Dæmdur fyrir að fella níu aspir gróðursettar til minningar um fórnarlömb snjóflóðsins á Flateyri Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2020 08:00 Frá Flateyri. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar, dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt íbúð í húsi við Drafnargötu frá árinu 2011 ásamt bróður sínum og lengi unnið að lagfæringum á húsinu og garðinum. Illa hirt Í dómnum segir að garðurinn hefði verið fullur af öspum og hafi ákærði haft samband við áhaldahús Ísafjarðarbæjar og óskað úrbóta, meðal annars á holum á göngustígum. „Aspirnar hefðu vaxið án þess að nokkuð hefði verið að gert. Húsið hjá sér hefði verið þakið kvoðu af öspunum og þær slegist í húsið. Síðastliðið sumar hefði drengur dottið á höfuðið á þessum stíg, um holu á stígnum og þá hefði hann fjarlægt aspirnar með því að saga þær niður. Ákærði kvaðst hafa ætlað að setja víði í staðinn fyrir aspirnar, þar sem bærinn sinnti þessu í engu og hefði ekki verið til í að koma til móts við sig í neinu. Þá kvaðst ákærði hafa fjarlægt trén á eigin kostnað og látið við það sitja að fylla holurnar sem mynduðust,“ segir í dómnum. Ákærði sagðist telja að hann hafi með fellingunum vera að gera sveitarfélaginu greiða frekar en hitt. Þá hafi enginn gert athugasemdir við framkvæmdirnar á meðan á þeim stóð. Ekki fallist á kröfur mannsins Í dómnum segir að segir að aspirnar hafi staðið þarna í áratugi og því yrði ekki fallist á það með manninum að óljóst hafi verið hver hafi verið raunverulegur eigandi trjánna. Sömuleiðis yrði ekki fallist á það með ákærða að starfandi bæjarstjóri á þessum tíma, Þórdísi Sig Sigurðardóttur hafi ekki haft umboð til að leggja fram kæru á hendur honum. Dómurinn var tekinn fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hinn ákærði var sömuleiðis dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar. Ísafjarðarbær Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt íbúð í húsi við Drafnargötu frá árinu 2011 ásamt bróður sínum og lengi unnið að lagfæringum á húsinu og garðinum. Illa hirt Í dómnum segir að garðurinn hefði verið fullur af öspum og hafi ákærði haft samband við áhaldahús Ísafjarðarbæjar og óskað úrbóta, meðal annars á holum á göngustígum. „Aspirnar hefðu vaxið án þess að nokkuð hefði verið að gert. Húsið hjá sér hefði verið þakið kvoðu af öspunum og þær slegist í húsið. Síðastliðið sumar hefði drengur dottið á höfuðið á þessum stíg, um holu á stígnum og þá hefði hann fjarlægt aspirnar með því að saga þær niður. Ákærði kvaðst hafa ætlað að setja víði í staðinn fyrir aspirnar, þar sem bærinn sinnti þessu í engu og hefði ekki verið til í að koma til móts við sig í neinu. Þá kvaðst ákærði hafa fjarlægt trén á eigin kostnað og látið við það sitja að fylla holurnar sem mynduðust,“ segir í dómnum. Ákærði sagðist telja að hann hafi með fellingunum vera að gera sveitarfélaginu greiða frekar en hitt. Þá hafi enginn gert athugasemdir við framkvæmdirnar á meðan á þeim stóð. Ekki fallist á kröfur mannsins Í dómnum segir að segir að aspirnar hafi staðið þarna í áratugi og því yrði ekki fallist á það með manninum að óljóst hafi verið hver hafi verið raunverulegur eigandi trjánna. Sömuleiðis yrði ekki fallist á það með ákærða að starfandi bæjarstjóri á þessum tíma, Þórdísi Sig Sigurðardóttur hafi ekki haft umboð til að leggja fram kæru á hendur honum. Dómurinn var tekinn fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hinn ákærði var sömuleiðis dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar.
Ísafjarðarbær Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira