Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 14:48 Frá óeirðunum í Minnesota í nótt. AP/John Minchillo Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. Þúsundir hunsuðu útgöngubann í borginni í nótt og kom til umfangsmikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Þá var kveikt í byggingum í óeirðum í borginni. Walz segist vera að kalla út fleiri þjóðvarðliða og vonast til að þeir verði um 1.700 í kvöld. Hann segir það samt varla duga til og er að íhuga að þiggja boð alríkisyfirvalda og fá herlögreglu til borgarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samkvæmt New York Times, skipað hernum að undirbúa meðlimi herlögreglunnar fyrir flutning til Minneapolis. More than 1,000 additional Citizen-Soldiers and Airmen are activating today. This is in addition to the 700 that were on duty as of late last night. This represents the largest domestic deployment in the Minnesota’s National Guard’s 164-year history. pic.twitter.com/aV9NOFv5uo— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 30, 2020 Ríkisstjórinn sagðist þó þeirrar skoðunnar að það myndi líklega ekki duga til. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan í Minneapolis að skotið hafi verið á lögregluþjóna þar en engan hafi þó sakað. Víða um Bandaríkin hefur komið til átaka og hafa margir orðið fyrir skotum. Mótmælaölduna sem gengur nú yfir Bandaríkin má rekja til dauða George Floyd. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis á mánudaginn. Myndbönd af dauða Floyd fóru eins og eldur í sinu um internetið. Á þeim á sjá lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Aðrir lögregluþjónar höfðu áhyggjur AP fréttaveitan segir skýrslur lögreglunnar sýna að aðrir lögregluþjónar á vettvangi lýstu yfir áhyggjum af stöðu Floyd en að Chauvin hafi hunsað það. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Vilja sjálfstæða krufningu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar segja Floyd hafa dáið af nokkrum ástæðum. Í niðurstöðunum segir að hann hafi dáið vegna þess að hann hafi verið í járnum, undirliggjandi heilsukvilla og ölvunar. Ekkert kemur fram varðandi mögulega köfnun. Fjölskylda Floyd hefur farið fram að á sjálfstæði krufning fari fram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. Þúsundir hunsuðu útgöngubann í borginni í nótt og kom til umfangsmikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Þá var kveikt í byggingum í óeirðum í borginni. Walz segist vera að kalla út fleiri þjóðvarðliða og vonast til að þeir verði um 1.700 í kvöld. Hann segir það samt varla duga til og er að íhuga að þiggja boð alríkisyfirvalda og fá herlögreglu til borgarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samkvæmt New York Times, skipað hernum að undirbúa meðlimi herlögreglunnar fyrir flutning til Minneapolis. More than 1,000 additional Citizen-Soldiers and Airmen are activating today. This is in addition to the 700 that were on duty as of late last night. This represents the largest domestic deployment in the Minnesota’s National Guard’s 164-year history. pic.twitter.com/aV9NOFv5uo— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 30, 2020 Ríkisstjórinn sagðist þó þeirrar skoðunnar að það myndi líklega ekki duga til. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan í Minneapolis að skotið hafi verið á lögregluþjóna þar en engan hafi þó sakað. Víða um Bandaríkin hefur komið til átaka og hafa margir orðið fyrir skotum. Mótmælaölduna sem gengur nú yfir Bandaríkin má rekja til dauða George Floyd. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis á mánudaginn. Myndbönd af dauða Floyd fóru eins og eldur í sinu um internetið. Á þeim á sjá lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Aðrir lögregluþjónar höfðu áhyggjur AP fréttaveitan segir skýrslur lögreglunnar sýna að aðrir lögregluþjónar á vettvangi lýstu yfir áhyggjum af stöðu Floyd en að Chauvin hafi hunsað það. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Vilja sjálfstæða krufningu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar segja Floyd hafa dáið af nokkrum ástæðum. Í niðurstöðunum segir að hann hafi dáið vegna þess að hann hafi verið í járnum, undirliggjandi heilsukvilla og ölvunar. Ekkert kemur fram varðandi mögulega köfnun. Fjölskylda Floyd hefur farið fram að á sjálfstæði krufning fari fram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira