Handbolti

Arnar Birkir á leið til Þýskalands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Birkir hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2018.
Arnar Birkir hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2018. vísir/vilhelm

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar er handboltamaðurinn Arnar Birkir Hálfdánsson á leið til þýska B-deildarliðsins Aue.

Undanfarin tvö ár hefur Arnar Birkir leikið með SønderjyskE í Danmörku. Á síðasta tímabili skoraði hann 51 mark í dönsku úrvalsdeildinni. SønderjyskE endaði í 9. sæti hennar.

Arnar Birkir er uppalinn hjá Fram en lék einnig með FH og ÍR hér á landi áður en hann fór í atvinnumennsku.

Arnar Birkir er 26 ára og leikur jafnan í stöðu hægri skyttu.

Á síðasta tímabili endaði Aue í 13. sæti þýsku B-deildarinnar. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með liðinu og þá var Rúnar Sigtryggsson þjálfari þess á árunum 2012-16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×