Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2020 07:45 Erika Shields hafði gegnt stöðu lögreglustjóra Atlanta frá desember 2016 og starfað þar í rúm tuttugu ár. AP Lögreglustjóri Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni á föstudagsskvöldið. Hinn 27 ára Rayshard Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn eftir átök við lögregu. Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, sagði að lögreglustjórinn Erika Shields hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í gær. Mikil mótmæli voru í borginni um helgina þar sem aðgerða var krafist í kjölfar dauða Brooks. Eldur var borinn að Wendy's staðnum í nótt.AP Kveiktu í Wendy's-staðnum Mótmælendur komu fyrir vegartálmum í borginni á fjölförnum þjóðvegi í gær, þjóðvegi númer 75. Þá var kveikt í Wendy‘s veitingastaðnum þar sem Brooks dó. Mótmæli hafa verið áberandi víðs vegar um Bandaríkin síðustu þrjár vikurnar vegna dauða George Floyd. Hann dó eftir að lögreglumaður hafi haldið Floyd í götunni með því að þrýsta hnénu að hálsi Floyd í tæpar níu mínútur. Floyd dó af völdum köfnunar. Shields hefur gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá desember 2016 og starfa þar í rúm tuttugu ár. Hún mun áfram starfa innan lögreglunnar, sagði Bottoms borgarstjóri. Umræddur Wendy's staður í Atlanta.EPA Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hann hafa mælst með of magn áfengis í blástursmæli. Á myndbandi sjónarvotts sést til Brooks þar sem hann er á jörðinni fyrir utan veitingastaðinn í átökum við tvo lögreglumenn. Hann hrifsar rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu. Hinn lögreglumaðurinn beitir rafbyssu sinni og hlaupa þeir svo á eftir Brooks og út úr ramma myndbandsins. Þá heyrast skothljóð og loks sést Brooks liggjandi á jörðinni. Annar lögreglumannanna sem kom þarna við sögu hefur verið látinn fara og hinn er kominn í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Lögreglustjóri Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni á föstudagsskvöldið. Hinn 27 ára Rayshard Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn eftir átök við lögregu. Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, sagði að lögreglustjórinn Erika Shields hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í gær. Mikil mótmæli voru í borginni um helgina þar sem aðgerða var krafist í kjölfar dauða Brooks. Eldur var borinn að Wendy's staðnum í nótt.AP Kveiktu í Wendy's-staðnum Mótmælendur komu fyrir vegartálmum í borginni á fjölförnum þjóðvegi í gær, þjóðvegi númer 75. Þá var kveikt í Wendy‘s veitingastaðnum þar sem Brooks dó. Mótmæli hafa verið áberandi víðs vegar um Bandaríkin síðustu þrjár vikurnar vegna dauða George Floyd. Hann dó eftir að lögreglumaður hafi haldið Floyd í götunni með því að þrýsta hnénu að hálsi Floyd í tæpar níu mínútur. Floyd dó af völdum köfnunar. Shields hefur gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá desember 2016 og starfa þar í rúm tuttugu ár. Hún mun áfram starfa innan lögreglunnar, sagði Bottoms borgarstjóri. Umræddur Wendy's staður í Atlanta.EPA Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hann hafa mælst með of magn áfengis í blástursmæli. Á myndbandi sjónarvotts sést til Brooks þar sem hann er á jörðinni fyrir utan veitingastaðinn í átökum við tvo lögreglumenn. Hann hrifsar rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu. Hinn lögreglumaðurinn beitir rafbyssu sinni og hlaupa þeir svo á eftir Brooks og út úr ramma myndbandsins. Þá heyrast skothljóð og loks sést Brooks liggjandi á jörðinni. Annar lögreglumannanna sem kom þarna við sögu hefur verið látinn fara og hinn er kominn í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira