Segir ekkert réttlæti fólgið í arfgreiðslum eigenda Samherja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2020 21:21 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir tíma til kominn að auðlegðarskattþrepum verði komið aftur á. Vísir/Einar „Við erum ennþá ekki búin að vinna úr málinu sem kom upp í Namibíu sem tengist Samherjaskjölunum. Það mál er enn á borði saksóknara. Það voru ákveðin vonbrigði að mínu viti að frumvarp sjávarútvegsráðherra um tengda aðila í sjávarútvegi að því var frestað fram á haustið,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Víglínunni í dag. Hún sagðist hafa viljað sjá það mál fara fyrr inn í þingið sem eitt af viðbrögðunum sem komu við því sem upp kom hjá Samherja í nóvember 2019. Hún sagði einnig ýmsar spurningar hafa vaknað um arfgreiðslur eigenda Samherja sem tilkynnt var um nú á dögunum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður, var mjög harðorður um arfgreiðslur Samherjaeigenda í ræðu á Alþingi nú í vikunni þar sem hann benti á það að þessar arfgreiðslur væru hærri en allur arfur til allra Íslendinga á einu ári. Fjórir aðaleigendur Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, framseldu hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár Samherja en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Stærstu hluthafar verða nú Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir sem munu samanlagt fara með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. „Já, ég er sammála honum í því. Ég hlustaði nú á og var í þingsal þegar hann flutti sína ræðu og var að benda á og setja í samhengi hversu háar upphæðir þetta væru. Það er bara ekkert réttlæti, ef við förum í þessi prinsipp sem liggja að baki, það er ekkert réttlæti fólgið í því að ungt fólk fái upp í hendurnar viðlíka fjármuni sem verða þess valdandi að það þarf ekki að vinna út ævina,“ sagði Rósa. „Á sama tíma og við erum hér með fólk sem er að vinna myrkranna á milli til að ná endum saman um hver mánaðamót. Þannig að ég held svona almennt séð að þá hafi fólki blöskrað við þetta og kannski sér í lagi nú á þessum tímum þegar við sjáum tugþúsundir manna vera komna á atvinnuleysisskrá með einum eða öðrum hætti að fólk geti bara ánafnað þessum arði sem byggist að sjálfsögðu á nýtingu auðlindar okkar allra og hér sé um að ræða stærstu persónulegu eignatilfærsluna milli kynslóða sem er áætlað að hlaupi á 60-70 milljörðum. Auðvitað blöskrar fólki og þetta kemur við réttlætiskennd fólks að svona gjörningur verður.“ Rósa benti einnig á að Samherji eigi beint eða óbeint 16,5 prósenta hlut í aflaheimildum sem úthlutað er þegar lög í landinu kveði á um 12 prósent. „Það þarf að fara í það að svona geti ekki átt sér stað og það er þetta frumvarp með tengda aðila sem ég vona að komi og skili sér á haustþinginu.“ „Það voru vonbrigði eins og ég segi að því var ýtt inn í haustið. Svo endurspeglar þetta mál, þessar djúpu, áratugadeilur í samfélaginu um hvernig við eigum að hafa fiskveiðistjórnunarkerfið og ekki síður hvernig við eigum að hafa útdeilingu aflaheimilda og síðan hvernig við eigum að fara með arfinn að þessari auðlind,“ bætti Rósa við. Þá sagðist hún sammála hugmyndum Andrésar Inga um erfðafjárskattinn. „Ég tel að það þurfi að hækka úr 10 prósentum, hann þarf greinilega að hækka. Svo auðvitað auðlegðarskattþrepin sem þarf líka að koma á aftur að mínu viti og þetta ber þess merki að við verðum að endurskoða það og við þurfum helst að koma því á fyrir svona risavaxnar upphæðir.“ Umræða er nú í gangi um að koma á stjórnarskrárákvæði um auðlindir landsins og hefur hún meðal annars átt sér stað inni á formannafundum hjá Alþingi. Borið hefur á því að ákvæðið sem nú liggur fyrir og er til skoðunar í samráðsgáttinni sé loðið orðalag um sömu hluti og nú séu þannig að þetta muni ekki breyta miklu. Rósa telur að orðalagið megi vera afdráttarlausara. „Nú sit ég ekki inni á þessum formannafundum en mér finnst við eiga að sjá einhvern afrakstur á þessu kjörtímabili. Allavega var lagt upp í þann leiðangur með það að leiðarljósi að við myndum sjá einhvern afrakstur af þessari vinnu. Og ég meina nógu langur tími liðinn og ef verður síðan tekin einhver ákvörðun um einhverjar breytingar á stjórnarskránni þá mun það líka taka ákveðinn tíma.“ „Þá erum við komin svolítið langt frá því í tíma, frá því að stjórnlagaráð skilað af sér sínum tillögum og við erum kannski að tala um einhverjar breytingar sem munu taka tólf ár eða eitthvað svoleiðis þá erum við komin í hvað, tuttugu ára ferli sem það hefur tekið að koma á einhverjum breytingum á stjórnarskránni. Auðvitað gengur það ekki nema það sé einhver þverpólitísk sátt um það. Ég er ansi hrædd um að hún muni aldrei verða,“ sagði Rósa. „Ég held í raun og veru til að ná sem mestri og breiðastri sátt um það þurfi að taka það í skrefum og bitum en svo er spurningin um að það þurfi stundum að taka róttækari og djarfari skref til þess að ýta við hlutum og koma hlutum í einhvern ákveðinn farveg.“ „Ég vona að það verði teknar einhverjar djarfar ákvarðanir um það að við förum inn í einhverjar ákveðnar breytingar á stjórnarskránni vegna þess að það væru vonbrigði ef það myndi ekki nást.“ Víglínan Samherjaskjölin Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Millljarða arfur Samherjakynslóðanna og framtíð Íslands í Víglínunni Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins ræðir stöðuna í viðræðum Icelandair og flugfreyja sem og hugmyndafræðilegan ágreining um framtíð Íslands að loknum kórónuveiru faraldri í Víglínunni. Rósa Björg Brynjólfsdóttir mætir einnig í þáttinn til að ræða stöðu þjóðmála eins og hugmyndir um hernaðaruppbyggingu á Suðurnesjum. 24. maí 2020 16:30 Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34 „Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Við erum ennþá ekki búin að vinna úr málinu sem kom upp í Namibíu sem tengist Samherjaskjölunum. Það mál er enn á borði saksóknara. Það voru ákveðin vonbrigði að mínu viti að frumvarp sjávarútvegsráðherra um tengda aðila í sjávarútvegi að því var frestað fram á haustið,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Víglínunni í dag. Hún sagðist hafa viljað sjá það mál fara fyrr inn í þingið sem eitt af viðbrögðunum sem komu við því sem upp kom hjá Samherja í nóvember 2019. Hún sagði einnig ýmsar spurningar hafa vaknað um arfgreiðslur eigenda Samherja sem tilkynnt var um nú á dögunum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður, var mjög harðorður um arfgreiðslur Samherjaeigenda í ræðu á Alþingi nú í vikunni þar sem hann benti á það að þessar arfgreiðslur væru hærri en allur arfur til allra Íslendinga á einu ári. Fjórir aðaleigendur Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, framseldu hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár Samherja en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Stærstu hluthafar verða nú Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir sem munu samanlagt fara með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. „Já, ég er sammála honum í því. Ég hlustaði nú á og var í þingsal þegar hann flutti sína ræðu og var að benda á og setja í samhengi hversu háar upphæðir þetta væru. Það er bara ekkert réttlæti, ef við förum í þessi prinsipp sem liggja að baki, það er ekkert réttlæti fólgið í því að ungt fólk fái upp í hendurnar viðlíka fjármuni sem verða þess valdandi að það þarf ekki að vinna út ævina,“ sagði Rósa. „Á sama tíma og við erum hér með fólk sem er að vinna myrkranna á milli til að ná endum saman um hver mánaðamót. Þannig að ég held svona almennt séð að þá hafi fólki blöskrað við þetta og kannski sér í lagi nú á þessum tímum þegar við sjáum tugþúsundir manna vera komna á atvinnuleysisskrá með einum eða öðrum hætti að fólk geti bara ánafnað þessum arði sem byggist að sjálfsögðu á nýtingu auðlindar okkar allra og hér sé um að ræða stærstu persónulegu eignatilfærsluna milli kynslóða sem er áætlað að hlaupi á 60-70 milljörðum. Auðvitað blöskrar fólki og þetta kemur við réttlætiskennd fólks að svona gjörningur verður.