Íslensk kona í Minneapolis segir íbúa slegna: „Ég held að þetta verði allt sumarið. Þetta er bara rétt að byrja“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2020 19:30 Þórunn Bjarnadóttir hefur verið búsett í Minneapolis í nærri fjóra áratugi. Vísir/Þórður Íslensk kona sem búsett er í Minneapolis óttast að mótmælin séu rétt að byrja og komi til með að standa fram eftir sumri. Minneapolis er stærsta borgin í bandaríska ríkinu Minnesota en þar búa yfir fjögur hundruð þúsund manns. Þórunn Bjarnadóttir hefur búið og starfað í borginni í hátt í fjóra áratugi en hún segir nóttina í nótt hafa tekið á íbúa líkt og fyrri nætur. Mótmælin hafi fyrst um sinn farið að mestu fram í hverfi sem hún flutti nýlega úr. „Pósthúsið það er búið að eyðileggja það. Það er búið að eyðileggja lögreglustöðina. Ég fór alltaf í strætó beint bara á móti lögreglustöðinni. Þetta er vínbúðin mín sem fór bara í loft upp og sprakk,“ segir Þórunn. Þjóðvarðarliðið hefur verið kallað út í Minnesota til að reyna að ná tökum á ástandinu í borginni.Vísir/AP Það var í raun og veru bara spurning hvenær þetta yrði Hún segir mótmælendur ósátta við lögregluna og þeir telji kynþáttafordóma ríkja meðal stéttarinnar. „Að þessi rasismi sem er það sem gerir það að verkum að sko svertingjar eru handteknir, ég held að það séu svona fimmtíu til sextíu sinnum oftar heldur en hvítir, fyrir nákvæmlega sama verknaðinn og það er í rauninni verið að berjast fyrir þessum réttindunum. Að þetta sé svona ákveðið svona jafnrétti sem að Ameríka segir að hún sé eitthvað sem hún stendur fyrir.“ „Það var í raun og veru spurning bara hvenær þetta yrði en ekki að þetta yrði en ég var náttúrulega hissa að þetta yrði núna ákkurat í miðjum COVID vandamálum. Það sem að gerðist náttúrulega er að maður er myrtur af lögreglunni þú veist bara fyrir framan alla bara eins og þetta skipti engu máli og þessi maður lítur út eins og frændi allra,“ segir Þórunn sem er mjög slegin líkt og aðrir borgarbúar. Eyðilegging blasir víða við í Minneapolis.Vísir/AP Heldur að mótmælin komi Trump vel Þórunn segir að nokkuð vel hafi tekist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum í borginni og óttast hvaða áhrif það hafi að svona stórir hópar fólks séu að safnast saman. Hún segir Donald Trump forseta Bandaríkjanna ekki hafa staðið sig vel í þessu máli. „Af því að hann er að reyna að ýta undir þetta og hann þykist ekkert vera að gera það. Það er eins og hann fatti þetta ekki en ég er ekki viss um að það sé rétt hjá honum. Ég held að hann viti alveg hvað hann er að gera og ég held að það komi honum vel.“ Þórunn óttast að mótmælin komi til með að vara lengi. „Ég held að það sé ekki bara þessi nótt. Ég held að þetta verði allt sumarið. Þetta er bara rétt að byrja. Ég held að þetta verði í langan tíma. Það er það sem ég er hrædd við.“ Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48 Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Útgöngubann sett á í Minneapolis Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. 29. maí 2020 20:57 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Íslensk kona sem búsett er í Minneapolis óttast að mótmælin séu rétt að byrja og komi til með að standa fram eftir sumri. Minneapolis er stærsta borgin í bandaríska ríkinu Minnesota en þar búa yfir fjögur hundruð þúsund manns. Þórunn Bjarnadóttir hefur búið og starfað í borginni í hátt í fjóra áratugi en hún segir nóttina í nótt hafa tekið á íbúa líkt og fyrri nætur. Mótmælin hafi fyrst um sinn farið að mestu fram í hverfi sem hún flutti nýlega úr. „Pósthúsið það er búið að eyðileggja það. Það er búið að eyðileggja lögreglustöðina. Ég fór alltaf í strætó beint bara á móti lögreglustöðinni. Þetta er vínbúðin mín sem fór bara í loft upp og sprakk,“ segir Þórunn. Þjóðvarðarliðið hefur verið kallað út í Minnesota til að reyna að ná tökum á ástandinu í borginni.Vísir/AP Það var í raun og veru bara spurning hvenær þetta yrði Hún segir mótmælendur ósátta við lögregluna og þeir telji kynþáttafordóma ríkja meðal stéttarinnar. „Að þessi rasismi sem er það sem gerir það að verkum að sko svertingjar eru handteknir, ég held að það séu svona fimmtíu til sextíu sinnum oftar heldur en hvítir, fyrir nákvæmlega sama verknaðinn og það er í rauninni verið að berjast fyrir þessum réttindunum. Að þetta sé svona ákveðið svona jafnrétti sem að Ameríka segir að hún sé eitthvað sem hún stendur fyrir.“ „Það var í raun og veru spurning bara hvenær þetta yrði en ekki að þetta yrði en ég var náttúrulega hissa að þetta yrði núna ákkurat í miðjum COVID vandamálum. Það sem að gerðist náttúrulega er að maður er myrtur af lögreglunni þú veist bara fyrir framan alla bara eins og þetta skipti engu máli og þessi maður lítur út eins og frændi allra,“ segir Þórunn sem er mjög slegin líkt og aðrir borgarbúar. Eyðilegging blasir víða við í Minneapolis.Vísir/AP Heldur að mótmælin komi Trump vel Þórunn segir að nokkuð vel hafi tekist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum í borginni og óttast hvaða áhrif það hafi að svona stórir hópar fólks séu að safnast saman. Hún segir Donald Trump forseta Bandaríkjanna ekki hafa staðið sig vel í þessu máli. „Af því að hann er að reyna að ýta undir þetta og hann þykist ekkert vera að gera það. Það er eins og hann fatti þetta ekki en ég er ekki viss um að það sé rétt hjá honum. Ég held að hann viti alveg hvað hann er að gera og ég held að það komi honum vel.“ Þórunn óttast að mótmælin komi til með að vara lengi. „Ég held að það sé ekki bara þessi nótt. Ég held að þetta verði allt sumarið. Þetta er bara rétt að byrja. Ég held að þetta verði í langan tíma. Það er það sem ég er hrædd við.“
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48 Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Útgöngubann sett á í Minneapolis Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. 29. maí 2020 20:57 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48
Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00
Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48
Útgöngubann sett á í Minneapolis Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. 29. maí 2020 20:57