Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 11:07 Bómur hafa verið lagðar út í ána Ambarnaya til þess að stöðva olíuna sem lak út í hana frá orkuveri við borgina Norilsk á föstudag. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. Áin Ambarnaya litaðist blóðrauð af olíunni sem hefur mengað um 350 ferkílómetra lands, að sögn rússneskra fjölmiðla. Hún rennur út í vatn þaðan sem önnur á liggur út í Norður-Íshafið. AP-fréttastofan segir að bómur hafi verið lagðar yfir ána til þess að stöðva olíuna. Lekinn kom upp þegar súlur undir olíutanki við orkuverið byrjuðu að sökkva ofan í jörðina. Orkuverið stendur á sífrera sem fer bráðnandi með hlýnandi loftslagi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Orkuverið er í eigu dótturfélags Norilsk Nickel, eins stærsta framleiðanda nikkels og palladíns í heiminum. Pútín fordæmdi stjórnendur fyrirtækisins og viðbrögð þeirra við lekanum á fréttamannafundi í gær. Embættismenn hefðu ekki vitað af lekanum fyrr en tveimur dögum eftir að hann kom upp. „Af hverju komust ríkisstofnanir ekki að þessu fyrr en tveimur dögum síðar? Ætlum við að frétta af neyðarástandi í gegnum samfélagsmiðla?“ sagði Pútín reiður. Vísaði hann þar til þess að Alexander Uss, ríkisstjóri á svæðinu, sagði hafa heyrt fyrst af lekanum á samfélagsmiðlum á sunnudag. Pútín hefur skipað fyrir um rannsókn á lekanum og stjórnandi í orkuverinu hefur verið handtekinn. Forsvarsmenn Norilsk Nickel halda því fram að yfirvöld hafi verið látin vita á „tímabæran og viðeigandi“ hátt. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar líkja umhverfisslysinu við Exxon Valdez-hamfararnir í Alaska árið 1989. Þá láku um 37.000 tonn af olíu út í hafið þegar olíuflutningaskipið strandaði á skeri með gríðarlegu náttúrutjóni. Óttast er að erfitt verði að hreinsa olíuna upp vegna þess hversu mikið magn lak og landslagsins við ánna. Oleg Mitvol, fyrrverandi forstjóri rússnesku umhverfisstofnunarinnar, telur að hreinsunarstarfið gæti tekið fimm til tíu ár. Svo umfangsmikið umhverfisslys hafi aldrei áður átt sér stað á norðurskautinu. Rússland Umhverfismál Bensín og olía Norðurslóðir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. Áin Ambarnaya litaðist blóðrauð af olíunni sem hefur mengað um 350 ferkílómetra lands, að sögn rússneskra fjölmiðla. Hún rennur út í vatn þaðan sem önnur á liggur út í Norður-Íshafið. AP-fréttastofan segir að bómur hafi verið lagðar yfir ána til þess að stöðva olíuna. Lekinn kom upp þegar súlur undir olíutanki við orkuverið byrjuðu að sökkva ofan í jörðina. Orkuverið stendur á sífrera sem fer bráðnandi með hlýnandi loftslagi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Orkuverið er í eigu dótturfélags Norilsk Nickel, eins stærsta framleiðanda nikkels og palladíns í heiminum. Pútín fordæmdi stjórnendur fyrirtækisins og viðbrögð þeirra við lekanum á fréttamannafundi í gær. Embættismenn hefðu ekki vitað af lekanum fyrr en tveimur dögum eftir að hann kom upp. „Af hverju komust ríkisstofnanir ekki að þessu fyrr en tveimur dögum síðar? Ætlum við að frétta af neyðarástandi í gegnum samfélagsmiðla?“ sagði Pútín reiður. Vísaði hann þar til þess að Alexander Uss, ríkisstjóri á svæðinu, sagði hafa heyrt fyrst af lekanum á samfélagsmiðlum á sunnudag. Pútín hefur skipað fyrir um rannsókn á lekanum og stjórnandi í orkuverinu hefur verið handtekinn. Forsvarsmenn Norilsk Nickel halda því fram að yfirvöld hafi verið látin vita á „tímabæran og viðeigandi“ hátt. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar líkja umhverfisslysinu við Exxon Valdez-hamfararnir í Alaska árið 1989. Þá láku um 37.000 tonn af olíu út í hafið þegar olíuflutningaskipið strandaði á skeri með gríðarlegu náttúrutjóni. Óttast er að erfitt verði að hreinsa olíuna upp vegna þess hversu mikið magn lak og landslagsins við ánna. Oleg Mitvol, fyrrverandi forstjóri rússnesku umhverfisstofnunarinnar, telur að hreinsunarstarfið gæti tekið fimm til tíu ár. Svo umfangsmikið umhverfisslys hafi aldrei áður átt sér stað á norðurskautinu.
Rússland Umhverfismál Bensín og olía Norðurslóðir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira