Pabbi týndist og er nú farinn Alma Hafsteinsdóttir skrifar 28. maí 2020 15:00 Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum. Pabbinn hafði farið út um kvöldmatarleytið og hafði ekki skilað sér heim. Dóttirin fór og leitaði að honum og kom að honum við spilakassa. Í símtalinu var hún hágrátandi með ekka. Pabbinn hafði ekkert spilað meðan spilakassarnir voru lokaðir. Hann hafði verið svo duglegur að leika við afabörnin sín síðustu vikur og svaraði alltaf í símann þegar hún hringdi. Hann var svo glaður og góður. Hann fór meira að segja með afabörnin í göngutúra og keypti ís handa þeim. Það hafði ekki gerst lengi, hann átti aldrei pening eða eirð í sér. Dóttirin sá í hillingum að gæðastundum barna hennar með afanum færi fjölgandi, fyrst hann var hættur að spila. Maðurinn í spilasalnum vildi ekki hjálpa henni. Hann sagði að gamli væri þarna af fúsum og frjálsum vilja. Dóttirin sagði mér að pabbi sinn hefði einmitt sagt um síðustu helgi hvað það væri gott að spilakassar og spilasalir væru lokaðir. Hún vissi samt að þeir höfðu þegar opnað, en vildi ekki láta hann vita af því. Hún var svo hrædd um að missa hann aftur. “Af hverju voru þeir að opna Alma? Af hverju?”, öskraði hún á mig og brast svo í hágrát. “Pabbi er alveg farinn – AFTUR. Hvernig á ég að útskýra fyrir krökkunum að afi sé byrjaður að spila aftur? Hvað á ég að segja þeim? Get ég hringt í lögregluna og beðið þá að sækja hann? Hvað á ég að gera?” Þetta voru þær spurningar sem ég fékk – Örvæntingin og vanmátturinn sker í sálina. Hvernig á ég að útskýra fyrir henni að við erum að gera allt sem við getum en Rauði Krossinn, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands þurfi að fá blóðpeningana sína, peninga pabba hennar! Svo segir formaður Landsbjargar að þeir séu stoltir eigendur Íslandsspila og þessi rekstur sé að skila þeim umtalsverðum upphæðum, svo gjörsamlega sneiddur allri samúð og samkennd með fórnarlömbum félagsins. Stoltir eigendur Íslanddspila mega vita þegar þeir telja peningana upp úr spilakössunum, að þeir eru vættir með tárum barnabarnanna sem sjá á eftir afa sínum í hyldýpi spilafíknarinnar og gæðastundanna sem ekki verða. Ætli aðalstyrktaraðilar þessara samtaka taki í sama streng og styðji þessi ummæli formanns Landsbjargar sem talaði jafnframt fyrir hönd Rauða Krossins og SÁÁ? Samræmist þessi rekstur samfélags- og siðferðislegum viðmiðum þeirra? Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum. Pabbinn hafði farið út um kvöldmatarleytið og hafði ekki skilað sér heim. Dóttirin fór og leitaði að honum og kom að honum við spilakassa. Í símtalinu var hún hágrátandi með ekka. Pabbinn hafði ekkert spilað meðan spilakassarnir voru lokaðir. Hann hafði verið svo duglegur að leika við afabörnin sín síðustu vikur og svaraði alltaf í símann þegar hún hringdi. Hann var svo glaður og góður. Hann fór meira að segja með afabörnin í göngutúra og keypti ís handa þeim. Það hafði ekki gerst lengi, hann átti aldrei pening eða eirð í sér. Dóttirin sá í hillingum að gæðastundum barna hennar með afanum færi fjölgandi, fyrst hann var hættur að spila. Maðurinn í spilasalnum vildi ekki hjálpa henni. Hann sagði að gamli væri þarna af fúsum og frjálsum vilja. Dóttirin sagði mér að pabbi sinn hefði einmitt sagt um síðustu helgi hvað það væri gott að spilakassar og spilasalir væru lokaðir. Hún vissi samt að þeir höfðu þegar opnað, en vildi ekki láta hann vita af því. Hún var svo hrædd um að missa hann aftur. “Af hverju voru þeir að opna Alma? Af hverju?”, öskraði hún á mig og brast svo í hágrát. “Pabbi er alveg farinn – AFTUR. Hvernig á ég að útskýra fyrir krökkunum að afi sé byrjaður að spila aftur? Hvað á ég að segja þeim? Get ég hringt í lögregluna og beðið þá að sækja hann? Hvað á ég að gera?” Þetta voru þær spurningar sem ég fékk – Örvæntingin og vanmátturinn sker í sálina. Hvernig á ég að útskýra fyrir henni að við erum að gera allt sem við getum en Rauði Krossinn, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands þurfi að fá blóðpeningana sína, peninga pabba hennar! Svo segir formaður Landsbjargar að þeir séu stoltir eigendur Íslandsspila og þessi rekstur sé að skila þeim umtalsverðum upphæðum, svo gjörsamlega sneiddur allri samúð og samkennd með fórnarlömbum félagsins. Stoltir eigendur Íslanddspila mega vita þegar þeir telja peningana upp úr spilakössunum, að þeir eru vættir með tárum barnabarnanna sem sjá á eftir afa sínum í hyldýpi spilafíknarinnar og gæðastundanna sem ekki verða. Ætli aðalstyrktaraðilar þessara samtaka taki í sama streng og styðji þessi ummæli formanns Landsbjargar sem talaði jafnframt fyrir hönd Rauða Krossins og SÁÁ? Samræmist þessi rekstur samfélags- og siðferðislegum viðmiðum þeirra? Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun