Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2020 09:15 Demókratar ganga ekki svo langt að leggja til að skera á fjárveitingar til lögreglunnar, eins og margir mótmælendur hafa kallað eftir. AP/Steven Senne Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. Frumvarpið, sem kallast Justice in Policing Act, verður opinberað í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði það að lögum verður lagavernd lögregluþjóna takmörkuð. Þá verður gerður þjóðlægur gagnabanki sem heldur utan um kvartanir gagnvart lögregluþjónum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru umfangsmestu breytingar á löggæslu Bandaríkjanna sem þingið hefur farið í um árabil. „Það er kominn tími á að breyta menningunni í mörgum löggæsluembættum. Við teljum að þetta frumvarp sé stórt skref í þá átt,“ sagði þingkonan Karen Bass frá Kaliforníu, sem er framsögumaður frumvarpsins í viðtali í gær. Rep. Karen Bass: "Tomorrow we will introduce a bill that covers several areas. One is police accountability. It was shameful what happened to that man. Not only did they push him down but they walked right past him, and then wouldn't even let an officer render aid." pic.twitter.com/Xo572HPlkB— The Hill (@thehill) June 7, 2020 Blaðamenn AP hafa komið höndum yfir drög að frumvarpinu. Miðað við þau myndi frumvarpið gera auðveldara að lögsækja lögregluþjóna sem brjóta af sér í starfi og auðvelda almenningi að höfða mál gegn lögreglunni þegar brotið er á réttindum þeirra. Verði frumvarpið að lögum verður einnig auðveldara fyrir yfirvöld, bæði alríkisyfirvöld og yfirvöld hvers ríkis að rannsaka lögregluna og fá gögn þaðan. Einnig stendur til að setja upp gagnabanka sem nefndur hefur verið hér að ofan. Þeim gagnabanka yrði ætlað að koma í veg fyrir að lögregluþjónar sem brjóti af sér í starfi geti fært sig yfir í nýtt umdæmi án þess að kvartanir og önnur gögn eins og kvartanir fylgi þeim. Ekki liggur fyrir hvort að Repúblikanar á þingi muni styðja frumvarpið. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee hefur þó tekið jákvætt í hugmyndina. Ætla ekki að leggja lögregluna niður Frumvarpið myndi ekki á nokkurn hátt fella niður lögregluna eða taka af henni allar fjárveitingar , eins og margir mótmælendur hafa kallað eftir. Til að mynda hafa borgarfulltrúar í Minneapolis heitið því að leggja lögregluna þar niður og byggja hana upp á nýjan leik. Borgarfulltrúarnir segja að lögreglan í borginni sé komin á það stig að ekki sé hægt að endurbæta hana og því þurfi einfaldlega að leggja hana niður. Sjá einnig: Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður Sérfræðingar sem hafa rannsakað löggæslu í Bandaríkjunum segja þó alfarið óljóst að mótmælin sem hafa staðið yfir undanfarna daga og gera enn, muni hafa nægileg áhrif til að gera grundvallarbreytingar á lögreglunni. Djúpt sé á vanda lögreglunnar í Bandaríkjunum. Gwen Carr hélt að umfangsmiklar breytingar yrðu gerðar þegar sonur hennar, Eric Garner, var kæfður af lögregluþjónum í New York árið 2014. Þá fóru mótmæli fram víða en þó ekki jafn umfangsmikil og nú. Í samtali við Washington Post segist Carr hafa rætt við fjölskyldu George Floyd og sagt þeim að það væri alls ekki öruggt að grimmilegur dauði hans myndi leiða til breytinga. „Þeir höfðu líka myndband af syni mínum. Heimurinn sá hvernig hann var myrtur. Þetta hefði átt að vera öruggt þá, en hefur alls ekki gerst,“ sagði Carr um grundvallarbreytingar á löggæslu. Það er þó útlit fyrir að staðan gæti verið önnur núna. Í könnun í síðustu viku sögðu 57 prósent aðspurðra að í erfiðum aðstæðum sé lögreglan líklegri til að beita of miklu valdi gegn svörtu fólki. Það er mikil breyting frá árinu 2016. Þá svöruðu 34 skráðra kjósenda á sama hátt eftir að Alton Sterling var skotinn til bana af lögregluþjónum. Í dag eru tvær vikur frá því Floyd dó í haldi lögreglu og er lítið lát á mótmælunum. Þau hafa þar að auki ekki einungis farið fram í Bandaríkjunum, heldur um heim allan. Í grein New York Times segir að þessi mótmælaalda sé frábrugðin öðrum mótmælum vegna dauða ungra svartra manna í haldi lögreglunnar. Sérstaklega að því leyti að þau hafa einnig og meira en áður snúist að kerfisbundnum vanda þeldökkra Bandaríkjamanna. Mótmælin og reiðin vegna dauða George Floyd hafi ekki fylgt þeirri formúlum sem Bandaríkjamenn voru orðnir vanir. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. Frumvarpið, sem kallast Justice in Policing Act, verður opinberað í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði það að lögum verður lagavernd lögregluþjóna takmörkuð. Þá verður gerður þjóðlægur gagnabanki sem heldur utan um kvartanir gagnvart lögregluþjónum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru umfangsmestu breytingar á löggæslu Bandaríkjanna sem þingið hefur farið í um árabil. „Það er kominn tími á að breyta menningunni í mörgum löggæsluembættum. Við teljum að þetta frumvarp sé stórt skref í þá átt,“ sagði þingkonan Karen Bass frá Kaliforníu, sem er framsögumaður frumvarpsins í viðtali í gær. Rep. Karen Bass: "Tomorrow we will introduce a bill that covers several areas. One is police accountability. It was shameful what happened to that man. Not only did they push him down but they walked right past him, and then wouldn't even let an officer render aid." pic.twitter.com/Xo572HPlkB— The Hill (@thehill) June 7, 2020 Blaðamenn AP hafa komið höndum yfir drög að frumvarpinu. Miðað við þau myndi frumvarpið gera auðveldara að lögsækja lögregluþjóna sem brjóta af sér í starfi og auðvelda almenningi að höfða mál gegn lögreglunni þegar brotið er á réttindum þeirra. Verði frumvarpið að lögum verður einnig auðveldara fyrir yfirvöld, bæði alríkisyfirvöld og yfirvöld hvers ríkis að rannsaka lögregluna og fá gögn þaðan. Einnig stendur til að setja upp gagnabanka sem nefndur hefur verið hér að ofan. Þeim gagnabanka yrði ætlað að koma í veg fyrir að lögregluþjónar sem brjóti af sér í starfi geti fært sig yfir í nýtt umdæmi án þess að kvartanir og önnur gögn eins og kvartanir fylgi þeim. Ekki liggur fyrir hvort að Repúblikanar á þingi muni styðja frumvarpið. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee hefur þó tekið jákvætt í hugmyndina. Ætla ekki að leggja lögregluna niður Frumvarpið myndi ekki á nokkurn hátt fella niður lögregluna eða taka af henni allar fjárveitingar , eins og margir mótmælendur hafa kallað eftir. Til að mynda hafa borgarfulltrúar í Minneapolis heitið því að leggja lögregluna þar niður og byggja hana upp á nýjan leik. Borgarfulltrúarnir segja að lögreglan í borginni sé komin á það stig að ekki sé hægt að endurbæta hana og því þurfi einfaldlega að leggja hana niður. Sjá einnig: Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður Sérfræðingar sem hafa rannsakað löggæslu í Bandaríkjunum segja þó alfarið óljóst að mótmælin sem hafa staðið yfir undanfarna daga og gera enn, muni hafa nægileg áhrif til að gera grundvallarbreytingar á lögreglunni. Djúpt sé á vanda lögreglunnar í Bandaríkjunum. Gwen Carr hélt að umfangsmiklar breytingar yrðu gerðar þegar sonur hennar, Eric Garner, var kæfður af lögregluþjónum í New York árið 2014. Þá fóru mótmæli fram víða en þó ekki jafn umfangsmikil og nú. Í samtali við Washington Post segist Carr hafa rætt við fjölskyldu George Floyd og sagt þeim að það væri alls ekki öruggt að grimmilegur dauði hans myndi leiða til breytinga. „Þeir höfðu líka myndband af syni mínum. Heimurinn sá hvernig hann var myrtur. Þetta hefði átt að vera öruggt þá, en hefur alls ekki gerst,“ sagði Carr um grundvallarbreytingar á löggæslu. Það er þó útlit fyrir að staðan gæti verið önnur núna. Í könnun í síðustu viku sögðu 57 prósent aðspurðra að í erfiðum aðstæðum sé lögreglan líklegri til að beita of miklu valdi gegn svörtu fólki. Það er mikil breyting frá árinu 2016. Þá svöruðu 34 skráðra kjósenda á sama hátt eftir að Alton Sterling var skotinn til bana af lögregluþjónum. Í dag eru tvær vikur frá því Floyd dó í haldi lögreglu og er lítið lát á mótmælunum. Þau hafa þar að auki ekki einungis farið fram í Bandaríkjunum, heldur um heim allan. Í grein New York Times segir að þessi mótmælaalda sé frábrugðin öðrum mótmælum vegna dauða ungra svartra manna í haldi lögreglunnar. Sérstaklega að því leyti að þau hafa einnig og meira en áður snúist að kerfisbundnum vanda þeldökkra Bandaríkjamanna. Mótmælin og reiðin vegna dauða George Floyd hafi ekki fylgt þeirri formúlum sem Bandaríkjamenn voru orðnir vanir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30
Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45
„I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00