Gerir ekki ráð fyrir að frumvarp um inneignarnótur verði afgreitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 18:42 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur nú blasa við að frumvarp hennar um inneignarnótur frá ferðaskrifstofum hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi. Hún gerir ekki ráð fyrir að það verði afgreitt. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í aðgerðapakka íslensku ríkisstjórnarinnar í lok apríl síðastliðinn voru kynntar hugmyndir um að ferðaskrifstofur mættu veita viðskiptavinum inneign vegna ferða sem aflýsa þurfti vegna faraldurs kórónuveiru. Frumvarp ferðamálaráðherra þess efnis liggur nú inni í nefnd. Þórdís bendir á í færslu sinni að danska ríkisstjórnin sé hætt við að leyfa ferðaskrifstofum að endurgreiða viðskiptavinum með inneignarnótum. Ákvörðun um þetta hafi verið kynnt með vísan til afstöðu Evrópusambandsins. Þá segir Þórdís að viðbúið hefði verið að frumvarpið sem hún lagði fram á þingi yrði umdeilt, sem það var. Mögulega hefði verið hægt að koma til móts við báðar hliða rmálsins, þ.e. rétt neytenda og ferðaskrifstofa, „á kostnað skattgreiðenda, með því að aflétta ekki bara skyldunni um endurgreiðslu í peningum af fyrirtækjunum heldur innleiða samtímis ríkisábyrgð á kröfum neytenda. Niðurstaðan var að gera það ekki,“ segir Þórdís. „Mér sýnist nú ljóst að frumvarpið sem ég lagði fram hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi.“ Samhliða þessu sjáist vísbendingar um að verið sé að hverfa frá þessari leið í nágrannalöndunum, samanber nýjustu tíðindi frá Danmörku. Aðstæður hafi einnig breyst frá því að frumvarpið var samið og lagt fram. „Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferðalög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vetur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landamæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var líklegt fyrir fáeinum vikum. Það þýðir væntanlega að ferðaskrifstofur standa frammi fyrir færri afbókunum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður segir,“ segir Þórdís. „Ég hef staðið með frumvarpinu eins og það var lagt fram en það hefur ekki stuðning. Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur nú blasa við að frumvarp hennar um inneignarnótur frá ferðaskrifstofum hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi. Hún gerir ekki ráð fyrir að það verði afgreitt. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í aðgerðapakka íslensku ríkisstjórnarinnar í lok apríl síðastliðinn voru kynntar hugmyndir um að ferðaskrifstofur mættu veita viðskiptavinum inneign vegna ferða sem aflýsa þurfti vegna faraldurs kórónuveiru. Frumvarp ferðamálaráðherra þess efnis liggur nú inni í nefnd. Þórdís bendir á í færslu sinni að danska ríkisstjórnin sé hætt við að leyfa ferðaskrifstofum að endurgreiða viðskiptavinum með inneignarnótum. Ákvörðun um þetta hafi verið kynnt með vísan til afstöðu Evrópusambandsins. Þá segir Þórdís að viðbúið hefði verið að frumvarpið sem hún lagði fram á þingi yrði umdeilt, sem það var. Mögulega hefði verið hægt að koma til móts við báðar hliða rmálsins, þ.e. rétt neytenda og ferðaskrifstofa, „á kostnað skattgreiðenda, með því að aflétta ekki bara skyldunni um endurgreiðslu í peningum af fyrirtækjunum heldur innleiða samtímis ríkisábyrgð á kröfum neytenda. Niðurstaðan var að gera það ekki,“ segir Þórdís. „Mér sýnist nú ljóst að frumvarpið sem ég lagði fram hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi.“ Samhliða þessu sjáist vísbendingar um að verið sé að hverfa frá þessari leið í nágrannalöndunum, samanber nýjustu tíðindi frá Danmörku. Aðstæður hafi einnig breyst frá því að frumvarpið var samið og lagt fram. „Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferðalög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vetur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landamæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var líklegt fyrir fáeinum vikum. Það þýðir væntanlega að ferðaskrifstofur standa frammi fyrir færri afbókunum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður segir,“ segir Þórdís. „Ég hef staðið með frumvarpinu eins og það var lagt fram en það hefur ekki stuðning. Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21
Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03