Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2020 23:00 Lampard stefnir á miklar breytingar á leikmannahópi Chelsea í sumar. EPA-EFE/WILL OLIVER Frank Lampard, núverandi þjálfari og fyrrum leikmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur fengið grænt ljós frá eiganda liðsins, rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich, til að styrkja liðið til muna þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í sumar. Chelsea hefur eytt litlu í leikmenn undanfarin ár ásamt því að félaginu var bannað að kaupa leikmenn eftir að hafa brotið félagaskiptareglur Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Þá var landvistarleyfi Abramovich ekki endurnýjað fyrir tveimur árum og var talið að áhugi Rússans færi dvínandi. Íþróttamiðillinn The Athletic greinir frá en samkvæmt heimildum þeirra er Ben Chilwell, vinstri bakvörður Leicester City, helsta skotmark Chelsea í sumar. Að því sögðu þarf félagið þá að selja annan af tveimur vinstri bakvörðunum sem eru nú þegar hjá félaginu. Hinn ítalski Emerson hefur verið orðaður við Ítalíumeistara Juventus og þá er óljóst hvort Marcos Alonso hafi áhuga að vera hjá félaginu ef hann ætti ekki fast sæti í byrjunarliðinu. Juventus ku einnig vera á höttunum á eftir miðjumanninum Jorginho og þá hefur framtíð markvarðarins Kepa Arrizabalaga verið til umræðu en Lampard virðist ekki hafa mikla trú á Spánverjanum sem kostaði rúmlega 70 milljónir punda fyrir aðeins tveimur árum. Chelsea situr sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hún fer aftur af stað eftir rétt rúmar tvær vikur eða þann 17. júní. Mikilvægt er fyrir félagið að ná Meistaradeildarsæti til að geta fengið til sín þá leikmenn sem Lampard vill fá. Ljóst er að Lampard getur dýft sér í digra sjóði félagsins en það fjármagn sem kom inn fyrir Eden Hazard og Alvaro Morata síðasta sumar – ríflega 140 milljónir punda – mun að mestu fara í nýja leikmenn. Tveir af launahærri leikmönnum liðsins, vængmennirnir Willian og Pedro, renna út á samning í sumar og virðist sem þeir fái ekki nýja samninga á Stamford Bridge. Félagið hefur nú þegar staðfest komu Hakim Ziyech frá Ajax en hann mun ganga til liðs við Chelsea í sumar. Það er ljóst að leikmannahópur Chelsea mun taka stakkaskiptum í sumar en félagið er orðað við leikmenn á borð við Kai Havertz [Bayer Leverkusen], Jadon Sancho [Borussia Dortmund], Moussa Dembele [Lyon] og Timo Werner [RB Leipzig] ásamt Ben Chilwell. Allir þessir leikmenn eru ungir að árum og virðist sem Lampard sé að reyna minnka meðalaldur leikmannahóps síns. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Kallaði Hudson-Odoi fífl og vill setja hann í bann eftir handtökuna Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan vandaði Callum Hudson-Odoi ekki kveðjurnar á Twitter í gær en vængmaður Chelsea var handtekinn á sunnudagskvöldið eftir að fyrirsæta sem hafði komið í heimsókn var flutt burt í sjúkrabíl. 19. maí 2020 07:00 Chelsea og Juventus mögulega að fara að gera eins og þeir gera í NBA Viðræður Chelsea og Juventus eru sagðar snúast um möguleg leikmannaskipti eins og þekkist í bandarísku íþróttalífi. 14. maí 2020 14:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Frank Lampard, núverandi þjálfari og fyrrum leikmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur fengið grænt ljós frá eiganda liðsins, rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich, til að styrkja liðið til muna þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í sumar. Chelsea hefur eytt litlu í leikmenn undanfarin ár ásamt því að félaginu var bannað að kaupa leikmenn eftir að hafa brotið félagaskiptareglur Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Þá var landvistarleyfi Abramovich ekki endurnýjað fyrir tveimur árum og var talið að áhugi Rússans færi dvínandi. Íþróttamiðillinn The Athletic greinir frá en samkvæmt heimildum þeirra er Ben Chilwell, vinstri bakvörður Leicester City, helsta skotmark Chelsea í sumar. Að því sögðu þarf félagið þá að selja annan af tveimur vinstri bakvörðunum sem eru nú þegar hjá félaginu. Hinn ítalski Emerson hefur verið orðaður við Ítalíumeistara Juventus og þá er óljóst hvort Marcos Alonso hafi áhuga að vera hjá félaginu ef hann ætti ekki fast sæti í byrjunarliðinu. Juventus ku einnig vera á höttunum á eftir miðjumanninum Jorginho og þá hefur framtíð markvarðarins Kepa Arrizabalaga verið til umræðu en Lampard virðist ekki hafa mikla trú á Spánverjanum sem kostaði rúmlega 70 milljónir punda fyrir aðeins tveimur árum. Chelsea situr sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hún fer aftur af stað eftir rétt rúmar tvær vikur eða þann 17. júní. Mikilvægt er fyrir félagið að ná Meistaradeildarsæti til að geta fengið til sín þá leikmenn sem Lampard vill fá. Ljóst er að Lampard getur dýft sér í digra sjóði félagsins en það fjármagn sem kom inn fyrir Eden Hazard og Alvaro Morata síðasta sumar – ríflega 140 milljónir punda – mun að mestu fara í nýja leikmenn. Tveir af launahærri leikmönnum liðsins, vængmennirnir Willian og Pedro, renna út á samning í sumar og virðist sem þeir fái ekki nýja samninga á Stamford Bridge. Félagið hefur nú þegar staðfest komu Hakim Ziyech frá Ajax en hann mun ganga til liðs við Chelsea í sumar. Það er ljóst að leikmannahópur Chelsea mun taka stakkaskiptum í sumar en félagið er orðað við leikmenn á borð við Kai Havertz [Bayer Leverkusen], Jadon Sancho [Borussia Dortmund], Moussa Dembele [Lyon] og Timo Werner [RB Leipzig] ásamt Ben Chilwell. Allir þessir leikmenn eru ungir að árum og virðist sem Lampard sé að reyna minnka meðalaldur leikmannahóps síns.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Kallaði Hudson-Odoi fífl og vill setja hann í bann eftir handtökuna Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan vandaði Callum Hudson-Odoi ekki kveðjurnar á Twitter í gær en vængmaður Chelsea var handtekinn á sunnudagskvöldið eftir að fyrirsæta sem hafði komið í heimsókn var flutt burt í sjúkrabíl. 19. maí 2020 07:00 Chelsea og Juventus mögulega að fara að gera eins og þeir gera í NBA Viðræður Chelsea og Juventus eru sagðar snúast um möguleg leikmannaskipti eins og þekkist í bandarísku íþróttalífi. 14. maí 2020 14:30 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14
Kallaði Hudson-Odoi fífl og vill setja hann í bann eftir handtökuna Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan vandaði Callum Hudson-Odoi ekki kveðjurnar á Twitter í gær en vængmaður Chelsea var handtekinn á sunnudagskvöldið eftir að fyrirsæta sem hafði komið í heimsókn var flutt burt í sjúkrabíl. 19. maí 2020 07:00
Chelsea og Juventus mögulega að fara að gera eins og þeir gera í NBA Viðræður Chelsea og Juventus eru sagðar snúast um möguleg leikmannaskipti eins og þekkist í bandarísku íþróttalífi. 14. maí 2020 14:30