Senda heilbrigðisstarfsfólk til Færeyja til að sjá um skimun Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2020 15:02 Víðir Reynisson kynnti áformin á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Næsta mánudag mun hópur heilbrigðisstarfsmanna úr Reykjavík og frá Egilsstöðum halda til Færeyja með Landhelgisgæslunni. Heilbrigðisstarfsmennirnir munu í kjölfarið sigla heim til Íslands með Norrænu og taka sýni úr farþegum á leiðinni til landsins. Frá þessu greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi dómsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum í dag. Verkefnið er ætlað til að prófa fyrirkomulag vegna sumaráætlunar Norrænu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það eru áætlaðir um það bil 200 farþegar sem koma með Norrænu næstkomandi þriðjudag, 600 koma í næstu ferð og 800 í þarnæstu ferð. Þetta er stórt verkefni en það sem gerist með Norrænu er að um næstu mánaðamót kemur ný sumaráætlun Norrænu í gagnið og þá mun ferjan aðeins stoppa á Seyðisfirði í rúmar tvær klukkustundir,“ sagði Víðir í máli sínu á fundinum. Víðir sagði að upphaflega hafi verið áætlað að nýta þann tíma sem Norrænu liggur við bryggju á Seyðisfirði, yfirleitt í einn og hálfan sólarhring, til þess að skima farþega og hleypa þeim frá borði. Það fyrirkomulag sem ákveðið hafði verið sé ómögulegt með nýrri áætlun og skemmri tíma ferjunnar við höfn á Íslandi. Víðir sagði að því hafi þurft að leita leiða til að leysa vandann sem upp var kominn. „Austfirðingar stungu upp á því að við myndum senda hóp aðila til Færeyja sem myndu sigla með ferjunni til Íslands. Þetta fannst mönnum pínu skrýtið fyrst en við vildum skoða þetta betur,“ sagði Víðir og bætti við að svo vildi til að Landhelgisgæslan yrði á ferðinni og var því hægt að framkvæma hugmyndina. Því verði haldið með hóp heilbrigðisstarfsfólks til Egilsstaða, þar sem fleiri verða sóttir, á mánudaginn áður en haldið verður lengra í austurátt. Víðir segir þetta geta verið lausn sem hentar til þess að geta afgreitt málið á góðum tíma. Lausnin sem nú er til skoðunar sé dæmi um gott samstarf milli ýmissa aðila. „Samstarf með Landhelgisgæslunni, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í Reykjavík, tölvufyrirtækin, starfsmenn Landlæknis, starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri sem koma að því að leysa mál sem höfðu vafist fyrir mörgum í langan tíma,“ sagði Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Næsta mánudag mun hópur heilbrigðisstarfsmanna úr Reykjavík og frá Egilsstöðum halda til Færeyja með Landhelgisgæslunni. Heilbrigðisstarfsmennirnir munu í kjölfarið sigla heim til Íslands með Norrænu og taka sýni úr farþegum á leiðinni til landsins. Frá þessu greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi dómsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum í dag. Verkefnið er ætlað til að prófa fyrirkomulag vegna sumaráætlunar Norrænu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það eru áætlaðir um það bil 200 farþegar sem koma með Norrænu næstkomandi þriðjudag, 600 koma í næstu ferð og 800 í þarnæstu ferð. Þetta er stórt verkefni en það sem gerist með Norrænu er að um næstu mánaðamót kemur ný sumaráætlun Norrænu í gagnið og þá mun ferjan aðeins stoppa á Seyðisfirði í rúmar tvær klukkustundir,“ sagði Víðir í máli sínu á fundinum. Víðir sagði að upphaflega hafi verið áætlað að nýta þann tíma sem Norrænu liggur við bryggju á Seyðisfirði, yfirleitt í einn og hálfan sólarhring, til þess að skima farþega og hleypa þeim frá borði. Það fyrirkomulag sem ákveðið hafði verið sé ómögulegt með nýrri áætlun og skemmri tíma ferjunnar við höfn á Íslandi. Víðir sagði að því hafi þurft að leita leiða til að leysa vandann sem upp var kominn. „Austfirðingar stungu upp á því að við myndum senda hóp aðila til Færeyja sem myndu sigla með ferjunni til Íslands. Þetta fannst mönnum pínu skrýtið fyrst en við vildum skoða þetta betur,“ sagði Víðir og bætti við að svo vildi til að Landhelgisgæslan yrði á ferðinni og var því hægt að framkvæma hugmyndina. Því verði haldið með hóp heilbrigðisstarfsfólks til Egilsstaða, þar sem fleiri verða sóttir, á mánudaginn áður en haldið verður lengra í austurátt. Víðir segir þetta geta verið lausn sem hentar til þess að geta afgreitt málið á góðum tíma. Lausnin sem nú er til skoðunar sé dæmi um gott samstarf milli ýmissa aðila. „Samstarf með Landhelgisgæslunni, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í Reykjavík, tölvufyrirtækin, starfsmenn Landlæknis, starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri sem koma að því að leysa mál sem höfðu vafist fyrir mörgum í langan tíma,“ sagði Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira