Búast við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2020 20:00 Ný afeitrunardeild er í sama húsi og geðdeildin vísir/vilhelm Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. Deildin heyrir undir fíknigeðdeild sjúkrahússins og verður áhersla lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Þar eru tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar en eftir það taka við önnur úrræði, svo sem Stuðlar. Nanna Breim, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítala segir tilkomu deildarinnar mikið framfaraskref í þjónustu við börnin. „Enda hefur verið mikil þörf á að efla þjónustu við unga einstaklinga í alvarlegri fíkniefnaneyslu,“ segir Nanna. Hingað til hafi börnin verið víðs vegar og hvergi í kerfinu. „Vissulega hafa börn verið á Stuðlum, bráðamóttöku og barnageðdeild en það hefur ekki verið svona markvisst utanumhald,“ segir Nanna. Þverfaglegt teymi mun sinna börnunum á meðan á dvöl stendur í samvinnu við BUGL. Einnig verður náið samstarf við Barnaverndarstofu og bráðamóttökuna. „Það var gert ráð fyrir því í forvinnunni að þetta gætu verið eitt til þrjú börn á viku og það er gert ráð fyrir því að þau séu hérna í einn til þrjá sólarhringa,“ segir Nanna. Gert er ráð fyrir að flestir séu á aldrinum 15 til 17 ára. „Það gætu komið einhvern yngri og við erum alveg við því búin,“ segir Nanna. Vissulega sé stórt inngrip í líf ungmenna að setja þau á lokaða deild. „Þess vegna höfum við virkilega lagt okkur fram við að gera deildina huggulega og heimilislega en jafnframt örugga svo það sé ekki hægt að skaða sig hér,“ segir Nanna. Heilbrigðismál Landspítalinn Fíkn Reykjavík Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. Deildin heyrir undir fíknigeðdeild sjúkrahússins og verður áhersla lögð á fjölskyldumiðaða þjónustu. Þar eru tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar en eftir það taka við önnur úrræði, svo sem Stuðlar. Nanna Breim, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítala segir tilkomu deildarinnar mikið framfaraskref í þjónustu við börnin. „Enda hefur verið mikil þörf á að efla þjónustu við unga einstaklinga í alvarlegri fíkniefnaneyslu,“ segir Nanna. Hingað til hafi börnin verið víðs vegar og hvergi í kerfinu. „Vissulega hafa börn verið á Stuðlum, bráðamóttöku og barnageðdeild en það hefur ekki verið svona markvisst utanumhald,“ segir Nanna. Þverfaglegt teymi mun sinna börnunum á meðan á dvöl stendur í samvinnu við BUGL. Einnig verður náið samstarf við Barnaverndarstofu og bráðamóttökuna. „Það var gert ráð fyrir því í forvinnunni að þetta gætu verið eitt til þrjú börn á viku og það er gert ráð fyrir því að þau séu hérna í einn til þrjá sólarhringa,“ segir Nanna. Gert er ráð fyrir að flestir séu á aldrinum 15 til 17 ára. „Það gætu komið einhvern yngri og við erum alveg við því búin,“ segir Nanna. Vissulega sé stórt inngrip í líf ungmenna að setja þau á lokaða deild. „Þess vegna höfum við virkilega lagt okkur fram við að gera deildina huggulega og heimilislega en jafnframt örugga svo það sé ekki hægt að skaða sig hér,“ segir Nanna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Fíkn Reykjavík Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira