Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 20:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Markmið er að öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær auk þess sem nýstárlegar hugmyndir á borð við bátastrætó eru á lofti. Græna planið er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagslegum samdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur. Aðgerðir skulu vera í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Í þessu felst að allar aðgerðir borgarinnar verði grænar. „En líka áætlun um nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf. Síðast en ekki síst áætlun um það að allar ákvarðanir okkar séu jafnframt ákvarðanir sem miða að markmiðum í loftslagsmálum. Markmiðum um góða borg með hámarks lífsgæðum,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Næsti áratugur verði því áratugur aðgerða í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið er öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær. Hluti af grænum samgönguinnviðum er meðal annars tilraunaverkefni með bátastrætó. „Þetta er hugmynd sem var sett fram þegar sýnin um fríríki frumkvöðla í Gufunesi kom fram. Okkur finnst spennandi að tengja Gufunesið, bryggjuhverfið, kannski Viðey en alla vega miðborgina með bátastrætó. Við erum ekki búin að útfæra hana en þetta er eiginlega of góð hugmynd til að prófa hana ekki,“ sagði Dagur. Græna planið var kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Elisabet Inga Gert er ráð fyrir að átak í uppbyggingu húsnæðis haldi áfram auk þess sem grænum svæðum verði fjölgað. Á næstu vikum mun borgarstjóri efna til samráðs með fyrirtækjum í borginni, aðilum vinnumarkaðarins og eiga viðræður við ríkisstjórnina um græna atvinnusköpum. Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00 Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07 Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42 Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Markmið er að öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær auk þess sem nýstárlegar hugmyndir á borð við bátastrætó eru á lofti. Græna planið er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagslegum samdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur. Aðgerðir skulu vera í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Í þessu felst að allar aðgerðir borgarinnar verði grænar. „En líka áætlun um nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf. Síðast en ekki síst áætlun um það að allar ákvarðanir okkar séu jafnframt ákvarðanir sem miða að markmiðum í loftslagsmálum. Markmiðum um góða borg með hámarks lífsgæðum,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Næsti áratugur verði því áratugur aðgerða í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið er öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær. Hluti af grænum samgönguinnviðum er meðal annars tilraunaverkefni með bátastrætó. „Þetta er hugmynd sem var sett fram þegar sýnin um fríríki frumkvöðla í Gufunesi kom fram. Okkur finnst spennandi að tengja Gufunesið, bryggjuhverfið, kannski Viðey en alla vega miðborgina með bátastrætó. Við erum ekki búin að útfæra hana en þetta er eiginlega of góð hugmynd til að prófa hana ekki,“ sagði Dagur. Græna planið var kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Elisabet Inga Gert er ráð fyrir að átak í uppbyggingu húsnæðis haldi áfram auk þess sem grænum svæðum verði fjölgað. Á næstu vikum mun borgarstjóri efna til samráðs með fyrirtækjum í borginni, aðilum vinnumarkaðarins og eiga viðræður við ríkisstjórnina um græna atvinnusköpum.
Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00 Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07 Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42 Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00
Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07
Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42
Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11