers konar málgagn fjármálaráðuneyta sem þeim beri að stýra efnislega myndi ég halda að hollast væri að við sem skattgreiðendur hættum umsvifalaust að greiða fyrir útgáfu þessa tímarits. Ef málum er hins vegar farið eins og segir á vefsíðu umrædds tímaritins, að um er að ræða frjálst og óháð fræðirit sem fjallar um hagfræðimál á tilteknu svæði, ættu þeir sem standa að tímaritinu að stíga fram og lýsa því yfir. Það er auðvelt að blindast gagnvart ómálefnalegri valdbeitingu á litlu landi sem okkar. Þá verður þeim mun mikilvægara að fá alþjóðlegan spegil á gjörðir og orð ráðamanna. Þess vegna væri ég mjög glöð ef fjölmiðlar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fram afstöðu útgefanda tímaritsins til fullyrðingar fjármálaráðherra Íslands. Hér teflir í grunninn um mikilvæga hagsmuni: Mega sérfræðingar á Íslandi vænta þess að tjái þeir pólitískar skoðanir sínar, verði þær notaðar gegn þeim? Hvernig samrýmist slíkt stjórnarskrárvörðu tjáningar- og skoðanafrelsi og sjónarmiðum um mikilvægi opinnar samfélagsumræðu? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Stjórnsýsla Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti. Það sem mig þyrstir í á þessari stundu eru upplýsingar frá Norrænu ráðherranefndinni og stjórnendum ritrýnda tímaritsins sem um ræðir, um það hvort túlkun Bjarna á því að það sé hlutverk ráðherra í hverju landi fyrir sig að hafa virk afskipti af ráðningu ritstjóra, á grundvelli pólitískra skoðana viðkomandi fræðimanns, sé rétt. Bjarni gaf í skyn, í einu viðtalinu sem ég sá, að þessi framganga væri málefnaleg m.a. vegna þess að ráðuneytið greiddi fyrir útgáfu tímaritisins. Ef málum er farið eins og Bjarni segir: Að þarna sé um að ræða einhvers konar málgagn fjármálaráðuneyta sem þeim beri að stýra efnislega myndi ég halda að hollast væri að við sem skattgreiðendur hættum umsvifalaust að greiða fyrir útgáfu þessa tímarits. Ef málum er hins vegar farið eins og segir á vefsíðu umrædds tímaritins, að um er að ræða frjálst og óháð fræðirit sem fjallar um hagfræðimál á tilteknu svæði, ættu þeir sem standa að tímaritinu að stíga fram og lýsa því yfir. Það er auðvelt að blindast gagnvart ómálefnalegri valdbeitingu á litlu landi sem okkar. Þá verður þeim mun mikilvægara að fá alþjóðlegan spegil á gjörðir og orð ráðamanna. Þess vegna væri ég mjög glöð ef fjölmiðlar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fram afstöðu útgefanda tímaritsins til fullyrðingar fjármálaráðherra Íslands. Hér teflir í grunninn um mikilvæga hagsmuni: Mega sérfræðingar á Íslandi vænta þess að tjái þeir pólitískar skoðanir sínar, verði þær notaðar gegn þeim? Hvernig samrýmist slíkt stjórnarskrárvörðu tjáningar- og skoðanafrelsi og sjónarmiðum um mikilvægi opinnar samfélagsumræðu? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun