Merkilegur árangur náðst án tilvistar sértæks Covid-lyfs Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 22:55 Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild LSH. Vísir Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH þakkar forvarnarátaki heilbrigðisyfirvalda fyrir þann merkilega árangur sem náðst hefur þrátt fyrir að nokkurt lyf eða bóluefni sé til gegn Covid-19 sýkingu, þetta kom fram í erindi Más Kristjánssonar yfirlæknis á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Það er engin sértæk meðferð við þessum sjúkdómi enn sem komið er. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már og sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafi leikið stór hlutverk í árangrinum. Már segir þá lítið vitað um sjúkdóminn og því hafi verið ákveðið undir eins að hringja í hvern einasta sjúkling. Þeir sem sáu um hringingarnar voru í fyrstu tveir, Már og Ólafur Guðlaugsson, seinna hafi róðurinn þyngst og fleiri bæst í hópinn. Vegna anna við hringingar hafi ákvörðun verið tekin um að stækka aðstöðuna og gámarnir frægu útvegaðir með því varð Covid-göngudeildin til. „Seinna hafi verið gripið til þess ráðs að nýta gömul barnaheimili í Fossvoginum. Þar hafi sjúklingar geta komist að utan inn í herbergi án þess að fara inn í almenn rými. „Þetta fyrirkomulag þjónaði margvíslegum tilgangi sem ég lít á sem eina mjög mikilvæga meðferð. Í fyrsta lagi með heimhringingarnar, þær veita fólki fullvissu. Það er einhver sem veit um það og einhver sem veit ástand þess. Þá veit fólk að ef það er lasið getur fólk komist á staðinn án þess að útsetja neina aðra, þannig er hægt að meta það og veita tilfallandi meðferð,“ sagði Már. „Það kom nánast enginn inn á bráðadeildina með Covid eftir miðjan mars eftir að Covid-göngudeildin var komin af stað,“ sagði Már og sagði það hafa verið veigamikið í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar á meðal heilbrigðisstarfsfólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH þakkar forvarnarátaki heilbrigðisyfirvalda fyrir þann merkilega árangur sem náðst hefur þrátt fyrir að nokkurt lyf eða bóluefni sé til gegn Covid-19 sýkingu, þetta kom fram í erindi Más Kristjánssonar yfirlæknis á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Það er engin sértæk meðferð við þessum sjúkdómi enn sem komið er. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már og sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafi leikið stór hlutverk í árangrinum. Már segir þá lítið vitað um sjúkdóminn og því hafi verið ákveðið undir eins að hringja í hvern einasta sjúkling. Þeir sem sáu um hringingarnar voru í fyrstu tveir, Már og Ólafur Guðlaugsson, seinna hafi róðurinn þyngst og fleiri bæst í hópinn. Vegna anna við hringingar hafi ákvörðun verið tekin um að stækka aðstöðuna og gámarnir frægu útvegaðir með því varð Covid-göngudeildin til. „Seinna hafi verið gripið til þess ráðs að nýta gömul barnaheimili í Fossvoginum. Þar hafi sjúklingar geta komist að utan inn í herbergi án þess að fara inn í almenn rými. „Þetta fyrirkomulag þjónaði margvíslegum tilgangi sem ég lít á sem eina mjög mikilvæga meðferð. Í fyrsta lagi með heimhringingarnar, þær veita fólki fullvissu. Það er einhver sem veit um það og einhver sem veit ástand þess. Þá veit fólk að ef það er lasið getur fólk komist á staðinn án þess að útsetja neina aðra, þannig er hægt að meta það og veita tilfallandi meðferð,“ sagði Már. „Það kom nánast enginn inn á bráðadeildina með Covid eftir miðjan mars eftir að Covid-göngudeildin var komin af stað,“ sagði Már og sagði það hafa verið veigamikið í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar á meðal heilbrigðisstarfsfólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira