Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 23:26 Björgunarpakki þýska ríkisins kemur í veg fyrir gjaldþrot Lufthansa. Getty/Sean Gallup Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Björgunarpakkinn kemur í veg fyrir að flugfélagið verði gjaldþrota en upphæðin svarar til um 1.400 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef BBC en Lufthansa hefur, líkt og önnur flugfélög, glíma við mikinn rekstrarvanda undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Lufthansa og þýska ríkisins felur það í sér að þýska ríkið eignast 20% hlut í fyrirtækinu sem það hyggst selja fyrir árslok 2023. Samningurinn er háður samþykki hluthafa Lufthansa og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku við sér við tíðindi dagsins og hlutabréf Lufthansa hækkuðu um 7,5%. „Þessi stuðningur okkar er aðeins til skamms tíma. Þegar fyrirtækið stendur betur munum við selja okkar hlut, vonandi með smá hagnaði, sem gerir okkur kleift að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara gagnvart þessu félagi,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, á blaðamannafundi í dag. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Faraldurinn hefur hins vegar haft gríðarleg áhrif á rekstur Lufthansa, líkt og fleiri flugfélög í heiminum, enda hafa flugsamgöngur legið niðri nánast að öllu leyti í meira en tvo mánuði. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Björgunarpakkinn kemur í veg fyrir að flugfélagið verði gjaldþrota en upphæðin svarar til um 1.400 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef BBC en Lufthansa hefur, líkt og önnur flugfélög, glíma við mikinn rekstrarvanda undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Lufthansa og þýska ríkisins felur það í sér að þýska ríkið eignast 20% hlut í fyrirtækinu sem það hyggst selja fyrir árslok 2023. Samningurinn er háður samþykki hluthafa Lufthansa og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku við sér við tíðindi dagsins og hlutabréf Lufthansa hækkuðu um 7,5%. „Þessi stuðningur okkar er aðeins til skamms tíma. Þegar fyrirtækið stendur betur munum við selja okkar hlut, vonandi með smá hagnaði, sem gerir okkur kleift að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara gagnvart þessu félagi,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, á blaðamannafundi í dag. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Faraldurinn hefur hins vegar haft gríðarleg áhrif á rekstur Lufthansa, líkt og fleiri flugfélög í heiminum, enda hafa flugsamgöngur legið niðri nánast að öllu leyti í meira en tvo mánuði.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira