COVID-19: Sameinuð sigrum við António Guterres skrifar 14. mars 2020 11:31 Hvarvetna er mikið uppnám vegna kórónaaveirunnar – COVID-19. Og ég veit að margir eru kvíðnir, áhyggjufullir og ráðvilltir. Það er alveg eðlilegt. Við stöndum frammi fyrir heilbrigðisvá sem er ólík öllu sem við höfum kynnst á ævinni. Á sama tíma breiðist veiran út, hættan vex og það reynir á heilbrigðiskerfi okkar, hagkerfi og daglegt líf okkar. Þeir sem eru berskjaldaðir, sérstaklega eldra fólk og þeir sem glíma við vanheilsu af öðru tagi, þeir sem hafa ekki aðgang að traustri heilsugæslu og hinir fátæku og þeir sem eru á jaðri samfélagsins, verða harðast fyrir barðinu á veirunni. Félagsleg og efnahagsleg áhrif útbreiðslu faraldursins og samdráttar í efnahagslífinu munu snerta okkur næstu mánuði. En útbreiðsla veirunnar mun ná hámarki. Hagkerfi okkar munu ná sér. Þangað til verðum við að leggjast saman á árarnar til þess að hægja á útbreiðslu veirunnar og gæta hvors annars. Þetta er tími gætni, ekki óðagots. Tökum vísindi fram yfir fordóma, lítum á staðreyndir og forðumst óttann. Jafnvel þóttt ástandið hafi verið flokkað sem alheimsfaraldur, getum við haft stjórn á honum. Við getum hægt á útbreiðslu, hindrað smit og bjargað mannslífum. En við verðum að grípa til fordæmalausra aðgerða hvort heldur sem persónulega, innanlands eða á alþjóðlegum vettvangi. COVID-19 er sameiginlegur óvinur okkar. Við verðum að lýsa yfir stríði á hendur veirunni. Það þýðir að ríki verða að sýna ábyrgð og efla viðnám sitt. Hvernig? Með því að setja upp hindranir, með þvi að virkja og auka almannavarnakerfi, með því að auka umtalsvert greiningargetu og umönnun sjúklinga, með því að undirbúa sjúkrahús, og tryggja að þau hafi rými, birgðir og nauðsynlegt starfsfólk, og með því að þróa læknisfræðileg inngrip sem geta bjargað mannslífum. Við berum líka öll ábyrgð á því að fara eftir ráðum lækna og stíga þau skref sem heilbrigðisyfirvöld leggja til. Auk þess að vera lýðheilsuvá er veiran að smita alþjóðlegan efnahag. Óvissa hefur leikið fjármálamarkaði hart. Birgðadreifingarkerfi heimsins hefur orðið fyrir skakkaföllum. Fjárfestingar og neysla hafa minnkað og skapað raunverulega hættu á samdrætti um allan heim. Hagfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að veiran geti kostað hagkerfi heimsins að minnsta kosti eina billjón Bandaríkjadala á þessu ári og kannski meira. Ekkert ríki getur unnið sigur upp á eigin spýtur. Samvinna ríkisstjórna er mikilvægari en nokkru sinni áður til að blása lífi í efnahaginn, auka opinbera fjárfestingu, glæða viðskipti. Tryggja ber markvissan stuðning við fólk og samfélög sem harðast verða úti af völdum veirunnar eða efnahagslegs umróts af hennar völdum – sérstaklega konur sem of axla hlutfallslega meiri byrði af umönnunarstarfi. Heimsfaraldur varpar ljósi á innbyrðistengsl fjölskyldu mannkyns. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að hindra frekari útbreiðslu COVID-19. Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, vinna að þessu verkefni af fullum krafti. Við vinnum allan sólarhringinn með ríkisstjórnum, veitum alþjóðlega leiðsögn, og hjálpum heiminum að takast á við þessa vá. Við erum öll í þessu saman og við munu sigrast á þessu saman. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvarvetna er mikið uppnám vegna kórónaaveirunnar – COVID-19. Og ég veit að margir eru kvíðnir, áhyggjufullir og ráðvilltir. Það er alveg eðlilegt. Við stöndum frammi fyrir heilbrigðisvá sem er ólík öllu sem við höfum kynnst á ævinni. Á sama tíma breiðist veiran út, hættan vex og það reynir á heilbrigðiskerfi okkar, hagkerfi og daglegt líf okkar. Þeir sem eru berskjaldaðir, sérstaklega eldra fólk og þeir sem glíma við vanheilsu af öðru tagi, þeir sem hafa ekki aðgang að traustri heilsugæslu og hinir fátæku og þeir sem eru á jaðri samfélagsins, verða harðast fyrir barðinu á veirunni. Félagsleg og efnahagsleg áhrif útbreiðslu faraldursins og samdráttar í efnahagslífinu munu snerta okkur næstu mánuði. En útbreiðsla veirunnar mun ná hámarki. Hagkerfi okkar munu ná sér. Þangað til verðum við að leggjast saman á árarnar til þess að hægja á útbreiðslu veirunnar og gæta hvors annars. Þetta er tími gætni, ekki óðagots. Tökum vísindi fram yfir fordóma, lítum á staðreyndir og forðumst óttann. Jafnvel þóttt ástandið hafi verið flokkað sem alheimsfaraldur, getum við haft stjórn á honum. Við getum hægt á útbreiðslu, hindrað smit og bjargað mannslífum. En við verðum að grípa til fordæmalausra aðgerða hvort heldur sem persónulega, innanlands eða á alþjóðlegum vettvangi. COVID-19 er sameiginlegur óvinur okkar. Við verðum að lýsa yfir stríði á hendur veirunni. Það þýðir að ríki verða að sýna ábyrgð og efla viðnám sitt. Hvernig? Með því að setja upp hindranir, með þvi að virkja og auka almannavarnakerfi, með því að auka umtalsvert greiningargetu og umönnun sjúklinga, með því að undirbúa sjúkrahús, og tryggja að þau hafi rými, birgðir og nauðsynlegt starfsfólk, og með því að þróa læknisfræðileg inngrip sem geta bjargað mannslífum. Við berum líka öll ábyrgð á því að fara eftir ráðum lækna og stíga þau skref sem heilbrigðisyfirvöld leggja til. Auk þess að vera lýðheilsuvá er veiran að smita alþjóðlegan efnahag. Óvissa hefur leikið fjármálamarkaði hart. Birgðadreifingarkerfi heimsins hefur orðið fyrir skakkaföllum. Fjárfestingar og neysla hafa minnkað og skapað raunverulega hættu á samdrætti um allan heim. Hagfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að veiran geti kostað hagkerfi heimsins að minnsta kosti eina billjón Bandaríkjadala á þessu ári og kannski meira. Ekkert ríki getur unnið sigur upp á eigin spýtur. Samvinna ríkisstjórna er mikilvægari en nokkru sinni áður til að blása lífi í efnahaginn, auka opinbera fjárfestingu, glæða viðskipti. Tryggja ber markvissan stuðning við fólk og samfélög sem harðast verða úti af völdum veirunnar eða efnahagslegs umróts af hennar völdum – sérstaklega konur sem of axla hlutfallslega meiri byrði af umönnunarstarfi. Heimsfaraldur varpar ljósi á innbyrðistengsl fjölskyldu mannkyns. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að hindra frekari útbreiðslu COVID-19. Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, vinna að þessu verkefni af fullum krafti. Við vinnum allan sólarhringinn með ríkisstjórnum, veitum alþjóðlega leiðsögn, og hjálpum heiminum að takast á við þessa vá. Við erum öll í þessu saman og við munu sigrast á þessu saman. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun