Fjölskyldufaðirinn og Íslandsmeistarinn tengir lítið sem ekki neitt við tækninýjungar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 23:00 Beitir fagnar Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð ásamt syni sínum. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Markverðir eru ekki eins og fólk er flest, eða svo er oft sagt. Það á hins vegar vissulega við um Beiti Ólafsson, markvörð Íslandsmeistara KR. Hann var í skemmtilegu viðtali á vef Íslandsmeistaranna þar sem kemur fram að hann hefur lítinn áhuga á tækninýjunum, er með æfingaplanið á ísskápnum og elskar kröfurnar í Vesturbænum. Beitir kom óvænt inn í lið KR sumarið 2017 eftir að hafa verið hættur í fótbolta. Var það hans fyrsta tímabil í efstu deild. Stóð hann sig það vel að hann fékk áframhaldandi samning og varð síðan Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Sjá einnig: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika Rúnar setti töluverða pressu á Beiti fyrir síðustu leiktíð þar sem hann sagði að markvörðurinn væri sá besti í deildinni. Beitir virðist njóta sín undir pressu og er enn hungraður þó hann hafi landað þeim stóra í fyrra. „Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta afskaplega heillandi áskorun. Það er verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum á síðasta tímabili,“ sagði Beitir á vef KR. Hinn 34 ára gamli Beitir er tveggja barna faðir ásamt því að reka verktakafyrirtæki með fjölskyldu sinni. Þar mætir hann nær alla daga, líka á leikdegi. „Það fylgir sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara að dunda mér. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í erfiðum verkefnum daginn fyrir leik. Auk þess vinn ég sleitulaust yfir veturinn en á sumrin er þetta rólegra,“ sagði Beitir en hann glímdi við bakmeiðsli í vetur. Ásamt þvi að ræða hina margrómuðu sigurhefð og þær gífurlegu kröfur sem eru gerðar í Vesturbænum þá ræddi Beitir einnig dálæti sitt á tækni, eða skort þar á. Enda er markvörðurinn knái eflaust eini leikmaður Pepsi Max deildarinnar sem á ekki snjallsíma. „Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu.“ „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig,“ sagði Beitir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Markverðir eru ekki eins og fólk er flest, eða svo er oft sagt. Það á hins vegar vissulega við um Beiti Ólafsson, markvörð Íslandsmeistara KR. Hann var í skemmtilegu viðtali á vef Íslandsmeistaranna þar sem kemur fram að hann hefur lítinn áhuga á tækninýjunum, er með æfingaplanið á ísskápnum og elskar kröfurnar í Vesturbænum. Beitir kom óvænt inn í lið KR sumarið 2017 eftir að hafa verið hættur í fótbolta. Var það hans fyrsta tímabil í efstu deild. Stóð hann sig það vel að hann fékk áframhaldandi samning og varð síðan Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Sjá einnig: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika Rúnar setti töluverða pressu á Beiti fyrir síðustu leiktíð þar sem hann sagði að markvörðurinn væri sá besti í deildinni. Beitir virðist njóta sín undir pressu og er enn hungraður þó hann hafi landað þeim stóra í fyrra. „Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta afskaplega heillandi áskorun. Það er verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum á síðasta tímabili,“ sagði Beitir á vef KR. Hinn 34 ára gamli Beitir er tveggja barna faðir ásamt því að reka verktakafyrirtæki með fjölskyldu sinni. Þar mætir hann nær alla daga, líka á leikdegi. „Það fylgir sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara að dunda mér. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í erfiðum verkefnum daginn fyrir leik. Auk þess vinn ég sleitulaust yfir veturinn en á sumrin er þetta rólegra,“ sagði Beitir en hann glímdi við bakmeiðsli í vetur. Ásamt þvi að ræða hina margrómuðu sigurhefð og þær gífurlegu kröfur sem eru gerðar í Vesturbænum þá ræddi Beitir einnig dálæti sitt á tækni, eða skort þar á. Enda er markvörðurinn knái eflaust eini leikmaður Pepsi Max deildarinnar sem á ekki snjallsíma. „Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu.“ „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig,“ sagði Beitir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira