Ætlar ekki að staðfesta lög um skerðingu réttinda öryrkja Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 12:10 Nafn Guðmundar Franklíns verður að finna á kjörseðlinum 27. júní. Vísir/Arnar Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. Guðmundur sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis og hringdu hlustendur inn með sínar vangaveltur og spurningar. Guðmundur Franklín hefur verið á ferðalagi undanfarið og geri sér sérstaka ferð til Reykjavíkur til þess að ræða við Reykjavík síðdegis en hann hafði verið á ferð um norðurland sem heldur áfram næstu daga. Forsetaframbjóðandinn sagði viðtökurnar hafa verið góðar á ferðalagi sínu en Grímsey væri næsti áfangastaður hans og teymis hans. Guðmundur Franklín var í tvígang spurður út í málefni öryrkja og stöðu þeirra. Í svörum sínum til Margrétar og Sigrúnar Margrétar sagðist Guðmundur munu berjast fyrir öryrkjum nái hann kjöri til embættis Forseta Íslands 27. júní. „Ég hef nú lýst því yfir að ég ætla að beita mér fyrir betri hag og kjörum öryrkja,“ sagði Guðmundur áður en hann var spurður að því hvernig hann hygðist gera það. Ég heiti því til að byrja með að skrifa ekki undir nein lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara frekar. Ekki undir neinum kringumstæðum,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að beita mér af fullu afli að því að öryrkjar geti lifað sómasamlegu lífi og alveg á pari við önnur laun,“ svaraði Guðmundur seinna í þættinum þegar sambærileg spurning var borin upp. Þungunarrof ekki beint mál forsetans Þá var Guðmundur einnig spurður um afstöðu sína til laga um þungunarrof sem tóku gildi 1. september í fyrra. Hefði Guðmundur, sem forseti, skrifað undir lögin þeim til staðfestingar. „Mér þótti nú gömlu lögin duga en mér finnst þetta vera alfarið mál konunnar og fjölskyldu hennar,“ sagði Guðmundur áður en Þórdís Valsdóttir ein þáttstjórnenda spurði. „Þannig þú hefðir staðfest þessi lög?“ „Mér finnst þetta algjörlega mál konunnar og fjölskyldu hennar. Mér finnst þetta ekki beint vera mál forsetans en mín skoðun er sú að fyrri reglur dugðu okkur ágætlega. Mér fannst dálítið farið offari í þessu og varð svolítið skelkaður af yfirlýsingum forsætisráðherra sem vildi hafa þetta alveg til fæðingar. Það er svona það sem sumt vinstra fólk heldur fram,“ sagði Guðmundur. Segir tengsl við Miðflokkinn engin en þakkar stuðninginn Þá var Guðmundur spurður út í tengsl Miðflokksins við forsetaframboðið en skoðanakannanir sína fram á að Guðmundur sækir mest fylgi sitt til flokksins. Guðmundur sagðist þakka stuðninginn og að hann þyrfti greinilega að leitast eftir fylgi frá Viðreisn og Samfylkingu áður en hann sagði tengsl sín við Miðflokkinn engin. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um.“ Þá var Guðmundur spurður um afstöðu hans til þjóðaratkvæðagreiðslna og sagðist hlustandinn hafa áhyggjur af því að ekkert kæmist að í þjóðfélaginu nema þjóðaratkvæðagreiðslur ef Guðmundur næði kjöri. Guðmundur sagði svo ekki vera og að hann myndi beita málskotsrétti stjórnarskrár sparlega og þá í málum þar sem gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. „Það þarf að vera mál sem er svo stórt að þjóðin er komin öll upp á afturlappirnar. Þú metur það þannig með að fylgjast með fréttum og skoðanakönnunum,“ sagði forsetaframbjóðandinn og minntist á hinar ýmsu leiðir til að sjá afstöðu þjóðar, þar á meðal undirskriftalista en Guðmundur hefur staðið fyrir nokkrum undirskriftasöfnunum á undanförnum árum. Hversu margar þyrftu undirskriftir að vera til þess að Guðmundur vísaði máli til þjóðarinnar? „Ég ætla ekki að segja neina tölu í því,“ sagði Guðmundur og sagði að á síðustu árum hefði orðið erfiðara að safna undirskriftum kjósenda. „Fólk er hrætt við að leggja nafn sitt við svona. Fólk hugsar sig tvisvar vegna þess að það er níðst á því ef það tekur þátt í svona söfnunum og stjórnvöld vita þetta. Þau beita ýmsum hræðslubrögðum,“ sagði Guðmundur Franklín sem segir að forsetaembættið muni þróast og breytast nái hann kjöri. Hann vilji að allir geti tekið virkan þátt í lýðræðinu og séu sáttir. Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson ætlar ekki að staðfesta lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara komi þau á hans borð nái hann kjöri. Hann myndi beita málskotsrétti sparlega og fannst farið offari í umræðum þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt í fyrra. Guðmundur sat fyrir svörum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis og hringdu hlustendur inn með sínar vangaveltur og spurningar. Guðmundur Franklín hefur verið á ferðalagi undanfarið og geri sér sérstaka ferð til Reykjavíkur til þess að ræða við Reykjavík síðdegis en hann hafði verið á ferð um norðurland sem heldur áfram næstu daga. Forsetaframbjóðandinn sagði viðtökurnar hafa verið góðar á ferðalagi sínu en Grímsey væri næsti áfangastaður hans og teymis hans. Guðmundur Franklín var í tvígang spurður út í málefni öryrkja og stöðu þeirra. Í svörum sínum til Margrétar og Sigrúnar Margrétar sagðist Guðmundur munu berjast fyrir öryrkjum nái hann kjöri til embættis Forseta Íslands 27. júní. „Ég hef nú lýst því yfir að ég ætla að beita mér fyrir betri hag og kjörum öryrkja,“ sagði Guðmundur áður en hann var spurður að því hvernig hann hygðist gera það. Ég heiti því til að byrja með að skrifa ekki undir nein lög sem skerða réttindi öryrkja og eldri borgara frekar. Ekki undir neinum kringumstæðum,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að beita mér af fullu afli að því að öryrkjar geti lifað sómasamlegu lífi og alveg á pari við önnur laun,“ svaraði Guðmundur seinna í þættinum þegar sambærileg spurning var borin upp. Þungunarrof ekki beint mál forsetans Þá var Guðmundur einnig spurður um afstöðu sína til laga um þungunarrof sem tóku gildi 1. september í fyrra. Hefði Guðmundur, sem forseti, skrifað undir lögin þeim til staðfestingar. „Mér þótti nú gömlu lögin duga en mér finnst þetta vera alfarið mál konunnar og fjölskyldu hennar,“ sagði Guðmundur áður en Þórdís Valsdóttir ein þáttstjórnenda spurði. „Þannig þú hefðir staðfest þessi lög?“ „Mér finnst þetta algjörlega mál konunnar og fjölskyldu hennar. Mér finnst þetta ekki beint vera mál forsetans en mín skoðun er sú að fyrri reglur dugðu okkur ágætlega. Mér fannst dálítið farið offari í þessu og varð svolítið skelkaður af yfirlýsingum forsætisráðherra sem vildi hafa þetta alveg til fæðingar. Það er svona það sem sumt vinstra fólk heldur fram,“ sagði Guðmundur. Segir tengsl við Miðflokkinn engin en þakkar stuðninginn Þá var Guðmundur spurður út í tengsl Miðflokksins við forsetaframboðið en skoðanakannanir sína fram á að Guðmundur sækir mest fylgi sitt til flokksins. Guðmundur sagðist þakka stuðninginn og að hann þyrfti greinilega að leitast eftir fylgi frá Viðreisn og Samfylkingu áður en hann sagði tengsl sín við Miðflokkinn engin. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um.“ Þá var Guðmundur spurður um afstöðu hans til þjóðaratkvæðagreiðslna og sagðist hlustandinn hafa áhyggjur af því að ekkert kæmist að í þjóðfélaginu nema þjóðaratkvæðagreiðslur ef Guðmundur næði kjöri. Guðmundur sagði svo ekki vera og að hann myndi beita málskotsrétti stjórnarskrár sparlega og þá í málum þar sem gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. „Það þarf að vera mál sem er svo stórt að þjóðin er komin öll upp á afturlappirnar. Þú metur það þannig með að fylgjast með fréttum og skoðanakönnunum,“ sagði forsetaframbjóðandinn og minntist á hinar ýmsu leiðir til að sjá afstöðu þjóðar, þar á meðal undirskriftalista en Guðmundur hefur staðið fyrir nokkrum undirskriftasöfnunum á undanförnum árum. Hversu margar þyrftu undirskriftir að vera til þess að Guðmundur vísaði máli til þjóðarinnar? „Ég ætla ekki að segja neina tölu í því,“ sagði Guðmundur og sagði að á síðustu árum hefði orðið erfiðara að safna undirskriftum kjósenda. „Fólk er hrætt við að leggja nafn sitt við svona. Fólk hugsar sig tvisvar vegna þess að það er níðst á því ef það tekur þátt í svona söfnunum og stjórnvöld vita þetta. Þau beita ýmsum hræðslubrögðum,“ sagði Guðmundur Franklín sem segir að forsetaembættið muni þróast og breytast nái hann kjöri. Hann vilji að allir geti tekið virkan þátt í lýðræðinu og séu sáttir.
Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?