Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2020 21:18 Útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri eru ósáttir við Tripical. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Útskriftarferðir útskriftarnema framhaldsskóla eru yfirleitt einn af hápunktum skólagöngunnar og þar er Menntaskólinn á Akureyri engin undantekning. Í nóvember bókuðu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní, eða næsta mánudag, í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddu þeir um 200.000 krónur fyrir ferðina. Eftir áramót skall kórónuveirufaraldurinn svo á og öll ferðaplön riðluðust. Ekki var hægt að ferðast til Ítalíu sem lokaði landamærum sínum. „Það eru náttúrulega allir brjálaðir“ Eftir dúk og disk fengu nemendur fund með Tripical þann 4. maí síðastliðinn og í samtali við Vísi segir Edda Kristín Bergþórsdóttir, sem er í forsvari fyrir ferðanefndina, að þar hafi forsvarsmenn Tripical gefið skýrt til kynna að ekki yrði farið í ferðina. „Við vorum búin að fara á fund með þeim og þá var ljóst að við værum ekkert að fara í ferðina því að landamærin á Ítalíu voru lokuð og hótelið var lokað og allir staðirnir, allt var lokað. Þá sögðu þau okkur að við myndum fá endurgreitt ef að frumvarpið með ferðaskrifstofurnar yrði ekki samþykkt. Ef það yrði samþykkt myndum fá inneignarnótu,“ segir Edda. Frá Cremona á Ítalíu frá því í febrúar.AP/Claudio Furlan/Lapresse Í dag greindu fjölmiðlar frá því að frumvarpið sem um ræðir myndi líklega ekki komast í gegnum þingið. Síðdegis í dag barst nemendum svo tölvupóstur frá Tripical, fyrstu samskiptin frá því að umræddur fundur var haldin, þrátt fyrir að nemendur hafi ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum fyrirtækisins. Í tölvupóstinum er bent á að umræddri útskriftarferð hafi hvorki verið breytt né afbókuð. Búið sé að opna landamæri Ítalíu og því sé ferðin enn á dagskrá. „Ítalía hefur opnað landamæri sín og í dag er ljóst að mögulegt er að fara í fyrirhugaða útskriftarferð. Ferð útskriftarnema MA til Ítalíu er enn þá bókuð og hefur hvorki verið breytt né aflýst. Því stendur ekkert í vegi fyrir því fara í umrædda ferð eins og hún var bókuð til Ítalíu þann 8. júní nk. Það er Tripical því ánægjuefni að tilkynna að ferðin verður farinn nema ef nemendur óska eftir breytingum á ferðinni,“ segir í póstinum Fá nemendur minna en sólahring til þess að velja á milli fjögurra kosta, enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru eftirfarandi: 1. Costa del Hella, fimm daga fordæmalaus innanlands útskriftargleði með skemmtiviðburðum á íslenskan máta. Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um Costa del Hella og hvað er innifalið í útskriftargleðinni. Costa del Hella 2. Fara í ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar (júlí/ágúst/september). 3. Fara í útskriftarferð til Ítalíu eða Krítar 2021. 4. Fá inneign sem hægt er að nýta í ferð með Tripical næstu 48 mánuði. Edda reiknar ekki með öðru en að flestir nemendur MA muni hafna þessum kostum. „Við ætlum allavega að gera það. Við þurfum bara að fá lögfræðinga í þetta og hjóla í þetta því þetta gengur ekki,“ segir hún. Hljóðið í nemendum sé þungt enda fáir reiðubúnir til þess að ferðast Ítalíu, þar sem faraldurinn var hvað skæðastur. „Það eru náttúrulega allir brjálaðir. Það vilja allir fá endurgreitt. Þetta eru 40 milljónir sem Tripical er að fá frá okkur,“ segir Edda sem er harðorð í garð Tripical vegna samskiptaleysis af hálfu starfsmanna ferðaskrifstofunnar. Þannig viti nemenendur til dæmis ekki hvort enn sé áætlað að fara frá Akureyri eða ekki næstkomandi mánudag, eins og upprunalega var gert ráð fyrir. „Þau hafa ekkert verið að svara póstum frá okkur í nokkrar vikur. Við fengum þennan fund og síðan erum við ekkert búin að heyra neitt meira frá þeim. Við bara fengum engan póst fyrr en að þau sendu þetta í dag.“ Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Útskriftarferðir útskriftarnema framhaldsskóla eru yfirleitt einn af hápunktum skólagöngunnar og þar er Menntaskólinn á Akureyri engin undantekning. Í nóvember bókuðu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní, eða næsta mánudag, í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddu þeir um 200.000 krónur fyrir ferðina. Eftir áramót skall kórónuveirufaraldurinn svo á og öll ferðaplön riðluðust. Ekki var hægt að ferðast til Ítalíu sem lokaði landamærum sínum. „Það eru náttúrulega allir brjálaðir“ Eftir dúk og disk fengu nemendur fund með Tripical þann 4. maí síðastliðinn og í samtali við Vísi segir Edda Kristín Bergþórsdóttir, sem er í forsvari fyrir ferðanefndina, að þar hafi forsvarsmenn Tripical gefið skýrt til kynna að ekki yrði farið í ferðina. „Við vorum búin að fara á fund með þeim og þá var ljóst að við værum ekkert að fara í ferðina því að landamærin á Ítalíu voru lokuð og hótelið var lokað og allir staðirnir, allt var lokað. Þá sögðu þau okkur að við myndum fá endurgreitt ef að frumvarpið með ferðaskrifstofurnar yrði ekki samþykkt. Ef það yrði samþykkt myndum fá inneignarnótu,“ segir Edda. Frá Cremona á Ítalíu frá því í febrúar.AP/Claudio Furlan/Lapresse Í dag greindu fjölmiðlar frá því að frumvarpið sem um ræðir myndi líklega ekki komast í gegnum þingið. Síðdegis í dag barst nemendum svo tölvupóstur frá Tripical, fyrstu samskiptin frá því að umræddur fundur var haldin, þrátt fyrir að nemendur hafi ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum fyrirtækisins. Í tölvupóstinum er bent á að umræddri útskriftarferð hafi hvorki verið breytt né afbókuð. Búið sé að opna landamæri Ítalíu og því sé ferðin enn á dagskrá. „Ítalía hefur opnað landamæri sín og í dag er ljóst að mögulegt er að fara í fyrirhugaða útskriftarferð. Ferð útskriftarnema MA til Ítalíu er enn þá bókuð og hefur hvorki verið breytt né aflýst. Því stendur ekkert í vegi fyrir því fara í umrædda ferð eins og hún var bókuð til Ítalíu þann 8. júní nk. Það er Tripical því ánægjuefni að tilkynna að ferðin verður farinn nema ef nemendur óska eftir breytingum á ferðinni,“ segir í póstinum Fá nemendur minna en sólahring til þess að velja á milli fjögurra kosta, enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru eftirfarandi: 1. Costa del Hella, fimm daga fordæmalaus innanlands útskriftargleði með skemmtiviðburðum á íslenskan máta. Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um Costa del Hella og hvað er innifalið í útskriftargleðinni. Costa del Hella 2. Fara í ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar (júlí/ágúst/september). 3. Fara í útskriftarferð til Ítalíu eða Krítar 2021. 4. Fá inneign sem hægt er að nýta í ferð með Tripical næstu 48 mánuði. Edda reiknar ekki með öðru en að flestir nemendur MA muni hafna þessum kostum. „Við ætlum allavega að gera það. Við þurfum bara að fá lögfræðinga í þetta og hjóla í þetta því þetta gengur ekki,“ segir hún. Hljóðið í nemendum sé þungt enda fáir reiðubúnir til þess að ferðast Ítalíu, þar sem faraldurinn var hvað skæðastur. „Það eru náttúrulega allir brjálaðir. Það vilja allir fá endurgreitt. Þetta eru 40 milljónir sem Tripical er að fá frá okkur,“ segir Edda sem er harðorð í garð Tripical vegna samskiptaleysis af hálfu starfsmanna ferðaskrifstofunnar. Þannig viti nemenendur til dæmis ekki hvort enn sé áætlað að fara frá Akureyri eða ekki næstkomandi mánudag, eins og upprunalega var gert ráð fyrir. „Þau hafa ekkert verið að svara póstum frá okkur í nokkrar vikur. Við fengum þennan fund og síðan erum við ekkert búin að heyra neitt meira frá þeim. Við bara fengum engan póst fyrr en að þau sendu þetta í dag.“
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira