Fyrirliði Schalke 04 skrifaði „Justice for George“ á fyrirliðaband sitt er Schalke mætti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Hinn 21 árs gamli Weston McKennie bar fyrirliðabandið en hann hefur leikið 19 A-landsleiki fyrir Bandaríkin þrátt fyrir ungan aldur. Þá hefur hann leikið fyrir öll yngri landslið Bandaríkjanna.
Hann, líkt og svo margir aðrir Bandaríkjamenn, vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis á dögunum. Í kjölfar morðsins hafa uppþot og óeirðir átt sér stað víða í Bandaríkjunum.
Þá hafa ýmsir íþróttamenn gallað eftir réttlæti og Weston hefur ákveðð að vekja athygli á málinu með því að breyta fyrirliðabandi sínu.
US Intenational midfielder Weston McKennie wears armband with Justice for George enscribed during today s German Bundesliga game to honor memory of George Floyd. The World is Watching pic.twitter.com/p6PQ0vnHbM
— roger bennett (@rogbennett) May 30, 2020
Schalke tapaði leiknum 0-1 og situr sem stendur í 10. sæti deildarinnar.