Búast við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2020 20:00 Ný afeitrunardeild er í sama húsi og geðdeildin vísir/vilhelm Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. Deildin heyrir undir fíknigeðdeild sjúkrahússins og verður áhersla lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Þar eru tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar en eftir það taka við önnur úrræði, svo sem Stuðlar. Nanna Breim, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítala segir tilkomu deildarinnar mikið framfaraskref í þjónustu við börnin. „Enda hefur verið mikil þörf á að efla þjónustu við unga einstaklinga í alvarlegri fíkniefnaneyslu,“ segir Nanna. Hingað til hafi börnin verið víðs vegar og hvergi í kerfinu. „Vissulega hafa börn verið á Stuðlum, bráðamóttöku og barnageðdeild en það hefur ekki verið svona markvisst utanumhald,“ segir Nanna. Þverfaglegt teymi mun sinna börnunum á meðan á dvöl stendur í samvinnu við BUGL. Einnig verður náið samstarf við Barnaverndarstofu og bráðamóttökuna. „Það var gert ráð fyrir því í forvinnunni að þetta gætu verið eitt til þrjú börn á viku og það er gert ráð fyrir því að þau séu hérna í einn til þrjá sólarhringa,“ segir Nanna. Gert er ráð fyrir að flestir séu á aldrinum 15 til 17 ára. „Það gætu komið einhvern yngri og við erum alveg við því búin,“ segir Nanna. Vissulega sé stórt inngrip í líf ungmenna að setja þau á lokaða deild. „Þess vegna höfum við virkilega lagt okkur fram við að gera deildina huggulega og heimilislega en jafnframt örugga svo það sé ekki hægt að skaða sig hér,“ segir Nanna. Heilbrigðismál Landspítalinn Fíkn Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. Deildin heyrir undir fíknigeðdeild sjúkrahússins og verður áhersla lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Þar eru tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar en eftir það taka við önnur úrræði, svo sem Stuðlar. Nanna Breim, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítala segir tilkomu deildarinnar mikið framfaraskref í þjónustu við börnin. „Enda hefur verið mikil þörf á að efla þjónustu við unga einstaklinga í alvarlegri fíkniefnaneyslu,“ segir Nanna. Hingað til hafi börnin verið víðs vegar og hvergi í kerfinu. „Vissulega hafa börn verið á Stuðlum, bráðamóttöku og barnageðdeild en það hefur ekki verið svona markvisst utanumhald,“ segir Nanna. Þverfaglegt teymi mun sinna börnunum á meðan á dvöl stendur í samvinnu við BUGL. Einnig verður náið samstarf við Barnaverndarstofu og bráðamóttökuna. „Það var gert ráð fyrir því í forvinnunni að þetta gætu verið eitt til þrjú börn á viku og það er gert ráð fyrir því að þau séu hérna í einn til þrjá sólarhringa,“ segir Nanna. Gert er ráð fyrir að flestir séu á aldrinum 15 til 17 ára. „Það gætu komið einhvern yngri og við erum alveg við því búin,“ segir Nanna. Vissulega sé stórt inngrip í líf ungmenna að setja þau á lokaða deild. „Þess vegna höfum við virkilega lagt okkur fram við að gera deildina huggulega og heimilislega en jafnframt örugga svo það sé ekki hægt að skaða sig hér,“ segir Nanna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Fíkn Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira