Ríkisstarfsmaður eða „Ríkis“starfsmaður? Anna Margrét Pálsdóttir skrifar 9. júní 2020 14:30 Í skugga yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga langar mig að vekja athygli á hvernig ríkið forgangsraðar skattpeningum okkar. Nú hef ég áður furðað mig á forgangsröðun vinnuveitanda míns, íslenska ríkisins, líkt og aðrir kollegar mínir í hjúkrun hafa gert. En hingað er ég komin aftur því ég er farin að klóra mér í höfðinu inn að heilaberki. Ég ætti ekki að þurfa að tíunda mikið um störf hjúkrunarfræðinga. Almenningur ætti nú að vita, eftir síðustu vikur og mánuði sérstaklega, í hverju þau felast. Í stuttu máli, við hjálpum fólki með heilsufarsleg vandamál. Líkamleg, andleg, félagsleg, lífshættuleg. Aðstandendum þeirra. Á öllum tímum sólarhringinsins, alla daga ársins. Við hjálpum fólki að öðlast betri heilsu, lífsgæði og hjálpum dauðvona fólki að komast á gullvagninn með reisn og sem minnstum þjáningum. Ásamt auðvitað öðrum ómissandi stéttum heilbrigðiskerfisins. Starfið er erfitt en líka gefandi, virðingarvert og fallegt. Til að verða hjúkrunarfræðingur þarf fjögur mjög strembin ár í háskóla. Ég man hvað mér fannst gaman í hjúkrunarnáminu. Ég var með frábæra kennara, í æðislegum félagsskap annarra nemenda og lærði spennandi hluti á degi hverjum, bóklega og verklega. Námið var líka gríðarlega erfitt og ég lagði blóð, svita og tár í námið. Ég man líka hvað ég hlakkaði til að útskrifast og geta með stolti kallað mig hjúkrunarfræðing. Að fá að uppskera árangur erfiðisins. Unnið sjálfstætt, nýtt þekkingu mína og gera gagn. Á sama tíma hlakkaði ég til að fá laun fyrir vinnuna mína. Loksins. Í náminu vissi ég auðvitað að ég yrði aldrei með há laun en ég hef aldrei verið í eðli mínu fjárgráðug og það eina sem ég vildi og gerði auðvitað ráð fyrir var að geta lifað af laununum mínum. Ég man þegar ég opnaði fyrsta launaseðilinn minn, æsispennt eftir fyrsta mánuðinn sem hjúkrunarfræðingur. Ég felldi nokkur tár og var verulega sár og reið. Á þessum tíma vann ég á gjörgæsludeild LSH. Ég vissi að launin myndu jú hækka með tímanum svo ég þerraði tárin og hélt áfram að blanda flókin lyf fyrir mína skjólstæðinga, fylgjast með lífsmörkum þeirra og stilla öndunarvélarnar eftir ástandi þeirra og bregðast hratt við ef það breyttist. Ég bar jú ábyrgð á þeirra flóknu meðferð en sjúklingar á gjörgæslu eru allajafna í lífshættulegu ástandi sem krefst flókinnar meðferðar. Það meikar engan sens, svo ég noti lélega íslensku, að hafa á bakinu 4 ára háskólamenntun ásamt námslánum sem munu hanga á herðum mér næstu áratugi, háskólamenntun sem byrjar á samkeppnisprófum til að sigta út þá hæfustu og til að fækka nemendum niður í fjölda sem kerfið hefur efni á að mennta til fulls, að vinna á öllum tímum sólarhrings alla daga ársins, að vinna við að bera ábyrgð á bráðveiku, langveiku, slösuðu, deyjandi og öðrum hjálparþurfi manneskjum í alls kyns krefjandi aðstæðum. Að þurfa að hugsa hratt og taka ákvarðanir er varða líf og lífsgæði fólks. Að gera alla þessa hluti á hlaupum, óétin/n, ósofin/n að í brýnni þörf á að eiga deit við páfann. Ég ætlaði ekki að ræða svona mikið um störf hjúkrunarfræðinga en það er erfitt að stoppa dæluna þegar hún fer af stað. Kröfurnar eru miklar. Enda viðfangsefnið mikilvægt. Það meikar því engan sens, aftur, léleg ísenska, að geta ekki lifað af laununum sem við fáum fyrir þessa vinnu. Nú fer ég að koma mér að efninu. Maðurinn minn vinnur fyrir sama vinnuveitanda og ég. Íslenska ríkið. Hann vinnur fyrir Áfengis og tóbaksverslun ríkisins. ÁTVR. Við búum á landsbyggðinni svo áfengisverslunin sem hann vinnur í er ekki opin í marga klukkutíma á dag svo hans vinnuvika er styttri en mín. Ég vinn 80% vaktavinnu á sjúkradeild. Hann byrjaði að vinna fyrir ríkið í janúar síðastliðnum. Síðan þá hefur hann verið afar ríflega umbunaður fyrir vinnu sína. Dæmi um það eru gjafirnar. Fyrst fékk hann vatnsflösku sem halda vatninu köldu, svona eins og flestir eiga, að gjöf. Þess má geta að ég fékk svona flösku í jólagjöf frá mínum vinnustað. Gott og blessað. Ég met ekki vinnu mína í umbunargjöfum og maðurinn minn ekki heldur. Ekki svo löngu seinna fékk hann útivistarbuxur frá vinsælu sænsku (lesist dýru) útivistarmerki og bakpoka frá öðru vinsælu merki. Falleg sumargjöf. Stuttu seinna kom hann heim með umslag frá vinnunni sem innihélt gjafabréf, hótelgistingu fyrir tvo með morgunverði á hótel nánast að eigin vali á landinu. Geggjað. Svo kom næsta umslag þar sem honum var tilkynnt að hann fengi auka orlofsdag fyrir vel unnin störf á þessum erfiðu (lesist fordæmalausu) tímum undanfarið. Veit ekki hver næsta gjöf verður en ég er mjög spennt. Maðurinn minn vinnur við að selja áfengi. Það er ekki það eina sem felst í vinnu hjá ÁTVR og vil ég á ENGAN HÁTT gera lítið út starfsmönnum ÁTVR með þessum skrifum mínum. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína. Eins og ég. Þeir standa sig vel, og vita af því. Þeir eru jú vel minntir á það. Þeir eru augljóslega mikilvægir fyrir þjóðarbúið, íslendingar eru duglegir að fá sér í tánna og ríkið nýtur góðs af sullinu. Svo er líka til fólk sem þjáist af áfengisfíkn. Áfengi í miklu óhófi hefur mjög slæm áhrif á líkamann og er samverkandi með öðrum sjúkdómum og getur verið grunnur að öðrum sjúkdómum. Að ógleymdu eru ofbeldi og slys algengari undir áhrifum áfengis. Áfengisneysla er því mjög breið orsök þess að fólk þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þannig vinnum við maðurinn minn í mjög undarlegum ríkisreknum "vítahring". Hann selur fólki áfengi, ég tek svo, sem heilbrigðisstarfsmaður, við þeim sem hafa farið úr hófi fram í neyslu þess. Ástæða þess að ég klóra mér í höfðinu er að, af hverju er maðurinn minn verðlaunaður svona mikið fyrir að selja áfengi á meðan ég fékk ekki einu kökusneið á alþjóðlegum degi hjúkrunar 12.maí síðastliðinn? Nú er ég ekki að krefjast þess að fá fullt af gjöfum fyrir vinnu mína. Þakklæti skjólstæðinga nægir mér yfirleitt til að vita að ég sé að standa mig ágætlega. Ég vil bara fá laun sem ég get lifað af og eru í samræmi við ábyrgð og menntun. Af hverju þurfum við enn og aftur að fara í verkfall til að freista þess að við okkur sé samið? Af hverju fá starfsmenn ÁTVR rándýran Fjällraven fatnað í gjafir á sama tíma og pungsveittur framlínu-hjúkrunarfræðingur í geimfarabúning fær launalækkun í miðjum heimsfaraldri? Á hvaða kampavínsklúbbi eru þessar ákvarðanir með ríkisfé, fé skattgreiðenda teknar? Í hvoru starfinu er meiri álag og ábyrgð? Í hvoru starfinu þarf meiri menntun og sérþekkingu? Í hvoru starfinu er verið að vinna með líf fólks? Af hverju hefur ríkið efni á þessum gjöfum til ÁTVR starfsmanna (sem ég er ekki að segja að þeir eigi ekki skilið) á meðan það getur ekki borgað heilbrigðisstarfsfólki mannsæmandi laun? Af hverju þurfum við að standa í viðstöðulausum samningaviðræðum, gerðardómum, verkföllum sem kosta ríkið fólksflótta úr þessum mikilvægu störfum? Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Í skugga yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga langar mig að vekja athygli á hvernig ríkið forgangsraðar skattpeningum okkar. Nú hef ég áður furðað mig á forgangsröðun vinnuveitanda míns, íslenska ríkisins, líkt og aðrir kollegar mínir í hjúkrun hafa gert. En hingað er ég komin aftur því ég er farin að klóra mér í höfðinu inn að heilaberki. Ég ætti ekki að þurfa að tíunda mikið um störf hjúkrunarfræðinga. Almenningur ætti nú að vita, eftir síðustu vikur og mánuði sérstaklega, í hverju þau felast. Í stuttu máli, við hjálpum fólki með heilsufarsleg vandamál. Líkamleg, andleg, félagsleg, lífshættuleg. Aðstandendum þeirra. Á öllum tímum sólarhringinsins, alla daga ársins. Við hjálpum fólki að öðlast betri heilsu, lífsgæði og hjálpum dauðvona fólki að komast á gullvagninn með reisn og sem minnstum þjáningum. Ásamt auðvitað öðrum ómissandi stéttum heilbrigðiskerfisins. Starfið er erfitt en líka gefandi, virðingarvert og fallegt. Til að verða hjúkrunarfræðingur þarf fjögur mjög strembin ár í háskóla. Ég man hvað mér fannst gaman í hjúkrunarnáminu. Ég var með frábæra kennara, í æðislegum félagsskap annarra nemenda og lærði spennandi hluti á degi hverjum, bóklega og verklega. Námið var líka gríðarlega erfitt og ég lagði blóð, svita og tár í námið. Ég man líka hvað ég hlakkaði til að útskrifast og geta með stolti kallað mig hjúkrunarfræðing. Að fá að uppskera árangur erfiðisins. Unnið sjálfstætt, nýtt þekkingu mína og gera gagn. Á sama tíma hlakkaði ég til að fá laun fyrir vinnuna mína. Loksins. Í náminu vissi ég auðvitað að ég yrði aldrei með há laun en ég hef aldrei verið í eðli mínu fjárgráðug og það eina sem ég vildi og gerði auðvitað ráð fyrir var að geta lifað af laununum mínum. Ég man þegar ég opnaði fyrsta launaseðilinn minn, æsispennt eftir fyrsta mánuðinn sem hjúkrunarfræðingur. Ég felldi nokkur tár og var verulega sár og reið. Á þessum tíma vann ég á gjörgæsludeild LSH. Ég vissi að launin myndu jú hækka með tímanum svo ég þerraði tárin og hélt áfram að blanda flókin lyf fyrir mína skjólstæðinga, fylgjast með lífsmörkum þeirra og stilla öndunarvélarnar eftir ástandi þeirra og bregðast hratt við ef það breyttist. Ég bar jú ábyrgð á þeirra flóknu meðferð en sjúklingar á gjörgæslu eru allajafna í lífshættulegu ástandi sem krefst flókinnar meðferðar. Það meikar engan sens, svo ég noti lélega íslensku, að hafa á bakinu 4 ára háskólamenntun ásamt námslánum sem munu hanga á herðum mér næstu áratugi, háskólamenntun sem byrjar á samkeppnisprófum til að sigta út þá hæfustu og til að fækka nemendum niður í fjölda sem kerfið hefur efni á að mennta til fulls, að vinna á öllum tímum sólarhrings alla daga ársins, að vinna við að bera ábyrgð á bráðveiku, langveiku, slösuðu, deyjandi og öðrum hjálparþurfi manneskjum í alls kyns krefjandi aðstæðum. Að þurfa að hugsa hratt og taka ákvarðanir er varða líf og lífsgæði fólks. Að gera alla þessa hluti á hlaupum, óétin/n, ósofin/n að í brýnni þörf á að eiga deit við páfann. Ég ætlaði ekki að ræða svona mikið um störf hjúkrunarfræðinga en það er erfitt að stoppa dæluna þegar hún fer af stað. Kröfurnar eru miklar. Enda viðfangsefnið mikilvægt. Það meikar því engan sens, aftur, léleg ísenska, að geta ekki lifað af laununum sem við fáum fyrir þessa vinnu. Nú fer ég að koma mér að efninu. Maðurinn minn vinnur fyrir sama vinnuveitanda og ég. Íslenska ríkið. Hann vinnur fyrir Áfengis og