Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 19:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. Hann kveðst ekki taka undir orð smitsjúkdómalæknis fyrir helgi, sem sagði að það væru „ekki góð vísindi“ að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum við landamærin. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum sem sagði á föstudag að í skimun sem þessari fengist hátt hlutfall falskt neikvæðra sýna. „[…] þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni,“ sagði Bryndís. Þetta væru „ekki góð vísindi“ og orku heilbrigðisstarfsfólks væri betur varið í annað. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þórólfur kvaðst ekki taka undir þetta. „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þessi smitsjúkdómalæknir hefur sagt nákvæmlega en ég er ekkert sammála þessu. Það er oft skimað fyrir alls konar smitsjúkdómum hjá einkennalausu fólki og það er hægt að nefna fjöldann allan af smitsjúkdómum þar sem það er gert. Þannig að í þessu tilfelli þá er þetta besti kosturinn. Það væri óskandi að við hefðum betri kost til að tryggja það að veiran kæmi ekki hingað inn til lands en þetta er sú aðferð sem er til þess fallin að lágmarka áhættuna. Þannig að ég tek ekki undir þetta,“ sagði Þórólfur. Allir að reyna að klára í tæka tíð Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra 15. júní næstkomandi er mælt með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Skimunin dragi úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. Þá útilokar hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins, þar á meðal algera opnun og lokun landamæranna, heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins og að ferðamenn framvísi vottorði með niðurstöðum úr mótefnaprófi. Þórólfur sagði í Reykjavík síðdegis að erfitt væri að segja til um það núna hvort það náist að hleypa skimuninni af stokkunum í tæka tíð. Það muni skýrast betur á næstu dögum. Þá séu viðræður nú í gangi um að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Það er ekki allt klárt og það er verið að vinna hörðum höndum að því að gera þetta klárt. Það er ljóst að þetta er mikil vinna og þarf mikinn undirbúning við til að láta þetta nást fyrir 15. en það eru allir að stefna að því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. Hann kveðst ekki taka undir orð smitsjúkdómalæknis fyrir helgi, sem sagði að það væru „ekki góð vísindi“ að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum við landamærin. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum sem sagði á föstudag að í skimun sem þessari fengist hátt hlutfall falskt neikvæðra sýna. „[…] þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni,“ sagði Bryndís. Þetta væru „ekki góð vísindi“ og orku heilbrigðisstarfsfólks væri betur varið í annað. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þórólfur kvaðst ekki taka undir þetta. „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þessi smitsjúkdómalæknir hefur sagt nákvæmlega en ég er ekkert sammála þessu. Það er oft skimað fyrir alls konar smitsjúkdómum hjá einkennalausu fólki og það er hægt að nefna fjöldann allan af smitsjúkdómum þar sem það er gert. Þannig að í þessu tilfelli þá er þetta besti kosturinn. Það væri óskandi að við hefðum betri kost til að tryggja það að veiran kæmi ekki hingað inn til lands en þetta er sú aðferð sem er til þess fallin að lágmarka áhættuna. Þannig að ég tek ekki undir þetta,“ sagði Þórólfur. Allir að reyna að klára í tæka tíð Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra 15. júní næstkomandi er mælt með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Skimunin dragi úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. Þá útilokar hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins, þar á meðal algera opnun og lokun landamæranna, heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins og að ferðamenn framvísi vottorði með niðurstöðum úr mótefnaprófi. Þórólfur sagði í Reykjavík síðdegis að erfitt væri að segja til um það núna hvort það náist að hleypa skimuninni af stokkunum í tæka tíð. Það muni skýrast betur á næstu dögum. Þá séu viðræður nú í gangi um að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Það er ekki allt klárt og það er verið að vinna hörðum höndum að því að gera þetta klárt. Það er ljóst að þetta er mikil vinna og þarf mikinn undirbúning við til að láta þetta nást fyrir 15. en það eru allir að stefna að því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33