Gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 12:15 Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það sem við erum að sjá í þessari rannsókn er að ung fólk á Íslandi eða unglingar eru að sofa of lítið og þetta er auðvitað það sama og við höfum séð síðustu ár en það er verði að spyrja mun ítarlegra um svefninn núna og erum því með fleiri upplýsingar og við erum að tengja þetta við ýmsa þætti þar á meðal skjátíma, koffínneyslu, andlega og líkamlega heilsu. Þar kemur fram að þeir sem sofa of lítið er líka sá hópur sem metur andlega og líkamlega heilsu sína verri of neytir meiri orkudrykkja og er að verja meiri tíma í skjá,“ sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsónum hjá Betri svefn. Hún segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða. „Umræðan hefur verið mikil um svefn og það er vitundavakning sem maður finnur fyrir og fólk er almenn að verða meðvitað um að svefninn skiptir máli. Við höfum kannski ekki farið í nægilega markvissar aðgerðir og ég held að það sé það sem fyrst og fremst þurfi að gera. Það þarf að efla fræðslu og við þurfum að koma fræðslu um svefn í námskrá og byrja strax í fyrsta bekk. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að síast inn og eins og ég segi við höfum kannski ekki gripið til nógu markvissra aðgerða hvað þetta varðar,“ sagði Erla. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. Einnig hafi orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna og ungmenna. „Við höfum séð gögn frá landlæknisembættinu þar sem þau taka gögn frá lyfjaskrá þar sem er sýnt að það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna. Þá erum við að tala um börn mikið yngri alveg niður í 4 ára. Það er bara mörg hundruð prósenta aukning á þessari notkun ef við horfum bara á síðasta áratug. Það er auðvitað mikið áhyggjuefnið því ef börn eru að glíma við svefnvanda þá eiga svefnlyf að vera algjört neyðarúrræði og notuð í takmarkaðan tíma á meðan verið er að rétta af og í rauninni á að vera búið að reyna að gera allt annað fyrst,“ sagði Erla. Sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn. Heilsa Svefn Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það sem við erum að sjá í þessari rannsókn er að ung fólk á Íslandi eða unglingar eru að sofa of lítið og þetta er auðvitað það sama og við höfum séð síðustu ár en það er verði að spyrja mun ítarlegra um svefninn núna og erum því með fleiri upplýsingar og við erum að tengja þetta við ýmsa þætti þar á meðal skjátíma, koffínneyslu, andlega og líkamlega heilsu. Þar kemur fram að þeir sem sofa of lítið er líka sá hópur sem metur andlega og líkamlega heilsu sína verri of neytir meiri orkudrykkja og er að verja meiri tíma í skjá,“ sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsónum hjá Betri svefn. Hún segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða. „Umræðan hefur verið mikil um svefn og það er vitundavakning sem maður finnur fyrir og fólk er almenn að verða meðvitað um að svefninn skiptir máli. Við höfum kannski ekki farið í nægilega markvissar aðgerðir og ég held að það sé það sem fyrst og fremst þurfi að gera. Það þarf að efla fræðslu og við þurfum að koma fræðslu um svefn í námskrá og byrja strax í fyrsta bekk. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að síast inn og eins og ég segi við höfum kannski ekki gripið til nógu markvissra aðgerða hvað þetta varðar,“ sagði Erla. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. Einnig hafi orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna og ungmenna. „Við höfum séð gögn frá landlæknisembættinu þar sem þau taka gögn frá lyfjaskrá þar sem er sýnt að það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna. Þá erum við að tala um börn mikið yngri alveg niður í 4 ára. Það er bara mörg hundruð prósenta aukning á þessari notkun ef við horfum bara á síðasta áratug. Það er auðvitað mikið áhyggjuefnið því ef börn eru að glíma við svefnvanda þá eiga svefnlyf að vera algjört neyðarúrræði og notuð í takmarkaðan tíma á meðan verið er að rétta af og í rauninni á að vera búið að reyna að gera allt annað fyrst,“ sagði Erla. Sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn.
Heilsa Svefn Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira