Margar sögur í gangi og kannski einhverjir að reyna að sundra okkur Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 22:00 Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, með nokkra af fjölmörgum verðlaunagripum KR-inga í baksýn. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR.“ Þetta sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag þegar talið barst að kvennaliði KR og framtíðarhorfum þess. Ljóst er að tveir af bestu leikmönnum Domino‘s-deildarinnar í vetur, Hildur Björg Kjartansdóttir og Danielle Rodriguez, verða ekki áfram hjá KR á næstu leiktíð en fregnir af dauða liðsins eru hins vegar stórlega ýktar: „Kannski eru einhverjir að reyna að sundra okkur. Þetta er sigursæll klúbbur og allt það. En það kom aldrei til greina að leggja eitt eða neitt niður, eða fara með liðið niður í 1. deild,“ sagði Böðvar sem í dag kynnti til leiks nýjan þjálfara kvennaliðs KR, sem tekur við af landsliðsþjálfaranum Benedikt Guðmundssyni. „Við erum að ráða hérna gríðarlega hæfan þjálfara í meistaraflokk kvenna, Francisco Garcia sem hefur verið að þjálfa í efstu deild á Spáni, var aðstoðarþjálfari U18 kvenna á Spáni, hefur þjálfað í Skandinavíu, á Indlandi, og verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Ég er búinn að eiga mörg samtöl við hann undanfarið og maður finnur alveg hvað hann lifir fyrir körfubolta. Það er einmitt þannig fólk sem ég vil fá inn í klúbbinn. Fólk sem er vinnusamt og gefur af sér,“ sagði Böðvar. Vonum að við getum gefið Val verðuga keppni „Hann [Garcia] verður líka með stúlknaflokk og það er frábært að hafa tengingu á milli meistaraflokks og stúlknaflokks. Það er mikill metnaður fyrir kvennastarfinu eins og alltaf hérna og það verða allir aðrir leikmenn áfram hérna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta tímabil og vonum að við getum gefið Valskonum verðuga keppni, ásamt öðrum liðum,“ sagði Böðvar, og það er því á honum að heyra að lið KR verði samkeppnishæft á næstu leiktíð, ekki síður í kvennaflokki en í karlaflokki: „Við værum ekkert í þessu öðruvísi en að gera það. Að sama skapi þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti, bæði kvennamegin og karlamegin. En eitt af gildum KR er jafnrétti og menn fara eftir því, ekki spurning.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um framtíð kvennaliðs KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna KR Sportið í dag Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
„Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR.“ Þetta sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag þegar talið barst að kvennaliði KR og framtíðarhorfum þess. Ljóst er að tveir af bestu leikmönnum Domino‘s-deildarinnar í vetur, Hildur Björg Kjartansdóttir og Danielle Rodriguez, verða ekki áfram hjá KR á næstu leiktíð en fregnir af dauða liðsins eru hins vegar stórlega ýktar: „Kannski eru einhverjir að reyna að sundra okkur. Þetta er sigursæll klúbbur og allt það. En það kom aldrei til greina að leggja eitt eða neitt niður, eða fara með liðið niður í 1. deild,“ sagði Böðvar sem í dag kynnti til leiks nýjan þjálfara kvennaliðs KR, sem tekur við af landsliðsþjálfaranum Benedikt Guðmundssyni. „Við erum að ráða hérna gríðarlega hæfan þjálfara í meistaraflokk kvenna, Francisco Garcia sem hefur verið að þjálfa í efstu deild á Spáni, var aðstoðarþjálfari U18 kvenna á Spáni, hefur þjálfað í Skandinavíu, á Indlandi, og verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Ég er búinn að eiga mörg samtöl við hann undanfarið og maður finnur alveg hvað hann lifir fyrir körfubolta. Það er einmitt þannig fólk sem ég vil fá inn í klúbbinn. Fólk sem er vinnusamt og gefur af sér,“ sagði Böðvar. Vonum að við getum gefið Val verðuga keppni „Hann [Garcia] verður líka með stúlknaflokk og það er frábært að hafa tengingu á milli meistaraflokks og stúlknaflokks. Það er mikill metnaður fyrir kvennastarfinu eins og alltaf hérna og það verða allir aðrir leikmenn áfram hérna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta tímabil og vonum að við getum gefið Valskonum verðuga keppni, ásamt öðrum liðum,“ sagði Böðvar, og það er því á honum að heyra að lið KR verði samkeppnishæft á næstu leiktíð, ekki síður í kvennaflokki en í karlaflokki: „Við værum ekkert í þessu öðruvísi en að gera það. Að sama skapi þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti, bæði kvennamegin og karlamegin. En eitt af gildum KR er jafnrétti og menn fara eftir því, ekki spurning.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um framtíð kvennaliðs KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna KR Sportið í dag Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
„Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00
KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16