Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júní 2020 15:00 Margir horfðu á Kastljós miðvikudaginn 27. maí, þar sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður, ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar (IE), um framlag fyrirtækisins til Covid-19 skimana síðustu tvo mánuði og möguleikann á því, að IE kæmi líka að skimunum í sambandi við komu ferðamanna frá miðjum júni. Að vanda var Kári skemmtilegur í tali og látbragði, hnittinn og orðhvatur, en fyrir undirritaðan vantaði þó nokkuð á, að málflutningur sjarmörsins næði trúverðugu eða sannfærandi stigi, og, það sem verra var: Tölur um þá fjármuni, sem IE á að hafa fært inn í íslenzkt samfélag, síðustu tvo mánuði, virðast út í hött. Aðspurður sagði Kári, að kostnaður við eina Covid-19 skimun væri 3.000 til 4.000 krónur. Þegar nánar var farið út í kostnað við skimun ferðamanna, var svar Kára það, að, ef kaupa ætti tæki og afskrifa á einu ári og skima 500 manns á dag, yrði sá kostnaður 1,7 milljón, en það jafngildir 3.400 krónum á mann/skimun. Nokkru seinna í viðtalinu, sagði svo Kári þetta orðrétt:“...ég hugsa, að kostnaðurinn við það, sem við gerðum á þessum síðustu tveimur mánuðum, sé svona 3 milljarðar, sem við færðum inn í þetta samfélag“. Heyrði ég þetta rétt!? Fyrir lá, að ÍE hefði framkvæmt um 40.000 skimanir á því tímabili, sem um ræðir, og miðað við kostnað upp á 3.400 krónur á skimun, væri heildarkostnaðurinn við þessar 40.000 skimanir, 136 milljónir króna, en ekki 3 milljarðar! Er munur á þessum tölum ekki minni en 20-faldur! Hér virðist vísindamanninum óhressa hafa orðið illilega á í messunni, eflaust óvart, þó að það sé vart skiljanlegt. Svo stór virðist þessi villa. Ég lagði þessar tölur fyrir forstjórann, áður en ég setti þessa grein á pappír, bað um skýringar, taldi mig kannske hafa misskilið eitthvað, en fékk engin svör. Auðvitað er það líka stórt og glæsilegt framlag til íslenzks samfélags, að IE skuli hafa skimað landsmenn fyrir 136 milljónir króna án greiðslu, en er þetta góðvilji einn og elska IE - eða öllu heldur eiganda þeirra, Amgen í USA, Kári virðist ekkert eiga í IE - á íslenzku samfélagi? Það væri þó ansi mikil og óvenjuleg væntumþykja! Hangir kannske eitthvað fleira á spýtunni? T.a.m. víðtækur aðgangur IE að fjölmörgum og mismunandi lífsýnum, sem styrkja kann lífsýnabanka IE, eftir því sem heimildir leyfa, og gagnast mun IE, eða eiganda þeirra, ef ekki báðum, í starfsemi þeirra og tekjuöflun? Kannske eru menn hér að slá tvær flugur í einu höggi, sem kann að vera í lagi, en æskilegt er þá, að skýrt sé frá þessum málum með opnum og heiðarlegum hætti; gagnsæis gætt. Það fer fremur illa í undirritaðan, að menn slái sig 20-falt til riddara vegna framlags til íslenzks samfélags, ekki sízt, ef framlagið tryggir þeim sjálfum verulega hagsmuni í leiðinni, en Amgen er á NASDAQ hlutabréfamarkaði og sækir auðvitað í hagnað og góða afkomu með flestum tiltækjum ráðum. Er að mati undirritaðs fremur ósennilegt, að þeir skenki eyjaskeggjum, hér norður í Dumbshafi, hundruð miljóna af gjafmildi og hlýjum hug einu saman. Venjulega er tilgangur svona fyrirtækja, að afla sem mests hagnaðar og gróða, til að styrkja hlutabréf og verðmæti félagsins, enda er það eðlilegt, í lagi og ekkert við því að segja. H.C. Andersen skrifaði dæmisögu um ýktan og uppblásinn söguburð, þar sem 1 fjöður var gerð að 5 hænum. Ég fæ ekki betur séð, en að forstjóri IE hafi gert 5 hænur að 100 í Kastljósi 27. maí. Nú kann fólki að finnast, að hér sé óvægilega vegið að góðum og merkum vísindamanni og skemmtilegum fýr, en til þess má þá hugsa, að sá, sem í hlut á, tekur sjálfur ekki alltaf á öðrum með silkihönzkum. Er skemmst að minnast þess, að vísindamaðurinn líkti heilbrigðisráðherra við hrokafulla 10 ára stelpu í nefndu Kastljósi. Nú í gær og í fyrradag komu fram nýjar upplýsingar um kostnað við skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Það er vitaskuld mun flóknara ferli, en það, sem Kári vitnaði í, í sínu 3ja milljarða tali. Kom fram, að þessar ferðamannaskimanir myndu kosta 160 milljónir króna, en þá var miðað við 500 manns á dag í 14 daga. Það jafngildir því, að kostnaður við hvert sýni sé 23.000 krónur. Jafnvel þó að sú fjárhæð sé lögð til grundvallar, þegar „framlag IE inn í þetta samfélag“ er reiknað - sem Kári gerði ekki, hann var með sínar tölur, eins og að framan greinir - þá væri heildarkostnaður við skimanir IE síðustu 2 mánuði ekki 3 milljarðar, eins og forstjórinn nefndi, laufléttur í bragði, heldur 0,9 milljarður. Kári er áberandi í opinberri umræðu, vinsæll og dáður af mörgum, og, hygg ég, að margir trúi á hann og treysti með margt. Er það að sumu leyti maklegt, Kári hefur ýmislegt gott og gagnlegt gert fyrir íslenzkt samfélag. Það breytir þó ekki því, að hann verður að hafa rétt við og halda sig innan ramma þess, sem satt er og rétt, eða leiðrétta það ella. Er kvöðin á honum kannske meiri, en á mörgum öðrum, vegna stöðu hans og framsækni. Ef forstjórinn fasmikli telur, að hér sé hallað réttu máli, hefur hann greiðan aðgang að fjölmiðlum til að útskýra sitt mál eða leiðrétta það, sem hann kann að telja rangtúlkað eða rangfært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Margir horfðu á Kastljós miðvikudaginn 27. maí, þar sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður, ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar (IE), um framlag fyrirtækisins til Covid-19 skimana síðustu tvo mánuði og möguleikann á því, að IE kæmi líka að skimunum í sambandi við komu ferðamanna frá miðjum júni. Að vanda var Kári skemmtilegur í tali og látbragði, hnittinn og orðhvatur, en fyrir undirritaðan vantaði þó nokkuð á, að málflutningur sjarmörsins næði trúverðugu eða sannfærandi stigi, og, það sem verra var: Tölur um þá fjármuni, sem IE á að hafa fært inn í íslenzkt samfélag, síðustu tvo mánuði, virðast út í hött. Aðspurður sagði Kári, að kostnaður við eina Covid-19 skimun væri 3.000 til 4.000 krónur. Þegar nánar var farið út í kostnað við skimun ferðamanna, var svar Kára það, að, ef kaupa ætti tæki og afskrifa á einu ári og skima 500 manns á dag, yrði sá kostnaður 1,7 milljón, en það jafngildir 3.400 krónum á mann/skimun. Nokkru seinna í viðtalinu, sagði svo Kári þetta orðrétt:“...ég hugsa, að kostnaðurinn við það, sem við gerðum á þessum síðustu tveimur mánuðum, sé svona 3 milljarðar, sem við færðum inn í þetta samfélag“. Heyrði ég þetta rétt!? Fyrir lá, að ÍE hefði framkvæmt um 40.000 skimanir á því tímabili, sem um ræðir, og miðað við kostnað upp á 3.400 krónur á skimun, væri heildarkostnaðurinn við þessar 40.000 skimanir, 136 milljónir króna, en ekki 3 milljarðar! Er munur á þessum tölum ekki minni en 20-faldur! Hér virðist vísindamanninum óhressa hafa orðið illilega á í messunni, eflaust óvart, þó að það sé vart skiljanlegt. Svo stór virðist þessi villa. Ég lagði þessar tölur fyrir forstjórann, áður en ég setti þessa grein á pappír, bað um skýringar, taldi mig kannske hafa misskilið eitthvað, en fékk engin svör. Auðvitað er það líka stórt og glæsilegt framlag til íslenzks samfélags, að IE skuli hafa skimað landsmenn fyrir 136 milljónir króna án greiðslu, en er þetta góðvilji einn og elska IE - eða öllu heldur eiganda þeirra, Amgen í USA, Kári virðist ekkert eiga í IE - á íslenzku samfélagi? Það væri þó ansi mikil og óvenjuleg væntumþykja! Hangir kannske eitthvað fleira á spýtunni? T.a.m. víðtækur aðgangur IE að fjölmörgum og mismunandi lífsýnum, sem styrkja kann lífsýnabanka IE, eftir því sem heimildir leyfa, og gagnast mun IE, eða eiganda þeirra, ef ekki báðum, í starfsemi þeirra og tekjuöflun? Kannske eru menn hér að slá tvær flugur í einu höggi, sem kann að vera í lagi, en æskilegt er þá, að skýrt sé frá þessum málum með opnum og heiðarlegum hætti; gagnsæis gætt. Það fer fremur illa í undirritaðan, að menn slái sig 20-falt til riddara vegna framlags til íslenzks samfélags, ekki sízt, ef framlagið tryggir þeim sjálfum verulega hagsmuni í leiðinni, en Amgen er á NASDAQ hlutabréfamarkaði og sækir auðvitað í hagnað og góða afkomu með flestum tiltækjum ráðum. Er að mati undirritaðs fremur ósennilegt, að þeir skenki eyjaskeggjum, hér norður í Dumbshafi, hundruð miljóna af gjafmildi og hlýjum hug einu saman. Venjulega er tilgangur svona fyrirtækja, að afla sem mests hagnaðar og gróða, til að styrkja hlutabréf og verðmæti félagsins, enda er það eðlilegt, í lagi og ekkert við því að segja. H.C. Andersen skrifaði dæmisögu um ýktan og uppblásinn söguburð, þar sem 1 fjöður var gerð að 5 hænum. Ég fæ ekki betur séð, en að forstjóri IE hafi gert 5 hænur að 100 í Kastljósi 27. maí. Nú kann fólki að finnast, að hér sé óvægilega vegið að góðum og merkum vísindamanni og skemmtilegum fýr, en til þess má þá hugsa, að sá, sem í hlut á, tekur sjálfur ekki alltaf á öðrum með silkihönzkum. Er skemmst að minnast þess, að vísindamaðurinn líkti heilbrigðisráðherra við hrokafulla 10 ára stelpu í nefndu Kastljósi. Nú í gær og í fyrradag komu fram nýjar upplýsingar um kostnað við skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Það er vitaskuld mun flóknara ferli, en það, sem Kári vitnaði í, í sínu 3ja milljarða tali. Kom fram, að þessar ferðamannaskimanir myndu kosta 160 milljónir króna, en þá var miðað við 500 manns á dag í 14 daga. Það jafngildir því, að kostnaður við hvert sýni sé 23.000 krónur. Jafnvel þó að sú fjárhæð sé lögð til grundvallar, þegar „framlag IE inn í þetta samfélag“ er reiknað - sem Kári gerði ekki, hann var með sínar tölur, eins og að framan greinir - þá væri heildarkostnaður við skimanir IE síðustu 2 mánuði ekki 3 milljarðar, eins og forstjórinn nefndi, laufléttur í bragði, heldur 0,9 milljarður. Kári er áberandi í opinberri umræðu, vinsæll og dáður af mörgum, og, hygg ég, að margir trúi á hann og treysti með margt. Er það að sumu leyti maklegt, Kári hefur ýmislegt gott og gagnlegt gert fyrir íslenzkt samfélag. Það breytir þó ekki því, að hann verður að hafa rétt við og halda sig innan ramma þess, sem satt er og rétt, eða leiðrétta það ella. Er kvöðin á honum kannske meiri, en á mörgum öðrum, vegna stöðu hans og framsækni. Ef forstjórinn fasmikli telur, að hér sé hallað réttu máli, hefur hann greiðan aðgang að fjölmiðlum til að útskýra sitt mál eða leiðrétta það, sem hann kann að telja rangtúlkað eða rangfært.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun