Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 11:34 Lestarstöð í Suður-Kóreu sótthreinsuð. AP/Lee Jin-man Sá áfangi náðist í fyrsta sinn í Suður-Kóreu í dag að fleiri náðu sér af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust á einum degi. Alls greindust 110 smit á milli daga og þrír létu lífið. 177 manns náðu sér af veirunni á milli daga. Á einum degi náðu fleiri sér af veirunni en greindust með hana og því fækkaði heildarfjölda smitaðra. Það var í fyrsta sinn og embættismenn búast við því að þessi þróun muni halda áfram næstu daga. Þrátt fyrir að nýja kórónuveiran hafi greinst upphaflega á svipuðum tíma í Suður-Kóreu og Ítalíu er himinn og haf á stöðunni í löndunum tveimur. Á undanfarinni viku hafa greinst tæplega tólf þúsund ný tilfelli á Ítalíu en einungis tæplega tvö þúsund í Suður-Kóreu. Í heildina hafa greinst um fimmtán þúsund smit á Ítalíu, sem samsvarar um 25 smitum á hverja hundrað þúsund íbúa, og tæplega átta þúsund í Suður-Kóreu, eða um sextán smit á hverju hundrað þúsund íbúa. Þar að auki hafa rúmlega þúsund manns dáið á Ítalíu en einungis 70 í Suður-Kóreu. Munurinn liggur þó ekki einungis í fjölda smita heldur einnig í aðstæðum íbúa. Yfirvöld Ítalíu hafa svo gott sem sett alla íbúa landsins í sóttkví en ekki hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða í Suður-Kóreu. Þar eru um 29 þúsund manns í sóttkví en engum tilteknum svæðum landsins hefur verið lokað. Munur þessi útskýrist að miklu leyti á mismunandi aðferðum yfirvalda ríkjanna tveggja gegn veirunni, samkvæmt greiningu Reuters fréttaveitunni. Á Ítalíu ákváðu yfirvöld að reyna ekki að elta uppi smitaða og beittu þess í stað sóttkví til að draga úr smitum. Búið er að greina rúmlega 73 þúsund sýni. Í Suður-Kóreu fara yfirvöld fram gegn sjúkdómnum af mikilli hörku. Búið er að greina sýni úr rúmlega 222 þúsund manns og er notast við gögn úr farsímum og gervihnöttum til að fylgjast með ferðum fólks sem talið er vera smitberar. Kínverjar, sem virðast hafa náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar beittu svipuðum en þó mun grófari aðferðum. Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Sérfræðingar segja erfitt að alhæfa út frá samanburði ríkjanna. Niðurstaðan gefi þó sterkar vísbendingar um að umfangsmikil skimun fyrir sjúkdómnum sé öflugt tól til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Suður-Kórea Ítalía Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Sá áfangi náðist í fyrsta sinn í Suður-Kóreu í dag að fleiri náðu sér af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust á einum degi. Alls greindust 110 smit á milli daga og þrír létu lífið. 177 manns náðu sér af veirunni á milli daga. Á einum degi náðu fleiri sér af veirunni en greindust með hana og því fækkaði heildarfjölda smitaðra. Það var í fyrsta sinn og embættismenn búast við því að þessi þróun muni halda áfram næstu daga. Þrátt fyrir að nýja kórónuveiran hafi greinst upphaflega á svipuðum tíma í Suður-Kóreu og Ítalíu er himinn og haf á stöðunni í löndunum tveimur. Á undanfarinni viku hafa greinst tæplega tólf þúsund ný tilfelli á Ítalíu en einungis tæplega tvö þúsund í Suður-Kóreu. Í heildina hafa greinst um fimmtán þúsund smit á Ítalíu, sem samsvarar um 25 smitum á hverja hundrað þúsund íbúa, og tæplega átta þúsund í Suður-Kóreu, eða um sextán smit á hverju hundrað þúsund íbúa. Þar að auki hafa rúmlega þúsund manns dáið á Ítalíu en einungis 70 í Suður-Kóreu. Munurinn liggur þó ekki einungis í fjölda smita heldur einnig í aðstæðum íbúa. Yfirvöld Ítalíu hafa svo gott sem sett alla íbúa landsins í sóttkví en ekki hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða í Suður-Kóreu. Þar eru um 29 þúsund manns í sóttkví en engum tilteknum svæðum landsins hefur verið lokað. Munur þessi útskýrist að miklu leyti á mismunandi aðferðum yfirvalda ríkjanna tveggja gegn veirunni, samkvæmt greiningu Reuters fréttaveitunni. Á Ítalíu ákváðu yfirvöld að reyna ekki að elta uppi smitaða og beittu þess í stað sóttkví til að draga úr smitum. Búið er að greina rúmlega 73 þúsund sýni. Í Suður-Kóreu fara yfirvöld fram gegn sjúkdómnum af mikilli hörku. Búið er að greina sýni úr rúmlega 222 þúsund manns og er notast við gögn úr farsímum og gervihnöttum til að fylgjast með ferðum fólks sem talið er vera smitberar. Kínverjar, sem virðast hafa náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar beittu svipuðum en þó mun grófari aðferðum. Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Sérfræðingar segja erfitt að alhæfa út frá samanburði ríkjanna. Niðurstaðan gefi þó sterkar vísbendingar um að umfangsmikil skimun fyrir sjúkdómnum sé öflugt tól til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Suður-Kórea Ítalía Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25