„Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2020 14:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Verkefnisstjórn sem falið var að meta greiningargetuna hafi haft skýrt og afmarkað hlutverk. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mætti til fundar í stjórnarráðinu í morgun. Ummæli Kára sem hann lét falla í viðtali í gærkvöldi, þar sem hann hneykslaðist á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu hafa vakið mikil viðbrögð. Svo virðist þó sem fundurinn í stjórnarráðinu hafi verið boðaður löngu áður og varðaði annað málefni. Sjá einnig: Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Verkefnisstjórn sem var skipuð á grundvelli tillögu heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra, um að stefna að því að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 komuna til landsins, skilaði skýrslu sinni á mánudaginn. Þar kemur meðal annars fram að afkastageta veirufræðideildar Landspítalans miðist við greiningu að hámarki fimm hundruð sýna á dag. Kári Stefánsson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ganga út að fundi loknum í stjórnarráðinu á tólfta tímanum í dag.Vísir/Vilhelm Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að aðkoma annarra greiningaraðila sé mögulegt úrræði til að auka greiningargetuna, en ekki hafi verið lagt mat á hver sú samanlagða greiningargeta gæti verið. Ekki er fjallað sérstaklega um Íslenska erfðagreiningu í skýrslunni en Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, var gestur Kastljóss á Rúv í gærkvöldi þar sem hann undraðist meðal annars að Íslensk erfðagreining hafi ekki átt fulltrúa í verkefnisstjórninni. Sjá einnig: Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og tíu ára stelpa“ Áður hafði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í viðtali við Kastljós ekki sagst útiloka samstarf við Íslenska erfðagreiningu. Sjálfur sagði Kári í Kastljósi í gær að ekki komi til greina að fyrirtækið komi að verkefninu ef það verði unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins og lýsti hann óánægju sinni með samskiptin við ráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir hefur ekki gefið kost á viðtali að svo stöddu en fréttastofa náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra skömmu fyrir hádegi í dag. „Það liggur fyrir greining á getu veirufræðideildarinnar til skimana 15. júní sem eru 500 skimanir á dag og alveg ljóst að ef að það eiga að fara fram fleiri skimanir á dag að þá þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Áslaug. „Það lá auðvitað alltaf fyrir að það ætti að hafa samskipti við þau um þetta enda Kári [Stefánsson, forstjóri ÍE] einn af þeim sem lagði til þessa hugmynd meðal annars að ráðast í þessa skimun og að það væri mögulegt. Ég býst ekki við öðru en að það verði höfð samskipti við þau um framhaldið.“ En voru það mistök af hálfu stjórnvalda að bjóða ekki Íslenskri erfðagreiningu að taka þátt í vinnu verkefnisstjórnarinnar? „Verkefnastjórninni sem heilbrigðisráðherra skipaði var falið mjög þröngt hlutverk, að kanna bara stöðuna eins og hún er í dag og getu til skimana og alveg ljóst að niðurstaða þess var að það þyrfti að tala við aðra aðila og að það yrði gert,“ svara Áslaug. Hún kveðst binda vonir við að áformin gangi eftir. „Enda held ég að flestir voni að þessi leið takist vel og að við getum hafið skimanir 15. júní af því það er bæði talin öruggasta leiðin hvað varðar sóttvarnir en líka sú mikilvægasta á okkar forsendum til að efla hér efnahaginn að nýju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Verkefnisstjórn sem falið var að meta greiningargetuna hafi haft skýrt og afmarkað hlutverk. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mætti til fundar í stjórnarráðinu í morgun. Ummæli Kára sem hann lét falla í viðtali í gærkvöldi, þar sem hann hneykslaðist á framkomu heilbrigðisráðherra gagnvart Íslenskri erfðagreiningu hafa vakið mikil viðbrögð. Svo virðist þó sem fundurinn í stjórnarráðinu hafi verið boðaður löngu áður og varðaði annað málefni. Sjá einnig: Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Verkefnisstjórn sem var skipuð á grundvelli tillögu heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra, um að stefna að því að bjóða upp á skimun fyrir COVID-19 komuna til landsins, skilaði skýrslu sinni á mánudaginn. Þar kemur meðal annars fram að afkastageta veirufræðideildar Landspítalans miðist við greiningu að hámarki fimm hundruð sýna á dag. Kári Stefánsson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ganga út að fundi loknum í stjórnarráðinu á tólfta tímanum í dag.Vísir/Vilhelm Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að aðkoma annarra greiningaraðila sé mögulegt úrræði til að auka greiningargetuna, en ekki hafi verið lagt mat á hver sú samanlagða greiningargeta gæti verið. Ekki er fjallað sérstaklega um Íslenska erfðagreiningu í skýrslunni en Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, var gestur Kastljóss á Rúv í gærkvöldi þar sem hann undraðist meðal annars að Íslensk erfðagreining hafi ekki átt fulltrúa í verkefnisstjórninni. Sjá einnig: Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og tíu ára stelpa“ Áður hafði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í viðtali við Kastljós ekki sagst útiloka samstarf við Íslenska erfðagreiningu. Sjálfur sagði Kári í Kastljósi í gær að ekki komi til greina að fyrirtækið komi að verkefninu ef það verði unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins og lýsti hann óánægju sinni með samskiptin við ráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir hefur ekki gefið kost á viðtali að svo stöddu en fréttastofa náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra skömmu fyrir hádegi í dag. „Það liggur fyrir greining á getu veirufræðideildarinnar til skimana 15. júní sem eru 500 skimanir á dag og alveg ljóst að ef að það eiga að fara fram fleiri skimanir á dag að þá þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Áslaug. „Það lá auðvitað alltaf fyrir að það ætti að hafa samskipti við þau um þetta enda Kári [Stefánsson, forstjóri ÍE] einn af þeim sem lagði til þessa hugmynd meðal annars að ráðast í þessa skimun og að það væri mögulegt. Ég býst ekki við öðru en að það verði höfð samskipti við þau um framhaldið.“ En voru það mistök af hálfu stjórnvalda að bjóða ekki Íslenskri erfðagreiningu að taka þátt í vinnu verkefnisstjórnarinnar? „Verkefnastjórninni sem heilbrigðisráðherra skipaði var falið mjög þröngt hlutverk, að kanna bara stöðuna eins og hún er í dag og getu til skimana og alveg ljóst að niðurstaða þess var að það þyrfti að tala við aðra aðila og að það yrði gert,“ svara Áslaug. Hún kveðst binda vonir við að áformin gangi eftir. „Enda held ég að flestir voni að þessi leið takist vel og að við getum hafið skimanir 15. júní af því það er bæði talin öruggasta leiðin hvað varðar sóttvarnir en líka sú mikilvægasta á okkar forsendum til að efla hér efnahaginn að nýju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira