Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 14:49 Í fyrstu verður hægt að sinna 200 farþegum á klukkustund og áætlað er að unnt sé að greina að hámarki 2 þúsund sýni á sólarhring. Vísir/Vilhelm Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. Framkvæmdin verður í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er meginbreytingin sú að farþegar munu þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fyrstu tvær vikurnar verður sýnatakan gjaldfrjáls en í framhaldinu mun hún kosta 15 þúsund krónur. Þá munu börn fædd 2005 eða seinna ekki þurfa að fara í sýnatöku. Á vef Stjórnarráðsins segir að farið sé af stað með ítrustu aðgát til að stofna ekki þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Þeir ferðamenn sem koma hingað til lands verða að fylla út forskráningarform með helstu upplýsingum. Á Keflavíkurflugvelli og annars staðar þar sem farþegar koma til landsins mun heilsugæslan sjá um sýnatökur en þær verða framkvæmdar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Geta greint tvö þúsund sýni á sólarhring Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að farþegar þyrftu að fara varlega þar til niðurstaða liggur fyrir. Eftirlit verður haft með þeim sem kjósa að fara í sóttkví að sögn Víðis Reynisson yfirlögregluþjóns. Tíu básar verða settir upp í fyrstu á Keflavíkurflugvelli sem munu geta sinnt 200 farþegum á klukkustund. Komi í ljós smit hjá komufarþega fer af stað hefðbundið ferli þar sem viðkomandi er látinn vita, hann boðaður í blóðprufu til að ganga úr skugga um hvort hann sé smitandi og ákveðið hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi smitrakningu og fjarheilbrigðisþjónustu. Áætlað er að unnt sé að greina að hámarki tvö þúsund sýni á sólarhring og sagði Páll Þórhallsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins það gefa góða vísbendingu um hversu mörgum farþegum væri hægt að taka á móti. Það takmarki þann fjölda sem hægt sé að taka á móti og þeir sem flytja farþega hingað til lands munu þurfa að laga sig að því. Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar til ferðamanna sem eru aðgengilegar á vef landlæknis. Þá eru í undirbúningi leiðbeiningar til Íslendinga sem koma til landsins. Klippa: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17 Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32 Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. Framkvæmdin verður í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er meginbreytingin sú að farþegar munu þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fyrstu tvær vikurnar verður sýnatakan gjaldfrjáls en í framhaldinu mun hún kosta 15 þúsund krónur. Þá munu börn fædd 2005 eða seinna ekki þurfa að fara í sýnatöku. Á vef Stjórnarráðsins segir að farið sé af stað með ítrustu aðgát til að stofna ekki þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Þeir ferðamenn sem koma hingað til lands verða að fylla út forskráningarform með helstu upplýsingum. Á Keflavíkurflugvelli og annars staðar þar sem farþegar koma til landsins mun heilsugæslan sjá um sýnatökur en þær verða framkvæmdar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Geta greint tvö þúsund sýni á sólarhring Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að farþegar þyrftu að fara varlega þar til niðurstaða liggur fyrir. Eftirlit verður haft með þeim sem kjósa að fara í sóttkví að sögn Víðis Reynisson yfirlögregluþjóns. Tíu básar verða settir upp í fyrstu á Keflavíkurflugvelli sem munu geta sinnt 200 farþegum á klukkustund. Komi í ljós smit hjá komufarþega fer af stað hefðbundið ferli þar sem viðkomandi er látinn vita, hann boðaður í blóðprufu til að ganga úr skugga um hvort hann sé smitandi og ákveðið hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi smitrakningu og fjarheilbrigðisþjónustu. Áætlað er að unnt sé að greina að hámarki tvö þúsund sýni á sólarhring og sagði Páll Þórhallsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins það gefa góða vísbendingu um hversu mörgum farþegum væri hægt að taka á móti. Það takmarki þann fjölda sem hægt sé að taka á móti og þeir sem flytja farþega hingað til lands munu þurfa að laga sig að því. Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar til ferðamanna sem eru aðgengilegar á vef landlæknis. Þá eru í undirbúningi leiðbeiningar til Íslendinga sem koma til landsins. Klippa: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17 Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32 Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17
Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32
Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30