Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2020 12:23 Úr verslun Bónuss í Skeifunni um tólfleytið. Vísir/EinarÁ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. Með nýju samkomubanni er treyst á að almenningur taki tilmælum varðandi samkomur og fjarlægðir milli fólks. Til dæmis í matvöruverslunum. Frá blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun.Vísir/Vilhelm „Lögreglan er auðvitað alltaf viðbúin en við treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn en það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir,“ sagði Víðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fregnir hafa borist af örtröð í matvöruverslunum í gær og það sem af er degi. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum var tilkynnt um samkomubann til fjögurra vikna. Með þeim eru samkomur fleiri en hundrað bannaðar með lögum. Viðtalið við þau Víði, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni má sjá að neðan. Þá eru fjarlægðartakmörk í gildi hvað varðar samkomur þar sem færri en 100 koma saman. „Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast örtröð í búðum. Við höfum fréttir af því núna að það sé mikið að gera í verslunum,“ segir Víðir. Þessi mynd var tekin í Bónus Ögurhvarfi rétt fyrir klukkan eitt.Vísir/Sindri Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði á Borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi að nóg af mat væri til í landinu næstu vikurnar. Fólk þyrfti alls ekki að örvænta. Undir þetta tekur Víðir. „Það er til nóg af vöru í landinu. Það er til nóg af mat. Við þurfum ekkert að hafa miklar áhyggjur. Við öndum með nefinu, förum saman í gegnum þetta. Þetta verður nokkrar vikur sem verða svona strembnar. En sumarið kemur og þá verður allt bjartara,“ segir Víðir. Verslun Neytendur Wuhan-veiran Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. Með nýju samkomubanni er treyst á að almenningur taki tilmælum varðandi samkomur og fjarlægðir milli fólks. Til dæmis í matvöruverslunum. Frá blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun.Vísir/Vilhelm „Lögreglan er auðvitað alltaf viðbúin en við treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn en það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir,“ sagði Víðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fregnir hafa borist af örtröð í matvöruverslunum í gær og það sem af er degi. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum var tilkynnt um samkomubann til fjögurra vikna. Með þeim eru samkomur fleiri en hundrað bannaðar með lögum. Viðtalið við þau Víði, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni má sjá að neðan. Þá eru fjarlægðartakmörk í gildi hvað varðar samkomur þar sem færri en 100 koma saman. „Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast örtröð í búðum. Við höfum fréttir af því núna að það sé mikið að gera í verslunum,“ segir Víðir. Þessi mynd var tekin í Bónus Ögurhvarfi rétt fyrir klukkan eitt.Vísir/Sindri Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði á Borgarafundi Stöðvar 2 í gærkvöldi að nóg af mat væri til í landinu næstu vikurnar. Fólk þyrfti alls ekki að örvænta. Undir þetta tekur Víðir. „Það er til nóg af vöru í landinu. Það er til nóg af mat. Við þurfum ekkert að hafa miklar áhyggjur. Við öndum með nefinu, förum saman í gegnum þetta. Þetta verður nokkrar vikur sem verða svona strembnar. En sumarið kemur og þá verður allt bjartara,“ segir Víðir.
Verslun Neytendur Wuhan-veiran Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira