Hinn tékkneski Filip Jicha, arftaki Alfreðs Gíslasonar hjá þýska handboltaliðinu Kiel, er kominn í sögubækur þar í landi á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins. Jicha var nefnilega valinn þjálfari ársins í úrvalsdeildinni af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.
Jicha er þar með fyrsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar sem er valinn bæði besti leikmaður sem og þjálfari. Það er áratugur síðan Tékkinn var kosinn besti leikmaður deildarinnar en þá lék hann með Kiel undir stjórn Alfreðs.
Wow. Unser #Meistertrainer @FilipJ39 ist von seinen Kollegen und den Geschäftsführern der @liquimoly_hbl zum "Trainer der Saison" gewählt worden: Herzlichen Glückwunsch, Filip! #WirSindKiel #NurMitEuch #KIDM2020 https://t.co/CZJUTZDbEA
— THW Kiel (@thw_handball) May 29, 2020
Þegar deildin var blásin af vegna kórónufaraldursins var Kiel í toppsæti deildarinnar. Á endanum var ákveðið að aflýsa tímabilinu og Kiel því krýnt meistari í fyrsta skipti í fimm ár. Þá fór Kiel einnig alla leið í úrslitahelgi þýska bikarsins undir stjórn Jicha.