Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 14:27 Ekki voru gefin út tilmæli um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins á Bretlandi fyrr en 23. mars, nokkru eftir að önnur ríki höfðu þegar gripið til slíkra aðgerða. Vísir/EPA Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. Bresk stjórnvöld gripu töluvert seinna til aðgerða eins og að gefa út fyrirmæli um að fólk héldi sig heima en önnur Evrópuríki. Það var ekki gert fyrr en 23. mars en á þeim tíma er áætlað að um 100.000 manns hafi smitast á dag. John Edmunds, vísindaráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist nú iðrast þess. „Ég vildi að við hefðum sett útgöngubann á fyrr. Ég held að þetta hafi kostað mörg mannslíf, því miður,“ sagði Edmunds í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Engu að síður heldur hann því fram að erfitt hefði verið fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða fyrr í ljósi gagnanna sem hún hafði í höndunum þá. Takmörkuð skimun átti sér þá stað. Næstflest dauðsföll í kórónuveirufaraldrinum í heiminum hafa orðið á Bretlandi, rúmlega 40.500 samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, brást við ummælum Edmunds, með þeim orðum að ríkisstjórnin hefði brugðist rétt við faraldrinum miðað við þær upplýsingar sem hún hafði á sínum tíma. Boris Johnson, forsætisráðherra, hyggst tilkynna um frekari tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi mánudaginn 15. júní á næstu dögum. Þá er búist við að verslanir sem voru ekki skilgreindar sem nauðsynlega fái grænt ljós á að opna og tilbeiðslustaðir fá að bjóða fólki upp á að fólk biðji í einrúmi. Í þessari viku verða sumir skólar opnaðir og tilmæli um hversu margt fólk frá sama heimili getur hitt verða rýmkuð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. Bresk stjórnvöld gripu töluvert seinna til aðgerða eins og að gefa út fyrirmæli um að fólk héldi sig heima en önnur Evrópuríki. Það var ekki gert fyrr en 23. mars en á þeim tíma er áætlað að um 100.000 manns hafi smitast á dag. John Edmunds, vísindaráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist nú iðrast þess. „Ég vildi að við hefðum sett útgöngubann á fyrr. Ég held að þetta hafi kostað mörg mannslíf, því miður,“ sagði Edmunds í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Engu að síður heldur hann því fram að erfitt hefði verið fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða fyrr í ljósi gagnanna sem hún hafði í höndunum þá. Takmörkuð skimun átti sér þá stað. Næstflest dauðsföll í kórónuveirufaraldrinum í heiminum hafa orðið á Bretlandi, rúmlega 40.500 samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, brást við ummælum Edmunds, með þeim orðum að ríkisstjórnin hefði brugðist rétt við faraldrinum miðað við þær upplýsingar sem hún hafði á sínum tíma. Boris Johnson, forsætisráðherra, hyggst tilkynna um frekari tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi mánudaginn 15. júní á næstu dögum. Þá er búist við að verslanir sem voru ekki skilgreindar sem nauðsynlega fái grænt ljós á að opna og tilbeiðslustaðir fá að bjóða fólki upp á að fólk biðji í einrúmi. Í þessari viku verða sumir skólar opnaðir og tilmæli um hversu margt fólk frá sama heimili getur hitt verða rýmkuð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira