CrossFit Reykjavík segir skilið við CrossFit nema að það verði afgerandi breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum CrossFit Reykjavík ásamt því að vera goðsögn í CrossFit heiminum. CrossFit Reykjavík heimtar nú breytingar á forystunni. Hér má sjá Anníe Mist með aðdáanda en myndin er af Instagram siðu CrossFit Reykjavík. Mynd/Instagram Fjölmargar CrossFit stöðvar í heiminum hafa slitið samstarfi sínu við CrossFit samtökin eða hóta því að gera það verði ekki gerðar alvöru breytingar hjá stjórn samtakanna. CrossFit Reykjavík æfingastöðin á Íslandi bættist í hóp þeirra í gærkvöldi. CrossFit Reykjavík hefur verið í fararbroddi hér á landi að tengja Ísland og CrossFit heiminn með því að halda alþjóðlega mótið Reykjavík CrossFit Championship og vera með CrossFit inn á Reykjavíkurleikunum. Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum stöðvarinnar ásamt þeim Evert Víglundssyni og Hrönn Svansdóttur. Það er ljóst á tilkynningu frá CrossFit Reykjavík inn á samfélagsmiðlum að nú sé CrossFit íþróttin á krossgötum og allur heimurinn heimtar nú afgerandi breytingar á forystusveitinni. „Við viljum að það komi skýrt fram að við erum ekki sammála orðum og gjörum Greg Glassmann undanfarna daga. Við trúum á samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem allir eru jafnir og öllum er sýnd virðing. Við munum ekki vera hluti af CrossFit eins og það er nema gerðar verði afgerandi breytingar,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit Reykjavík eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi skilaboð frá CrossFit Reykjavík átti líka að berast út því tilkynningin er fyrst á ensku, svo á íslensku. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT CrossFit Reykjavík hefur líka ákveðið að halda ekki Reykjavík CrossFit Championship mótið undir merkjum CrossFit á næsta ári verði ekki tekið til hjá forystu CrossFit samtakanna eins og sjá má á þessari fésbókartilkynningu hér fyrir neðan. CrossFit Hengill stöðin hefur líka sent frá sér tilkynningu á Instagram þar kemur meðal annars fram að samstarfssamningur og aðild Hengils sé komið að endurnýjum í haust. „Við ætlum að nýta tímann til að huga vel að næstu skrefum. Hvort við munum halda áfram undir nafninu CrossFit Hengill eða slíta samstarfinu verður ákveðið á næstu misserum,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) on Jun 7, 2020 at 3:52pm PDT Það er löngu ljóst að tjón CrossFit samtakanna vegna orða framkvæmdastjóra síns Greg Glassmann er orðið gríðarlegt. Samtökin eru að missa hvern styrktaraðilinn á fætur öðrum eins og Reebok og Rogue og þá er fjölda stöðva einnig að slíta sig frá samtökunum. Það er erfitt að sjá Greg Glassmann kom að CrossFit íþróttinni aftur og kannski líklegast að núverandi eigendur selji og það komi inn alveg glæný forysta. CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Fjölmargar CrossFit stöðvar í heiminum hafa slitið samstarfi sínu við CrossFit samtökin eða hóta því að gera það verði ekki gerðar alvöru breytingar hjá stjórn samtakanna. CrossFit Reykjavík æfingastöðin á Íslandi bættist í hóp þeirra í gærkvöldi. CrossFit Reykjavík hefur verið í fararbroddi hér á landi að tengja Ísland og CrossFit heiminn með því að halda alþjóðlega mótið Reykjavík CrossFit Championship og vera með CrossFit inn á Reykjavíkurleikunum. Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum stöðvarinnar ásamt þeim Evert Víglundssyni og Hrönn Svansdóttur. Það er ljóst á tilkynningu frá CrossFit Reykjavík inn á samfélagsmiðlum að nú sé CrossFit íþróttin á krossgötum og allur heimurinn heimtar nú afgerandi breytingar á forystusveitinni. „Við viljum að það komi skýrt fram að við erum ekki sammála orðum og gjörum Greg Glassmann undanfarna daga. Við trúum á samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem allir eru jafnir og öllum er sýnd virðing. Við munum ekki vera hluti af CrossFit eins og það er nema gerðar verði afgerandi breytingar,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit Reykjavík eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi skilaboð frá CrossFit Reykjavík átti líka að berast út því tilkynningin er fyrst á ensku, svo á íslensku. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT CrossFit Reykjavík hefur líka ákveðið að halda ekki Reykjavík CrossFit Championship mótið undir merkjum CrossFit á næsta ári verði ekki tekið til hjá forystu CrossFit samtakanna eins og sjá má á þessari fésbókartilkynningu hér fyrir neðan. CrossFit Hengill stöðin hefur líka sent frá sér tilkynningu á Instagram þar kemur meðal annars fram að samstarfssamningur og aðild Hengils sé komið að endurnýjum í haust. „Við ætlum að nýta tímann til að huga vel að næstu skrefum. Hvort við munum halda áfram undir nafninu CrossFit Hengill eða slíta samstarfinu verður ákveðið á næstu misserum,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) on Jun 7, 2020 at 3:52pm PDT Það er löngu ljóst að tjón CrossFit samtakanna vegna orða framkvæmdastjóra síns Greg Glassmann er orðið gríðarlegt. Samtökin eru að missa hvern styrktaraðilinn á fætur öðrum eins og Reebok og Rogue og þá er fjölda stöðva einnig að slíta sig frá samtökunum. Það er erfitt að sjá Greg Glassmann kom að CrossFit íþróttinni aftur og kannski líklegast að núverandi eigendur selji og það komi inn alveg glæný forysta.
CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira