Þunglyndiseinkenni tvöfalt tíðari í heimahjúkrun en á öldrunarheimilum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2020 11:45 Doctor examining patient in wheelchair Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Ástdís Pálsdóttir Bang, útskriftarnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í náminu. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman tíðni þunglyndis hjá öldruðum sem búa annars vegar á öldrunarheimilum og hins vegar í heimahjúkrun. 1573 einstaklingar á öllum öldrunarheimilum landsins voru í þýðinu, sem og 221 einstaklingur sem fékk heimahjúkrunarþjónustu í sex sveitarfélögum landsins; Akureyri, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Rangárþing, Selfoss og Reykjavík. Gögnin sem unnið er með í rannsókninni eru frá 2017 og eru fengin úr gagnagrunni Landlæknis og byggir á RAI-matstækinu sem metur heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra. „Niðurstöðurnar sýndu að 9,6% þeirra einstaklinga sem bjuggu á öldrunarheimilunum sýndu einkenni þunglyndis á móti 17,2% einstaklinga sem fengu heimahjúkrunarþjónustu“ Aðspurð hvað hægt sé að lesa í þetta segir Ástdís: „Það sem við lesum í þetta er að félagslegur stuðningur sé mögulega meiri hjá þeim sem eru á öldrunarheimilunum og einnig iðjan og iðjuþjálfunin á öldrunarheimilunum á Íslandi er bara mjög góð. Og það er reglulega prógrammeruð dagskrá og það er verið að reyna að fá aldraða einstaklinga í þessa virkni af því virkniþjálfun er svo mikill og stór þáttur í að vinna með þunglyndiseinkenni. Það getur verið að þeir sem eru heima séu ekki að sækja sér þá félagsþjónustu sem er í boði og einangrist meira þar af leiðandi.“ Ástdís segist setja spurningarmerki við mikla þunglyndislyfjanotkun inni á öldrunarheimilunum. „Vegna þess að við sáum það í rannsókninni að það er 55% þunglyndislyfjanotkun inn á öldrunarheimilunum og 32% í heimahjúkrunarþjónustu og það er svolítið hátt miðað við að það sé 9,6% þunglyndistíðni inn á öldrunarheimilunum,“ segir Ástdís. Málefni aldraðra eru Ástdísi afar hugfólgin. Hún starfaði lengi vel á öldrunarheimilum og var mikið í kringum aldraða. Henni sárnaði að viðkvæðið væri gjarnan að depurðareinkenni fylgdu bara því að eldast. Ástdís segir það af og frá. Þá segir hún einnig íslenskar rannsóknir á andlegri líðan aldraðra einstaklinga skorta. „Þetta finnst mér svo rangt viðhorf og á ekki að vera. Mér fannst þurfa að skoða þetta nánar og vekja athygli á því að alveg sama hvort þú sért áttatíu ára eða fimmtán þá áttu alveg sama rétt á því að vera hamingjusamu Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Ástdís Pálsdóttir Bang, útskriftarnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í náminu. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman tíðni þunglyndis hjá öldruðum sem búa annars vegar á öldrunarheimilum og hins vegar í heimahjúkrun. 1573 einstaklingar á öllum öldrunarheimilum landsins voru í þýðinu, sem og 221 einstaklingur sem fékk heimahjúkrunarþjónustu í sex sveitarfélögum landsins; Akureyri, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Rangárþing, Selfoss og Reykjavík. Gögnin sem unnið er með í rannsókninni eru frá 2017 og eru fengin úr gagnagrunni Landlæknis og byggir á RAI-matstækinu sem metur heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra. „Niðurstöðurnar sýndu að 9,6% þeirra einstaklinga sem bjuggu á öldrunarheimilunum sýndu einkenni þunglyndis á móti 17,2% einstaklinga sem fengu heimahjúkrunarþjónustu“ Aðspurð hvað hægt sé að lesa í þetta segir Ástdís: „Það sem við lesum í þetta er að félagslegur stuðningur sé mögulega meiri hjá þeim sem eru á öldrunarheimilunum og einnig iðjan og iðjuþjálfunin á öldrunarheimilunum á Íslandi er bara mjög góð. Og það er reglulega prógrammeruð dagskrá og það er verið að reyna að fá aldraða einstaklinga í þessa virkni af því virkniþjálfun er svo mikill og stór þáttur í að vinna með þunglyndiseinkenni. Það getur verið að þeir sem eru heima séu ekki að sækja sér þá félagsþjónustu sem er í boði og einangrist meira þar af leiðandi.“ Ástdís segist setja spurningarmerki við mikla þunglyndislyfjanotkun inni á öldrunarheimilunum. „Vegna þess að við sáum það í rannsókninni að það er 55% þunglyndislyfjanotkun inn á öldrunarheimilunum og 32% í heimahjúkrunarþjónustu og það er svolítið hátt miðað við að það sé 9,6% þunglyndistíðni inn á öldrunarheimilunum,“ segir Ástdís. Málefni aldraðra eru Ástdísi afar hugfólgin. Hún starfaði lengi vel á öldrunarheimilum og var mikið í kringum aldraða. Henni sárnaði að viðkvæðið væri gjarnan að depurðareinkenni fylgdu bara því að eldast. Ástdís segir það af og frá. Þá segir hún einnig íslenskar rannsóknir á andlegri líðan aldraðra einstaklinga skorta. „Þetta finnst mér svo rangt viðhorf og á ekki að vera. Mér fannst þurfa að skoða þetta nánar og vekja athygli á því að alveg sama hvort þú sért áttatíu ára eða fimmtán þá áttu alveg sama rétt á því að vera hamingjusamu
Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30