“ Rósa benti einnig á að Samherji eigi beint eða óbeint 16,5 prósenta hlut í aflaheimildum sem úthlutað er þegar lög í landinu kveði á um 12 prósent. „Það þarf að fara í það að svona geti ekki átt sér stað og það er þetta frumvarp með tengda aðila sem ég vona að komi og skili sér á haustþinginu.“ „Það voru vonbrigði eins og ég segi að því var ýtt inn í haustið. Svo endurspeglar þetta mál, þessar djúpu, áratugadeilur í samfélaginu um hvernig við eigum að hafa fiskveiðistjórnunarkerfið og ekki síður hvernig við eigum að hafa útdeilingu aflaheimilda og síðan hvernig við eigum að fara með arfinn að þessari auðlind,“ bætti Rósa við. Þá sagðist hún sammála hugmyndum Andrésar Inga um erfðafjárskattinn. „Ég tel að það þurfi að hækka úr 10 prósentum, hann þarf greinilega að hækka. Svo auðvitað auðlegðarskattþrepin sem þarf líka að koma á aftur að mínu viti og þetta ber þess merki að við verðum að endurskoða það og við þurfum helst að koma því á fyrir svona risavaxnar upphæðir.“ Umræða er nú í gangi um að koma á stjórnarskrárákvæði um auðlindir landsins og hefur hún meðal annars átt sér stað inni á formannafundum hjá Alþingi. Borið hefur á því að ákvæðið sem nú liggur fyrir og er til skoðunar í samráðsgáttinni sé loðið orðalag um sömu hluti og nú séu þannig að þetta muni ekki breyta miklu. Rósa telur að orðalagið megi vera afdráttarlausara. „Nú sit ég ekki inni á þessum formannafundum en mér finnst við eiga að sjá einhvern afrakstur á þessu kjörtímabili. Allavega var lagt upp í þann leiðangur með það að leiðarljósi að við myndum sjá einhvern afrakstur af þessari vinnu. Og ég meina nógu langur tími liðinn og ef verður síðan tekin einhver ákvörðun um einhverjar breytingar á stjórnarskránni þá mun það líka taka ákveðinn tíma.“ „Þá erum við komin svolítið langt frá því í tíma, frá því að stjórnlagaráð skilað af sér sínum tillögum og við erum kannski að tala um einhverjar breytingar sem munu taka tólf ár eða eitthvað svoleiðis þá erum við komin í hvað, tuttugu ára ferli sem það hefur tekið að koma á einhverjum breytingum á stjórnarskránni. Auðvitað gengur það ekki nema það sé einhver þverpólitísk sátt um það. Ég er ansi hrædd um að hún muni aldrei verða,“ sagði Rósa. „Ég held í raun og veru til að ná sem mestri og breiðastri sátt um það þurfi að taka það í skrefum og bitum en svo er spurningin um að það þurfi stundum að taka róttækari og djarfari skref til þess að ýta við hlutum og koma hlutum í einhvern ákveðinn farveg.“ „Ég vona að það verði teknar einhverjar djarfar ákvarðanir um það að við förum inn í einhverjar ákveðnar breytingar á stjórnarskránni vegna þess að það væru vonbrigði ef það myndi ekki nást.“
Víglínan Samherjaskjölin Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Millljarða arfur Samherjakynslóðanna og framtíð Íslands í Víglínunni Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins ræðir stöðuna í viðræðum Icelandair og flugfreyja sem og hugmyndafræðilegan ágreining um framtíð Íslands að loknum kórónuveiru faraldri í Víglínunni. Rósa Björg Brynjólfsdóttir mætir einnig í þáttinn til að ræða stöðu þjóðmála eins og hugmyndir um hernaðaruppbyggingu á Suðurnesjum. 24. maí 2020 16:30 Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34 „Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Millljarða arfur Samherjakynslóðanna og framtíð Íslands í Víglínunni Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins ræðir stöðuna í viðræðum Icelandair og flugfreyja sem og hugmyndafræðilegan ágreining um framtíð Íslands að loknum kórónuveiru faraldri í Víglínunni. Rósa Björg Brynjólfsdóttir mætir einnig í þáttinn til að ræða stöðu þjóðmála eins og hugmyndir um hernaðaruppbyggingu á Suðurnesjum. 24. maí 2020 16:30
Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20. maí 2020 12:34
„Ömurlegt að horfa upp á að þessir gífurlegu fjármunir fari svona á milli kynslóða“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Aflaheimildir félagsins voru metnar á ríflega tuttugu og þrjá milljarða í síðasta ársreikningi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur réttast að setja tímamörk á aflaheimildir. 19. maí 2020 19:07