Ólíklegt að sýnatakan reynist flöskuháls þar sem færri verða á ferðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2020 20:00 Átta flugfélög hafa greint frá því að flogið verði til Íslands í sumar. Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Átta flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands eftir 15. júní. Það eru Atlantic Airways, British Airways, Czech Airlines, Icelandair, Lufthansa, SAS, Transavia og Wizz air. Að sögn Isavia er opið samtal við fleiri félög. Á sama tíma í fyrra héldu 23 félög uppi reglulegu flugi til landsins. Umsvifamest verður Icelandair. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins segir flókið að setja saman flugáætlun í þessu ástandi. Í morgun stóð til dæmis til að fljúga til ellefu áfangastaða eftir 15. júní. Síðdegis voru þeir orðnir tíu eftir að Frakkar ákváðu að fresta opnun landsins. París var því tekin af lista áfangastaða. „Ofan á Stokkhólm, Boston og London sem við höfum verið að fljúga til núna allan þennan tíma verður bætt við Munchen, Frankfurt og Berlín í Þýskalandi. Svo bætist við Amsterdam, Zurich, Osló og Kaupmannahöfn," segir Birna Ósk Einarsdóttir. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Samkvæmt könnun EMC rannókna sem gerð var í lok maí hyggja hátt í fjórtán prósent landsmanna á ferðalög til útlanda í sumar og um 25 prósent í haust, eða alls hátt í fjörtíu prósent á þessu ári. Meirihlutinn, eða um sextíu prósent, gerir ekki ráð fyrir að fara ekki til útlanda fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hátt í fjörtíu prósent aðspurðra í nýrri könnun hyggjast fara til útlanda á árinu. Samkvæmt Icelandair eru margir að hafa samband en þó að leita frekari upplýsinga áður en ferð er bókuð. „Fólk er að leita aðeins nær heimahögunum en oft áður. Það eru þá Norðurlöndin og það er Þýskaland, Holland og Sviss," segir Birna. Hún á ekki von á því að tvö þúsund sýna afkastagetan í Keflavík reynist hindrun. „Ekki til að byrja með. Við finnum alveg út úr því með yfirvöldum." Ferðirnar verði fáar í fyrstu. „Svona til að byrja með fimm til sex flug á dag í mesta lagi. Ég held að það væri bjartsýni að reikna með fullum vélum til að byrja með. Nú snýst þetta fyrst og fremst um að koma vélinni aftur af stað," segir Birna. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Átta flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands eftir 15. júní. Það eru Atlantic Airways, British Airways, Czech Airlines, Icelandair, Lufthansa, SAS, Transavia og Wizz air. Að sögn Isavia er opið samtal við fleiri félög. Á sama tíma í fyrra héldu 23 félög uppi reglulegu flugi til landsins. Umsvifamest verður Icelandair. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins segir flókið að setja saman flugáætlun í þessu ástandi. Í morgun stóð til dæmis til að fljúga til ellefu áfangastaða eftir 15. júní. Síðdegis voru þeir orðnir tíu eftir að Frakkar ákváðu að fresta opnun landsins. París var því tekin af lista áfangastaða. „Ofan á Stokkhólm, Boston og London sem við höfum verið að fljúga til núna allan þennan tíma verður bætt við Munchen, Frankfurt og Berlín í Þýskalandi. Svo bætist við Amsterdam, Zurich, Osló og Kaupmannahöfn," segir Birna Ósk Einarsdóttir. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Samkvæmt könnun EMC rannókna sem gerð var í lok maí hyggja hátt í fjórtán prósent landsmanna á ferðalög til útlanda í sumar og um 25 prósent í haust, eða alls hátt í fjörtíu prósent á þessu ári. Meirihlutinn, eða um sextíu prósent, gerir ekki ráð fyrir að fara ekki til útlanda fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hátt í fjörtíu prósent aðspurðra í nýrri könnun hyggjast fara til útlanda á árinu. Samkvæmt Icelandair eru margir að hafa samband en þó að leita frekari upplýsinga áður en ferð er bókuð. „Fólk er að leita aðeins nær heimahögunum en oft áður. Það eru þá Norðurlöndin og það er Þýskaland, Holland og Sviss," segir Birna. Hún á ekki von á því að tvö þúsund sýna afkastagetan í Keflavík reynist hindrun. „Ekki til að byrja með. Við finnum alveg út úr því með yfirvöldum." Ferðirnar verði fáar í fyrstu. „Svona til að byrja með fimm til sex flug á dag í mesta lagi. Ég held að það væri bjartsýni að reikna með fullum vélum til að byrja með. Nú snýst þetta fyrst og fremst um að koma vélinni aftur af stað," segir Birna.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira