Seigla og bjartsýni Drífa Snædal skrifar 12. júní 2020 14:30 Vikan hefur einkennst af ferð um landið til að hitta félagsmenn og heyra í þeim hljóðið, útvíkkað þjóðhagsráð kom saman á miðvikudaginn og miðstjórn ASÍ hélt reglubundinn fund um miðja vikuna. Almennt virðist fólk vera nokkuð bratt og bjartsýnt og það er einkennandi að heilsufarsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 hafa komið misjafnlega niður á svæðum. Fjölmörg bæjarfélög hafa hvorki fundið fyrir mikilli uppsveiflu né harðri niðursveiflu hin síðari ár og halda ótrauð og taktföst áfram. Ferðaþjónustusvæðin koma eðli málsins samkvæmt verst út en fólk lítur björtum augum til síðari hluta sumarsins og vetrarins framundan. Það er aðdáunarvert að sjá seigluna í fólki hvar sem komið er þó óvissan sé vissulega mikil, enda óþarfi að óttast eitthvað sem hefur ekki raungerst. Á fundi þjóðhagsráðs náðum við að fylgja eftir þeirri stefnu sem við höfum markað undir heitinu Rétta leiðin þar sem rauði þráðurinn er að tryggja afkomu og öryggi fólks; byggja undir fjölbreytta atvinnumöguleika og verja innviðina. Miðstjórn ASÍ ákvað að boða til formannafundar allra aðildarfélaga sambandsins síðar í þessum mánuði til að fjalla um þau risastóru verkefni sem bíða í haust en nauðsynlegt er að hefja undirbúning að núna. Má þar nefna forsenduákvæði kjarasamninga, afkomutryggingu fólks og öryggisnet, uppbyggingu ábyrgrar ferðaþjónustu og tryggingu fólks í ótryggum ráðningarsamböndum. Þetta er ekki tæmandi listi en markmiðið er skýrt: Afkoma og öryggi! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vikan hefur einkennst af ferð um landið til að hitta félagsmenn og heyra í þeim hljóðið, útvíkkað þjóðhagsráð kom saman á miðvikudaginn og miðstjórn ASÍ hélt reglubundinn fund um miðja vikuna. Almennt virðist fólk vera nokkuð bratt og bjartsýnt og það er einkennandi að heilsufarsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 hafa komið misjafnlega niður á svæðum. Fjölmörg bæjarfélög hafa hvorki fundið fyrir mikilli uppsveiflu né harðri niðursveiflu hin síðari ár og halda ótrauð og taktföst áfram. Ferðaþjónustusvæðin koma eðli málsins samkvæmt verst út en fólk lítur björtum augum til síðari hluta sumarsins og vetrarins framundan. Það er aðdáunarvert að sjá seigluna í fólki hvar sem komið er þó óvissan sé vissulega mikil, enda óþarfi að óttast eitthvað sem hefur ekki raungerst. Á fundi þjóðhagsráðs náðum við að fylgja eftir þeirri stefnu sem við höfum markað undir heitinu Rétta leiðin þar sem rauði þráðurinn er að tryggja afkomu og öryggi fólks; byggja undir fjölbreytta atvinnumöguleika og verja innviðina. Miðstjórn ASÍ ákvað að boða til formannafundar allra aðildarfélaga sambandsins síðar í þessum mánuði til að fjalla um þau risastóru verkefni sem bíða í haust en nauðsynlegt er að hefja undirbúning að núna. Má þar nefna forsenduákvæði kjarasamninga, afkomutryggingu fólks og öryggisnet, uppbyggingu ábyrgrar ferðaþjónustu og tryggingu fólks í ótryggum ráðningarsamböndum. Þetta er ekki tæmandi listi en markmiðið er skýrt: Afkoma og öryggi! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar