Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2020 07:45 Erika Shields hafði gegnt stöðu lögreglustjóra Atlanta frá desember 2016 og starfað þar í rúm tuttugu ár. AP Lögreglustjóri Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni á föstudagsskvöldið. Hinn 27 ára Rayshard Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn eftir átök við lögregu. Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, sagði að lögreglustjórinn Erika Shields hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í gær. Mikil mótmæli voru í borginni um helgina þar sem aðgerða var krafist í kjölfar dauða Brooks. Eldur var borinn að Wendy's staðnum í nótt.AP Kveiktu í Wendy's-staðnum Mótmælendur komu fyrir vegartálmum í borginni á fjölförnum þjóðvegi í gær, þjóðvegi númer 75. Þá var kveikt í Wendy‘s veitingastaðnum þar sem Brooks dó. Mótmæli hafa verið áberandi víðs vegar um Bandaríkin síðustu þrjár vikurnar vegna dauða George Floyd. Hann dó eftir að lögreglumaður hafi haldið Floyd í götunni með því að þrýsta hnénu að hálsi Floyd í tæpar níu mínútur. Floyd dó af völdum köfnunar. Shields hefur gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá desember 2016 og starfa þar í rúm tuttugu ár. Hún mun áfram starfa innan lögreglunnar, sagði Bottoms borgarstjóri. Umræddur Wendy's staður í Atlanta.EPA Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hann hafa mælst með of magn áfengis í blástursmæli. Á myndbandi sjónarvotts sést til Brooks þar sem hann er á jörðinni fyrir utan veitingastaðinn í átökum við tvo lögreglumenn. Hann hrifsar rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu. Hinn lögreglumaðurinn beitir rafbyssu sinni og hlaupa þeir svo á eftir Brooks og út úr ramma myndbandsins. Þá heyrast skothljóð og loks sést Brooks liggjandi á jörðinni. Annar lögreglumannanna sem kom þarna við sögu hefur verið látinn fara og hinn er kominn í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Lögreglustjóri Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni á föstudagsskvöldið. Hinn 27 ára Rayshard Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn eftir átök við lögregu. Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, sagði að lögreglustjórinn Erika Shields hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í gær. Mikil mótmæli voru í borginni um helgina þar sem aðgerða var krafist í kjölfar dauða Brooks. Eldur var borinn að Wendy's staðnum í nótt.AP Kveiktu í Wendy's-staðnum Mótmælendur komu fyrir vegartálmum í borginni á fjölförnum þjóðvegi í gær, þjóðvegi númer 75. Þá var kveikt í Wendy‘s veitingastaðnum þar sem Brooks dó. Mótmæli hafa verið áberandi víðs vegar um Bandaríkin síðustu þrjár vikurnar vegna dauða George Floyd. Hann dó eftir að lögreglumaður hafi haldið Floyd í götunni með því að þrýsta hnénu að hálsi Floyd í tæpar níu mínútur. Floyd dó af völdum köfnunar. Shields hefur gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá desember 2016 og starfa þar í rúm tuttugu ár. Hún mun áfram starfa innan lögreglunnar, sagði Bottoms borgarstjóri. Umræddur Wendy's staður í Atlanta.EPA Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hann hafa mælst með of magn áfengis í blástursmæli. Á myndbandi sjónarvotts sést til Brooks þar sem hann er á jörðinni fyrir utan veitingastaðinn í átökum við tvo lögreglumenn. Hann hrifsar rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu. Hinn lögreglumaðurinn beitir rafbyssu sinni og hlaupa þeir svo á eftir Brooks og út úr ramma myndbandsins. Þá heyrast skothljóð og loks sést Brooks liggjandi á jörðinni. Annar lögreglumannanna sem kom þarna við sögu hefur verið látinn fara og hinn er kominn í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira