Þríeykið klökknaði undir ræðu Svandísar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2020 14:41 Þetta var tilfinningaþrungin stund. Vísir//Berghildur „Í dag er mér efst í huga þakklæti og lotning gagnvart þessu fólki hér. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.“ Þetta var á meðal þess sem fram kom í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Í ræðunni fór hún yfir árangur sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn veirunni, ekki síst fyrir tilstillis þríeykisins svokallaða, sem fékk sérstakar þakkir frá Svandísi. Ekki var annað að sjá en að þríeykið hafi klökknað yfir ræðu Svandísar, þar sem ráðherra þakkaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. „Þvílík gæfa að hafa þetta fólk, umhyggja, fagmennska og öryggi. Allt sem við þurftum. Nákvæmlega það sem samfélagið þurfti,“ sagði Svandís sem afhenti Ölmu, Þórólfi og Víði blóm í tilefni þess að búið er að aflétta neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi „Á þessum degi vil ég afhenda ykkur dálítinn þakklætisvott fyrir ykkar einstaka framlag á sannarlega fordæmalausum tímum. Fyrir að mennta okkur, upplýsa okkur og þykja vænt um samfélagið. Takk fyrir ykkur, ég held við verðum að klappa fyrir þeim,“ sagði Svandís. Áður hafði hún stiklað á stóru yfir efni upplýsingafundanna og farið yfir þær áhyggjur sem þar hafi verið viðraðar. „Er hægt að nota þessa veirupinna frá Össuri? Þetta er kannski óvenjulegt en segir manni að maður eigi ekki að fá sér tígrisdýr á þessum tíma. Hvernig ber maður eiginlega fram Ishcgl. Við erum öll almannavarnir.“ Alltaf hafi landsmenn samt sem áður getað sótt öryggistilfinningu í viðmót þríeykisins. „Spenna í loftinu en samt öryggi. Þau brosa til hvers annars, þetta hlýtur að vera í lagi,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
„Í dag er mér efst í huga þakklæti og lotning gagnvart þessu fólki hér. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.“ Þetta var á meðal þess sem fram kom í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Í ræðunni fór hún yfir árangur sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn veirunni, ekki síst fyrir tilstillis þríeykisins svokallaða, sem fékk sérstakar þakkir frá Svandísi. Ekki var annað að sjá en að þríeykið hafi klökknað yfir ræðu Svandísar, þar sem ráðherra þakkaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. „Þvílík gæfa að hafa þetta fólk, umhyggja, fagmennska og öryggi. Allt sem við þurftum. Nákvæmlega það sem samfélagið þurfti,“ sagði Svandís sem afhenti Ölmu, Þórólfi og Víði blóm í tilefni þess að búið er að aflétta neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi „Á þessum degi vil ég afhenda ykkur dálítinn þakklætisvott fyrir ykkar einstaka framlag á sannarlega fordæmalausum tímum. Fyrir að mennta okkur, upplýsa okkur og þykja vænt um samfélagið. Takk fyrir ykkur, ég held við verðum að klappa fyrir þeim,“ sagði Svandís. Áður hafði hún stiklað á stóru yfir efni upplýsingafundanna og farið yfir þær áhyggjur sem þar hafi verið viðraðar. „Er hægt að nota þessa veirupinna frá Össuri? Þetta er kannski óvenjulegt en segir manni að maður eigi ekki að fá sér tígrisdýr á þessum tíma. Hvernig ber maður eiginlega fram Ishcgl. Við erum öll almannavarnir.“ Alltaf hafi landsmenn samt sem áður getað sótt öryggistilfinningu í viðmót þríeykisins. „Spenna í loftinu en samt öryggi. Þau brosa til hvers annars, þetta hlýtur að vera í lagi,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira