Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2020 09:05 Adrian Hill er bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla. Oxford/Getty Adrian Hill, bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla, segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. Það sé vegna þess hve hratt smitum fækkar nú í Bretlandi. Vísindamenn við Jenner-stofnunina í Oxford hófu þróun bóluefnis við veirunni strax í janúar og nota til þess veiru úr simpönsum. Veiran hefur leikið Breta afar grátt en tæplega 37 þúsund hafa nú látist af völdum hennar í landinu, næstflestir á heimsvísu. Faraldurinn er þrátt fyrir það í rénun í Bretlandi, líkt og víða annars staðar, og það setur framtíð Oxford-bóluefnisins í uppnám. „Þetta er kapphlaup við brotthvarf veirunnar og tímann. Við sögðum fyrr á árinu að það væru áttatíu prósent líkur á því að þróun bóluefnis sem virkaði tækist áður en september gengi í garð. En eins og staðan er núna eru fimmtíu prósent líkur á því að við fáum enga niðurstöðu. Við erum í þeirri skrítnu stöðu að vilja að Covid staldri við, að minnsta kosti í smá stund,“ sagði Hill í samtali við breska dagblaðið Sunday Telegraph í gær. Prófanir á bóluefninu, sem gengur undir heitinu ChAdOx1 nCoV-19, hófust fyrir nokkru síðan. Fyrsta skrefið fólst í því að sprauta því í 160 heilbrigða einstaklinga á aldrinum 18 til 55 ára. Ráðgert er að prófa bóluefnið á allt að tíu þúsund einstaklingum, þar af einnig börnum og öldruðum, í öðru og þriðja skrefi rannsóknarinnar. Framgangur bóluefnisins er þó háður því að nægilega margir Bretar greinist með veiruna. Greinist of fáir verður ekki hægt að sannreyna virkni bóluefnisins, og þar með yrði loku fyrir það skotið að koma því í almenna notkun í breska heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í frétt Sky-fréttastofunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Adrian Hill, bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla, segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. Það sé vegna þess hve hratt smitum fækkar nú í Bretlandi. Vísindamenn við Jenner-stofnunina í Oxford hófu þróun bóluefnis við veirunni strax í janúar og nota til þess veiru úr simpönsum. Veiran hefur leikið Breta afar grátt en tæplega 37 þúsund hafa nú látist af völdum hennar í landinu, næstflestir á heimsvísu. Faraldurinn er þrátt fyrir það í rénun í Bretlandi, líkt og víða annars staðar, og það setur framtíð Oxford-bóluefnisins í uppnám. „Þetta er kapphlaup við brotthvarf veirunnar og tímann. Við sögðum fyrr á árinu að það væru áttatíu prósent líkur á því að þróun bóluefnis sem virkaði tækist áður en september gengi í garð. En eins og staðan er núna eru fimmtíu prósent líkur á því að við fáum enga niðurstöðu. Við erum í þeirri skrítnu stöðu að vilja að Covid staldri við, að minnsta kosti í smá stund,“ sagði Hill í samtali við breska dagblaðið Sunday Telegraph í gær. Prófanir á bóluefninu, sem gengur undir heitinu ChAdOx1 nCoV-19, hófust fyrir nokkru síðan. Fyrsta skrefið fólst í því að sprauta því í 160 heilbrigða einstaklinga á aldrinum 18 til 55 ára. Ráðgert er að prófa bóluefnið á allt að tíu þúsund einstaklingum, þar af einnig börnum og öldruðum, í öðru og þriðja skrefi rannsóknarinnar. Framgangur bóluefnisins er þó háður því að nægilega margir Bretar greinist með veiruna. Greinist of fáir verður ekki hægt að sannreyna virkni bóluefnisins, og þar með yrði loku fyrir það skotið að koma því í almenna notkun í breska heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í frétt Sky-fréttastofunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira