Var á botni laugarinnar í sjö mínútur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2020 18:30 Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Stöð 2 Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Deildarstjóri hjá Árborg segir allt verða gert til að komast að því hvers vegna maðurinn var svo lengi í kafi. Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun urðu tíu ára gamlir sundlaugargestir varir við 86 ára gamlan mann á botni innilaugarinnar. Mikill viðbúnaður fór þá af stað, byggingin var rýmd, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en dánarorsök liggur ekki enn fyrir. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að maðurinn hafði legið á botni laugarinnar í um sjö mínútur áður en hann var dreginn upp úr. Gerðist á vaktaskiptaskiptatíma sundlaugarvarða „Það gerist eitthvað hjá honum sem gerir það að verkum að hann lendir undir vatni og síðan þegar það er skoðað kemur í ljós að hann er undir vatni í um sjö mínútur áður en hann er tekinn upp úr,“ segir Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Voru sundlaugarverðir ekki til taks þegar þetta átti sér stað? „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ segir Bragi. Ömurleg lífsreynsla Hann segir að það sé í algjörum forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. „Þetta er ömurleg lífsreynsla sem maður óskar engum að lenda í og við viljum aldrei lenda í þessu aftur þannig við ætlum að gera allt sem við getum til að laga, ef það er eitthvað sem við getum lagað. Þannig að sundlaugin sé örugg. Við viljum hafa sundlaugina örugga þannig að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Bragi. Börnin fengu áfallahjálp Málið hafi tekið mikið á starfsmenn og börnin sem fundu manninn. Mörg börn hafi orðið vitni að atvikinu en í gær máttu börn fædd árið 2010 fara í fyrsta skipti í sund án fylgdarmanns. Börnin fengu áfallahjálp. „Við unnum það strax með Rauða krossinum að hafa samband við þau. Við fengum viðbrögð frá foreldrunum því að þetta er lítið samfélag og við þekkjumst vel. Mörg þeirra komu til okkar aftur í gær og fengu upplýsingar og einhverjir fóru strax ofan í að leika sér sem er auðvitað mjög ánægjulegt því maður vill auðvitað ekki að þau séu í áfalli til lengri tíma,“ segir Bragi. Árborg Lögreglumál Sundlaugar Tengdar fréttir Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19 Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Deildarstjóri hjá Árborg segir allt verða gert til að komast að því hvers vegna maðurinn var svo lengi í kafi. Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun urðu tíu ára gamlir sundlaugargestir varir við 86 ára gamlan mann á botni innilaugarinnar. Mikill viðbúnaður fór þá af stað, byggingin var rýmd, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en dánarorsök liggur ekki enn fyrir. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að maðurinn hafði legið á botni laugarinnar í um sjö mínútur áður en hann var dreginn upp úr. Gerðist á vaktaskiptaskiptatíma sundlaugarvarða „Það gerist eitthvað hjá honum sem gerir það að verkum að hann lendir undir vatni og síðan þegar það er skoðað kemur í ljós að hann er undir vatni í um sjö mínútur áður en hann er tekinn upp úr,“ segir Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Voru sundlaugarverðir ekki til taks þegar þetta átti sér stað? „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ segir Bragi. Ömurleg lífsreynsla Hann segir að það sé í algjörum forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. „Þetta er ömurleg lífsreynsla sem maður óskar engum að lenda í og við viljum aldrei lenda í þessu aftur þannig við ætlum að gera allt sem við getum til að laga, ef það er eitthvað sem við getum lagað. Þannig að sundlaugin sé örugg. Við viljum hafa sundlaugina örugga þannig að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Bragi. Börnin fengu áfallahjálp Málið hafi tekið mikið á starfsmenn og börnin sem fundu manninn. Mörg börn hafi orðið vitni að atvikinu en í gær máttu börn fædd árið 2010 fara í fyrsta skipti í sund án fylgdarmanns. Börnin fengu áfallahjálp. „Við unnum það strax með Rauða krossinum að hafa samband við þau. Við fengum viðbrögð frá foreldrunum því að þetta er lítið samfélag og við þekkjumst vel. Mörg þeirra komu til okkar aftur í gær og fengu upplýsingar og einhverjir fóru strax ofan í að leika sér sem er auðvitað mjög ánægjulegt því maður vill auðvitað ekki að þau séu í áfalli til lengri tíma,“ segir Bragi.
Árborg Lögreglumál Sundlaugar Tengdar fréttir Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19 Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19
Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu