„Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 15:16 Wanda Cooper-Jones, móðir Ahmaud Arbery, og S. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar. AP/Stephen B. Morton „Ég ímynda mér oft hvernig síðustu mínútur lífs sonar míns voru. Ég ímyndaði mér ekki að þær hefði verið svona erfiðar,“ sagði Wanda Cooper, móðir Ahmaud Arbery. Hann var skotinn til bana þegar hann fór út að skokka í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja varpaði frekari ljósi á dauða Arbery. Meðal annars hefur komið í ljós að mennirnir eltu Arbery um víðan völl og óku þeir nokkrum sinnum fyrir hann. Skömmu áður en Travis McMichael skaut Arbery til bana ók Bryan á hann. Bryan segir að Arbery hafi reynt að hlaupa undan þeim og meðal annars stokkið ofan í skurð til að komast undan mönnunum þremur. Á einum tímapunkti varð hann fyrir bíl Bryan og sneri við. Þá fór Travis úr bílnum sem feðgarnir voru í og til átaka kom á milli hans og Arbery, sem endaði með því að Travis skaut Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. Í samtali við Chris Cuomo á CNN í gærkvöldi sagði Wanda Cooper að sonur sinn hafi reynt að hlaupa til að bjarga lífi sínu. Þegar hann hafi ekki getað hlaupið lengra hafi hann reynt að berjast fyrir lífi sínu. Þá hafi hann verið myrtur. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar segir málflutninginn hafa sýnt fram á að mennirnir þrír hafi vísvitandi myrt Arbery og að hatur hafi drifið þá áfram. Cooper sagðist einnig vonast til þess að dauði sonar hennar og George Floyd muni leiða til varanlegra breytinga í Bandaríkjunum. Þær séu nauðsynlegar svo fleiri þeldökkir Bandaríkjamenn deyi ekki á þennan hátt. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. Ahmaud Arbery's mother says the claim Travis McMichael used the N-word after shooting her son leaves her speechless."He... ran for his life. When he couldn't run anymore, he had to fight. And then after he fought, he was killed. It's very hard to know that he endured that." pic.twitter.com/n6d6TX56Nc— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) June 5, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
„Ég ímynda mér oft hvernig síðustu mínútur lífs sonar míns voru. Ég ímyndaði mér ekki að þær hefði verið svona erfiðar,“ sagði Wanda Cooper, móðir Ahmaud Arbery. Hann var skotinn til bana þegar hann fór út að skokka í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. Þrír menn voru handteknir vegna dauða Arbery, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan. Þeir eltu Arbery eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Arbery var skotinn til bana 23. febrúar en þremenningarnir voru ekki handteknir fyrr en 7. maí eftir að málið vakti heimsathygli þegar myndband sem Bryan tók fór í umferð á samfélagsmiðlum. Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja varpaði frekari ljósi á dauða Arbery. Meðal annars hefur komið í ljós að mennirnir eltu Arbery um víðan völl og óku þeir nokkrum sinnum fyrir hann. Skömmu áður en Travis McMichael skaut Arbery til bana ók Bryan á hann. Bryan segir að Arbery hafi reynt að hlaupa undan þeim og meðal annars stokkið ofan í skurð til að komast undan mönnunum þremur. Á einum tímapunkti varð hann fyrir bíl Bryan og sneri við. Þá fór Travis úr bílnum sem feðgarnir voru í og til átaka kom á milli hans og Arbery, sem endaði með því að Travis skaut Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. Í samtali við Chris Cuomo á CNN í gærkvöldi sagði Wanda Cooper að sonur sinn hafi reynt að hlaupa til að bjarga lífi sínu. Þegar hann hafi ekki getað hlaupið lengra hafi hann reynt að berjast fyrir lífi sínu. Þá hafi hann verið myrtur. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldunnar segir málflutninginn hafa sýnt fram á að mennirnir þrír hafi vísvitandi myrt Arbery og að hatur hafi drifið þá áfram. Cooper sagðist einnig vonast til þess að dauði sonar hennar og George Floyd muni leiða til varanlegra breytinga í Bandaríkjunum. Þær séu nauðsynlegar svo fleiri þeldökkir Bandaríkjamenn deyi ekki á þennan hátt. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. Ahmaud Arbery's mother says the claim Travis McMichael used the N-word after shooting her son leaves her speechless."He... ran for his life. When he couldn't run anymore, he had to fight. And then after he fought, he was killed. It's very hard to know that he endured that." pic.twitter.com/n6d6TX56Nc— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) June 5, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22 Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27 Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Maðurinn á bak við myndavélina ákærður William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. 21. maí 2020 22:22
Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna íhugar hvort kæra eigi feðgana Gregory og Travis McMichales fyrir hatursglæp. 11. maí 2020 19:27
Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. 11. maí 2020 07:41
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila