Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2020 13:20 Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. Magnús Hlynur Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. Mikil aðsókn hefur verið á svæðið síðustu helgar og fólk er miklu duglegra að nota sumarbústaðina sína eftir að kórónuveiran kom til sögunnar. Margar af helstu náttúruperlum landsins eru í uppsveitum Árnessýslu eins og Gullfoss og Geysir, Þingvellir, Þjórsárdalur, Kerið, Brúarhlöð og Skálholt svo einhverjir staðir séu nefndir. Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. „Góðu fréttirnar eru þær að undanfarnar helgar þá hefur verið mjög mikið af fólki hérna á ferðinni og við sjáum fram á að það haldi áfram. Fólk er að nota bústaðina sína miklu meira heldur en áður og fólk er að fara í bíltúr til að skoða náttúruperlurnar okkar og njóta eftir alla inniveruna, menn voru farnir að þrá það að komast aðeins út í sveitina“. Ásborg Arnþórsdóttir, sem er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu en það eru Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur.aðsend En eru þeir sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitunum tilbúnir til að taka á móti Íslendingum í sumar? „Já, fólkið er mjög tilbúið og margir búnir að breyta hlutunum aðeins hjá sér og sveigja sig í áttina að því. Maður heyrir líka að Íslendingar margir hverjir eru að uppgötva landið sitt, það eru ekkert allir sem hafa verið að ferðast mikið innanlands, þeir stukku alltaf til útlanda og þetta varð einhvern veginn eftir,“ segir Ásborg. En hvað heldur Ásborg með 15. júní þegar við opnum landið á ný, heldur hún að útlendingar verið duglegir að koma til Íslands í sumar? „Það er stóra óvissan, ég er ekki mjög bjartsýn á það, ég held að heimurinn sé allur í þeirri óvissu að menn fari sér hægt. Við eigum eftir að sjá ferðamenn aftur, það er engin hætta á öðru á Íslandi en það á eftir að taka svolítinn tíma að fá fólk til að ferðast aftur um heiminn en þegar þar að kemur, þá er ég viss um að Ísland verður ofarlega á lista út af öryggi, hreinleika og öllu því, menn eiga eftir að vanda valið hvert þeir fara“, segir Ásborg. Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. Mikil aðsókn hefur verið á svæðið síðustu helgar og fólk er miklu duglegra að nota sumarbústaðina sína eftir að kórónuveiran kom til sögunnar. Margar af helstu náttúruperlum landsins eru í uppsveitum Árnessýslu eins og Gullfoss og Geysir, Þingvellir, Þjórsárdalur, Kerið, Brúarhlöð og Skálholt svo einhverjir staðir séu nefndir. Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. „Góðu fréttirnar eru þær að undanfarnar helgar þá hefur verið mjög mikið af fólki hérna á ferðinni og við sjáum fram á að það haldi áfram. Fólk er að nota bústaðina sína miklu meira heldur en áður og fólk er að fara í bíltúr til að skoða náttúruperlurnar okkar og njóta eftir alla inniveruna, menn voru farnir að þrá það að komast aðeins út í sveitina“. Ásborg Arnþórsdóttir, sem er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu en það eru Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur.aðsend En eru þeir sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitunum tilbúnir til að taka á móti Íslendingum í sumar? „Já, fólkið er mjög tilbúið og margir búnir að breyta hlutunum aðeins hjá sér og sveigja sig í áttina að því. Maður heyrir líka að Íslendingar margir hverjir eru að uppgötva landið sitt, það eru ekkert allir sem hafa verið að ferðast mikið innanlands, þeir stukku alltaf til útlanda og þetta varð einhvern veginn eftir,“ segir Ásborg. En hvað heldur Ásborg með 15. júní þegar við opnum landið á ný, heldur hún að útlendingar verið duglegir að koma til Íslands í sumar? „Það er stóra óvissan, ég er ekki mjög bjartsýn á það, ég held að heimurinn sé allur í þeirri óvissu að menn fari sér hægt. Við eigum eftir að sjá ferðamenn aftur, það er engin hætta á öðru á Íslandi en það á eftir að taka svolítinn tíma að fá fólk til að ferðast aftur um heiminn en þegar þar að kemur, þá er ég viss um að Ísland verður ofarlega á lista út af öryggi, hreinleika og öllu því, menn eiga eftir að vanda valið hvert þeir fara“, segir Ásborg.
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira