Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 21:13 Sóttvarnalæknir á fræðslufundi í dag. Vísir Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. „Hvenær kemur næsta bylgja, verður önnur bylgja og um þetta er ómögulegt að segja því það fer eftir svo mörgum þáttum sem við vitum ekkert um, sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Þórólfur sagði lítið enn vitað um veiruna og hegðun hennar og enn óljóst hvort kórónuveiran muni valda árstíðabundnum sýkingum eða einfaldlega deyja út. Spurning væri hvort og hvenær bóluefni yrði tilbúið til dreifingar og notkunar. „Það sem kemur til með að spila rullu hjá okkur er hver er útbreiðslan í öðrum löndum. Hvenær hverfur veiran virkilega,“ sagði Þórólfur og bætti við að raun hafi verið að fyrst og fremst íslendingar hafi komið með veiruna og einungis mjög fái erlendir ferðamenn hafi verið greindir hér á landi og smit út frá þeim lítil sem engin. Þá sagði Þórólfur Íslendinga hafa staðið sig vel í einstaklingsbundnum sýkingavörnum eins og til að mynda handþvotti en útlit sé fyrir að fólk sé farið að gleyma sér aðeins. „Við þurfum sífellt að minna á þetta,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur segir þá að hann telji að útbreiddur faraldur sé mjög ólíklegur hér á landi líkur séu þó á einstaka smitum og hópsýkingum. „Faraldurinn sem kom, hann kom mjög brátt að okkur og ég held að það gerist ekki. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér, ég veit það ekki,“ sagði Þórólfur og minntist gagnrýni Kára Stefánssonar við fyrri spádómum Þórólfs. Þórólfur sagði Ísland vera komið með góða innviði og vera í viðbragðsstöðu. „Ég held við fáum einstaka smit áfram, það er held ég óumflýjanlegt og litlar hópsýkingar eru mögulegar. Við erum komin með reynslu af því að fást við það,“ og vísaði þar til Vestfjarða, Hvammstanga og Vestmannaeyja. „Ég held að þetta sé það sem við munum geta séð,“ sagði Þórólfur og sagði að nú þyrfti að tryggja góðan árangur með réttum aðgerðum. Halda þurfi áfram mikilli sýnatöku og beita smitrakningu áfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. „Hvenær kemur næsta bylgja, verður önnur bylgja og um þetta er ómögulegt að segja því það fer eftir svo mörgum þáttum sem við vitum ekkert um, sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Þórólfur sagði lítið enn vitað um veiruna og hegðun hennar og enn óljóst hvort kórónuveiran muni valda árstíðabundnum sýkingum eða einfaldlega deyja út. Spurning væri hvort og hvenær bóluefni yrði tilbúið til dreifingar og notkunar. „Það sem kemur til með að spila rullu hjá okkur er hver er útbreiðslan í öðrum löndum. Hvenær hverfur veiran virkilega,“ sagði Þórólfur og bætti við að raun hafi verið að fyrst og fremst íslendingar hafi komið með veiruna og einungis mjög fái erlendir ferðamenn hafi verið greindir hér á landi og smit út frá þeim lítil sem engin. Þá sagði Þórólfur Íslendinga hafa staðið sig vel í einstaklingsbundnum sýkingavörnum eins og til að mynda handþvotti en útlit sé fyrir að fólk sé farið að gleyma sér aðeins. „Við þurfum sífellt að minna á þetta,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur segir þá að hann telji að útbreiddur faraldur sé mjög ólíklegur hér á landi líkur séu þó á einstaka smitum og hópsýkingum. „Faraldurinn sem kom, hann kom mjög brátt að okkur og ég held að það gerist ekki. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér, ég veit það ekki,“ sagði Þórólfur og minntist gagnrýni Kára Stefánssonar við fyrri spádómum Þórólfs. Þórólfur sagði Ísland vera komið með góða innviði og vera í viðbragðsstöðu. „Ég held við fáum einstaka smit áfram, það er held ég óumflýjanlegt og litlar hópsýkingar eru mögulegar. Við erum komin með reynslu af því að fást við það,“ og vísaði þar til Vestfjarða, Hvammstanga og Vestmannaeyja. „Ég held að þetta sé það sem við munum geta séð,“ sagði Þórólfur og sagði að nú þyrfti að tryggja góðan árangur með réttum aðgerðum. Halda þurfi áfram mikilli sýnatöku og beita smitrakningu áfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent