Búast við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2020 20:00 Ný afeitrunardeild er í sama húsi og geðdeildin vísir/vilhelm Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. Deildin heyrir undir fíknigeðdeild sjúkrahússins og verður áhersla lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Þar eru tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar en eftir það taka við önnur úrræði, svo sem Stuðlar. Nanna Breim, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítala segir tilkomu deildarinnar mikið framfaraskref í þjónustu við börnin. „Enda hefur verið mikil þörf á að efla þjónustu við unga einstaklinga í alvarlegri fíkniefnaneyslu,“ segir Nanna. Hingað til hafi börnin verið víðs vegar og hvergi í kerfinu. „Vissulega hafa börn verið á Stuðlum, bráðamóttöku og barnageðdeild en það hefur ekki verið svona markvisst utanumhald,“ segir Nanna. Þverfaglegt teymi mun sinna börnunum á meðan á dvöl stendur í samvinnu við BUGL. Einnig verður náið samstarf við Barnaverndarstofu og bráðamóttökuna. „Það var gert ráð fyrir því í forvinnunni að þetta gætu verið eitt til þrjú börn á viku og það er gert ráð fyrir því að þau séu hérna í einn til þrjá sólarhringa,“ segir Nanna. Gert er ráð fyrir að flestir séu á aldrinum 15 til 17 ára. „Það gætu komið einhvern yngri og við erum alveg við því búin,“ segir Nanna. Vissulega sé stórt inngrip í líf ungmenna að setja þau á lokaða deild. „Þess vegna höfum við virkilega lagt okkur fram við að gera deildina huggulega og heimilislega en jafnframt örugga svo það sé ekki hægt að skaða sig hér,“ segir Nanna. Heilbrigðismál Landspítalinn Fíkn Reykjavík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. Deildin heyrir undir fíknigeðdeild sjúkrahússins og verður áhersla lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Þar eru tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar en eftir það taka við önnur úrræði, svo sem Stuðlar. Nanna Breim, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítala segir tilkomu deildarinnar mikið framfaraskref í þjónustu við börnin. „Enda hefur verið mikil þörf á að efla þjónustu við unga einstaklinga í alvarlegri fíkniefnaneyslu,“ segir Nanna. Hingað til hafi börnin verið víðs vegar og hvergi í kerfinu. „Vissulega hafa börn verið á Stuðlum, bráðamóttöku og barnageðdeild en það hefur ekki verið svona markvisst utanumhald,“ segir Nanna. Þverfaglegt teymi mun sinna börnunum á meðan á dvöl stendur í samvinnu við BUGL. Einnig verður náið samstarf við Barnaverndarstofu og bráðamóttökuna. „Það var gert ráð fyrir því í forvinnunni að þetta gætu verið eitt til þrjú börn á viku og það er gert ráð fyrir því að þau séu hérna í einn til þrjá sólarhringa,“ segir Nanna. Gert er ráð fyrir að flestir séu á aldrinum 15 til 17 ára. „Það gætu komið einhvern yngri og við erum alveg við því búin,“ segir Nanna. Vissulega sé stórt inngrip í líf ungmenna að setja þau á lokaða deild. „Þess vegna höfum við virkilega lagt okkur fram við að gera deildina huggulega og heimilislega en jafnframt örugga svo það sé ekki hægt að skaða sig hér,“ segir Nanna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Fíkn Reykjavík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira