Frakkar og Þjóðverjar deila ekki áhuga Trump á að fá Rússa inn í G7 Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 16:45 Macron á fjarfundi með öðrum G7-leiðtogum um kórónuveirufaraldurinn í apríl. Til stendur að hópurinn komi saman í Bandaríkjunum í september en Trump Bandaríkjaforseti vill fá Rússland aftur að borðinu þar. Vísir/EPA Hvorki þýsk né frönsk stjórnvöld eru spennt fyrir því að bjóða Rússum aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims sem kalla sig G7. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það „heilbrigða skynsemi“ að leyfa Rússum að slást aftur í hópinn. Rússum var sparkað úr því sem þá var kallað G8-hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Trump forseti hefur undanfarið talað fyrir því að bjóða þá aftur velkomna í hópinn, meðal annars á hitafundi G7-ríkjanna sem hann hleypti í bál og brand árið 2018. „Ég efast um að það sé vit í því að búinn til nýjan bráðabirgðahóp,“ sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, um hugmyndina í dag og bætti við að í ljós þyrfti að koma hvenær rétti tíminn væri til að hleypa Rússum aftur inn. Svipuðu skilaboð koma frá skrifstofu Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni þaðan að Rússum hafi verið vísað úr samstarfinu af gildri ástæðu. „Við teljum ekki að þær aðstæður hafi breyst í dag,“ segir embættismaðurinn sem sagði þó að finna yrði farveg til þess að hafa samskipti við rússnesk stjórnvöld. Trump, sem verður gestgjafi fundar G7-ríkjanna síðar á þessu ári, sagði í dag að það lægi beinast við að bjóða Vladímír Pútín Rússlandsforseta aftur að borðinu. Þannig væri auðveldast að leysta ýmis mál. Rússland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Frestar fundi G7 aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. 31. maí 2020 11:03 Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. 24. maí 2020 18:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Hvorki þýsk né frönsk stjórnvöld eru spennt fyrir því að bjóða Rússum aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims sem kalla sig G7. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það „heilbrigða skynsemi“ að leyfa Rússum að slást aftur í hópinn. Rússum var sparkað úr því sem þá var kallað G8-hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Trump forseti hefur undanfarið talað fyrir því að bjóða þá aftur velkomna í hópinn, meðal annars á hitafundi G7-ríkjanna sem hann hleypti í bál og brand árið 2018. „Ég efast um að það sé vit í því að búinn til nýjan bráðabirgðahóp,“ sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, um hugmyndina í dag og bætti við að í ljós þyrfti að koma hvenær rétti tíminn væri til að hleypa Rússum aftur inn. Svipuðu skilaboð koma frá skrifstofu Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni þaðan að Rússum hafi verið vísað úr samstarfinu af gildri ástæðu. „Við teljum ekki að þær aðstæður hafi breyst í dag,“ segir embættismaðurinn sem sagði þó að finna yrði farveg til þess að hafa samskipti við rússnesk stjórnvöld. Trump, sem verður gestgjafi fundar G7-ríkjanna síðar á þessu ári, sagði í dag að það lægi beinast við að bjóða Vladímír Pútín Rússlandsforseta aftur að borðinu. Þannig væri auðveldast að leysta ýmis mál.
Rússland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Frestar fundi G7 aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. 31. maí 2020 11:03 Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. 24. maí 2020 18:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Frestar fundi G7 aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. 31. maí 2020 11:03
Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. 24. maí 2020 18:14