„Best að hlaupa með mömmu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 21:00 Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins. Kvennahlaupið fór fram í 31 sinn í dag en með örlítið breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldurs „Við hólfaskiptum svæðinu og allir fóru samviskusamlega eftir því. Við erum mjög þakklát fyrir það, greinilega þá kunna allir þetta upp á tíu enda þurfti ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Það var hér klukkan ellefu sem hlauparar spruttu úr spori í sól og blíðu. Það var ekki aðeins hlupið frá Garðabæ heldur einnig 69 öðrum stöðum á landinu.“ Frá kvennahlaupinu á Garðatorgi í dag.HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þessar mæðgur tóku þátt í nítjánda sinn í dag. „Við gengum. En við hlaupum alltaf í mark samt,“ sögðu mæðgurnar Eva og Gerd Skarpaas. Samveran sé stór partur af hlaupinu. „Mér finnst best að vera með mömmu, ég hleyp mikið sjálf en þetta geri ég alltaf með mömmu,“ sagði Eva. Forsetafrúin Eliza Reid fór fimm kílómetra. „Þetta er gaman, góð tónlist og gott veður, mikil stemning hér. Mjög skemmtilegt,“ sagði forsetafrúin Eliza Reid. Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins til að verðlauna þig? „Við ætlum að keyra til Akureyrar bara núna. Ég vona að Guðni sé búinn að setja allt dótið og börnin í bílinn. Ég næ að skipta um föt en kannski stoppum við og fáum okkur ís á leiðinni, mér finnst það alveg við hæfi,“ sagði Eliza. Hlaup Heilsa Garðabær Tengdar fréttir Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins. Kvennahlaupið fór fram í 31 sinn í dag en með örlítið breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldurs „Við hólfaskiptum svæðinu og allir fóru samviskusamlega eftir því. Við erum mjög þakklát fyrir það, greinilega þá kunna allir þetta upp á tíu enda þurfti ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Það var hér klukkan ellefu sem hlauparar spruttu úr spori í sól og blíðu. Það var ekki aðeins hlupið frá Garðabæ heldur einnig 69 öðrum stöðum á landinu.“ Frá kvennahlaupinu á Garðatorgi í dag.HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þessar mæðgur tóku þátt í nítjánda sinn í dag. „Við gengum. En við hlaupum alltaf í mark samt,“ sögðu mæðgurnar Eva og Gerd Skarpaas. Samveran sé stór partur af hlaupinu. „Mér finnst best að vera með mömmu, ég hleyp mikið sjálf en þetta geri ég alltaf með mömmu,“ sagði Eva. Forsetafrúin Eliza Reid fór fimm kílómetra. „Þetta er gaman, góð tónlist og gott veður, mikil stemning hér. Mjög skemmtilegt,“ sagði forsetafrúin Eliza Reid. Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins til að verðlauna þig? „Við ætlum að keyra til Akureyrar bara núna. Ég vona að Guðni sé búinn að setja allt dótið og börnin í bílinn. Ég næ að skipta um föt en kannski stoppum við og fáum okkur ís á leiðinni, mér finnst það alveg við hæfi,“ sagði Eliza.
Hlaup Heilsa Garðabær Tengdar fréttir Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15