tóbaksverslun ríkisins. ÁTVR. Við búum á landsbyggðinni svo áfengisverslunin sem hann vinnur í er ekki opin í marga klukkutíma á dag svo hans vinnuvika er styttri en mín. Ég vinn 80% vaktavinnu á sjúkradeild. Hann byrjaði að vinna fyrir ríkið í janúar síðastliðnum. Síðan þá hefur hann verið afar ríflega umbunaður fyrir vinnu sína. Dæmi um það eru gjafirnar. Fyrst fékk hann vatnsflösku sem halda vatninu köldu, svona eins og flestir eiga, að gjöf. Þess má geta að ég fékk svona flösku í jólagjöf frá mínum vinnustað. Gott og blessað. Ég met ekki vinnu mína í umbunargjöfum og maðurinn minn ekki heldur. Ekki svo löngu seinna fékk hann útivistarbuxur frá vinsælu sænsku (lesist dýru) útivistarmerki og bakpoka frá öðru vinsælu merki. Falleg sumargjöf. Stuttu seinna kom hann heim með umslag frá vinnunni sem innihélt gjafabréf, hótelgistingu fyrir tvo með morgunverði á hótel nánast að eigin vali á landinu. Geggjað. Svo kom næsta umslag þar sem honum var tilkynnt að hann fengi auka orlofsdag fyrir vel unnin störf á þessum erfiðu (lesist fordæmalausu) tímum undanfarið. Veit ekki hver næsta gjöf verður en ég er mjög spennt. Maðurinn minn vinnur við að selja áfengi. Það er ekki það eina sem felst í vinnu hjá ÁTVR og vil ég á ENGAN HÁTT gera lítið út starfsmönnum ÁTVR með þessum skrifum mínum. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína. Eins og ég. Þeir standa sig vel, og vita af því. Þeir eru jú vel minntir á það. Þeir eru augljóslega mikilvægir fyrir þjóðarbúið, íslendingar eru duglegir að fá sér í tánna og ríkið nýtur góðs af sullinu. Svo er líka til fólk sem þjáist af áfengisfíkn. Áfengi í miklu óhófi hefur mjög slæm áhrif á líkamann og er samverkandi með öðrum sjúkdómum og getur verið grunnur að öðrum sjúkdómum. Að ógleymdu eru ofbeldi og slys algengari undir áhrifum áfengis. Áfengisneysla er því mjög breið orsök þess að fólk þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þannig vinnum við maðurinn minn í mjög undarlegum ríkisreknum "vítahring". Hann selur fólki áfengi, ég tek svo, sem heilbrigðisstarfsmaður, við þeim sem hafa farið úr hófi fram í neyslu þess. Ástæða þess að ég klóra mér í höfðinu er að, af hverju er maðurinn minn verðlaunaður svona mikið fyrir að selja áfengi á meðan ég fékk ekki einu kökusneið á alþjóðlegum degi hjúkrunar 12.maí síðastliðinn? Nú er ég ekki að krefjast þess að fá fullt af gjöfum fyrir vinnu mína. Þakklæti skjólstæðinga nægir mér yfirleitt til að vita að ég sé að standa mig ágætlega. Ég vil bara fá laun sem ég get lifað af og eru í samræmi við ábyrgð og menntun. Af hverju þurfum við enn og aftur að fara í verkfall til að freista þess að við okkur sé samið? Af hverju fá starfsmenn ÁTVR rándýran Fjällraven fatnað í gjafir á sama tíma og pungsveittur framlínu-hjúkrunarfræðingur í geimfarabúning fær launalækkun í miðjum heimsfaraldri? Á hvaða kampavínsklúbbi eru þessar ákvarðanir með ríkisfé, fé skattgreiðenda teknar? Í hvoru starfinu er meiri álag og ábyrgð? Í hvoru starfinu þarf meiri menntun og sérþekkingu? Í hvoru starfinu er verið að vinna með líf fólks? Af hverju hefur ríkið efni á þessum gjöfum til ÁTVR starfsmanna (sem ég er ekki að segja að þeir eigi ekki skilið) á meðan það getur ekki borgað heilbrigðisstarfsfólki mannsæmandi laun? Af hverju þurfum við að standa í viðstöðulausum samningaviðræðum, gerðardómum, verkföllum sem kosta ríkið fólksflótta úr þessum mikilvægu störfum? Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar