Góðir hlutir gerast hægt Eymundur L. Eymundsson skrifar 4. júní 2020 19:00 Ég er fæddur 1967 og hef verið með slitgigt frá 1994. Árið 2005 þurfti ég að fara á verkjasvið inn á Kristnes í Eyjarfirði þegar mjaðmaliðaskipting númer tvö heppnaðist ekki nógu vel. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég myndi eignast það líf sem ég hef í dag eftir alla þá hjálp sem ég hef fengið frá 2005. Á Kristnesi voru mér réttir bæklingar um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það er óhætt að segja á þeim tíma var ég þakklátur að glíma við slitgigt og verki. Það kom nefnilega í ljós þegar ég las þessa bæklinga að ég var að lesa um mig frá A til Ö. Að vera orðinn 38 ára gamall og sjá ástæður fyrir minni vanlíðan fyrir forðunarhegðun var mér ómetanlegt. Allur sá feluleikur sem ég hafði stundað frá barnsaldri var hægt að vinna með svo ég kæmist út úr myrkrinu til að vera þáttakandi í lífinu. Sem dæmi þorði ég ekki á húsfundi þar sem ég bjó í 11 íbúða fjölbýli nema vera búinn að fá mér nokkra bjóra. Í dag er ég formaður húsfélags þar sem 23 íbúðir eru. Ég forðaðist að taka þátt í flestu sem fjölskyldan mín var að gera. Í eitt skipti var yngsta systir mín að skíra eldri dóttur sína í kirkju og ég þorði ekki í kirkjuna en drakk nokkra bjóra til að mæta í skírnarveisluna og leið ömurlega þar sem ég þráði að taka þátt í öllu. En 2008 var sama systir að skíra yngri dóttur sína og þá stóð ég upp við altari sem guðfaðir og tók þátt í öllu og leið vel með. Nú er árið 2020 og ég stofnaði Grófina árið 2013 ásamt góðu fólki og er nú formaður stjórnar Grófarinnar sem er staður þar sem fólk sem glímir við geðræna erfiðleika hittir aðra í sömu sporum til að efla sína geðheilsu, ekki ólíkt krabbameinsfélagi Akureyrar. Ég hef menntað mig og er þátttakandi í samfélaginu og geri mitt besta til að rjúfa þögnina svo aðrir treysti sér til að leita sér hjálpar. Það er eitt að vita hvað hrjáir mann og svo er annað að framkvæma og ekki síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi eins og t.d. við krabbameini. Fólk fer mismunandi leiðir en að upplýsa samfélagið og losna við skömmina getur byggt upp líf og bjargað mannslífum. Ég var heppinn að lifa af með þá vanlíðan sem stjórnaði mínu lífi frá barnsaldri en get alveg sagt að ég er langþreyttur á verkjum og kvölum sem fylgja slitgigt. Mig langaði að deila með dæmum sem vonandi hjálpar öðrum að vita að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast við lífið. Ef þið viljið vita meira þá er margt til í dag af greinum og viðtölum sem ég hef farið í síðustu ár til að auka skilning og rjúfa þá þögn sem hefur ríkt um andlega vanlíðan. Ég gef vonandi öðrum von og Grófin er ágætur staður þar sem fólk getur unnið í sjálfu sér. Góðir hlutir gerast hægt, dropinn fyllir steininn og gott er að sjá glasið hálffullt í staðinn fyrir hálftómt. Höfundur er formaður stjórnar Grófarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fæddur 1967 og hef verið með slitgigt frá 1994. Árið 2005 þurfti ég að fara á verkjasvið inn á Kristnes í Eyjarfirði þegar mjaðmaliðaskipting númer tvö heppnaðist ekki nógu vel. Ég vissi ekki á þeim tíma að ég myndi eignast það líf sem ég hef í dag eftir alla þá hjálp sem ég hef fengið frá 2005. Á Kristnesi voru mér réttir bæklingar um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það er óhætt að segja á þeim tíma var ég þakklátur að glíma við slitgigt og verki. Það kom nefnilega í ljós þegar ég las þessa bæklinga að ég var að lesa um mig frá A til Ö. Að vera orðinn 38 ára gamall og sjá ástæður fyrir minni vanlíðan fyrir forðunarhegðun var mér ómetanlegt. Allur sá feluleikur sem ég hafði stundað frá barnsaldri var hægt að vinna með svo ég kæmist út úr myrkrinu til að vera þáttakandi í lífinu. Sem dæmi þorði ég ekki á húsfundi þar sem ég bjó í 11 íbúða fjölbýli nema vera búinn að fá mér nokkra bjóra. Í dag er ég formaður húsfélags þar sem 23 íbúðir eru. Ég forðaðist að taka þátt í flestu sem fjölskyldan mín var að gera. Í eitt skipti var yngsta systir mín að skíra eldri dóttur sína í kirkju og ég þorði ekki í kirkjuna en drakk nokkra bjóra til að mæta í skírnarveisluna og leið ömurlega þar sem ég þráði að taka þátt í öllu. En 2008 var sama systir að skíra yngri dóttur sína og þá stóð ég upp við altari sem guðfaðir og tók þátt í öllu og leið vel með. Nú er árið 2020 og ég stofnaði Grófina árið 2013 ásamt góðu fólki og er nú formaður stjórnar Grófarinnar sem er staður þar sem fólk sem glímir við geðræna erfiðleika hittir aðra í sömu sporum til að efla sína geðheilsu, ekki ólíkt krabbameinsfélagi Akureyrar. Ég hef menntað mig og er þátttakandi í samfélaginu og geri mitt besta til að rjúfa þögnina svo aðrir treysti sér til að leita sér hjálpar. Það er eitt að vita hvað hrjáir mann og svo er annað að framkvæma og ekki síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi eins og t.d. við krabbameini. Fólk fer mismunandi leiðir en að upplýsa samfélagið og losna við skömmina getur byggt upp líf og bjargað mannslífum. Ég var heppinn að lifa af með þá vanlíðan sem stjórnaði mínu lífi frá barnsaldri en get alveg sagt að ég er langþreyttur á verkjum og kvölum sem fylgja slitgigt. Mig langaði að deila með dæmum sem vonandi hjálpar öðrum að vita að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að fá hjálp til að takast við lífið. Ef þið viljið vita meira þá er margt til í dag af greinum og viðtölum sem ég hef farið í síðustu ár til að auka skilning og rjúfa þá þögn sem hefur ríkt um andlega vanlíðan. Ég gef vonandi öðrum von og Grófin er ágætur staður þar sem fólk getur unnið í sjálfu sér. Góðir hlutir gerast hægt, dropinn fyllir steininn og gott er að sjá glasið hálffullt í staðinn fyrir hálftómt. Höfundur er formaður stjórnar Grófarinnar á Akureyri.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun