Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 11:23 Lögreglan segir auðvelt að búa til hlaup sem hægt er að móta í hin ýmsu form og setja hvað sem er í. Vísir/EPA Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti rétt í þessu færslu á Facebook þar sem fram kemur að tvær stúlkur, 13 og 14 ára, hefðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudagskvöld eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa (e. gummy bears) sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan sagði í samtali við Vísi að stúlkurnar væru nú komnar til síns heima, en þær voru útskrifaðar af sjúkrahúsi í gærmorgun. „Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ segir í færslu lögreglu. Þá segir að foreldrar barnanna sem um ræðir hafi ítrekað spurt að því hvaðan þau hafi fengið efnin. Lögregla segir aðgengi að fíkniefnum greitt og að þeir sem viti hvernig skuli bera sig að geti orðið sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.“ Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og fræða þau um þær hættur sem steðjað geta að þeim. Sá sem ritar færsluna fyrir hönd lögreglunnar fór sjálfur á stúfana og komst að því að auðvelt er að búa til hlaupbangsa eins og þá sem stúlkurnar innbyrtu, og steypa það í hvaða form sem er. „Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Ekki nýtt en aldur stúlknanna áhyggjuefni Í samtali við Vísi segir lögregla að þekkt sé að fíkniefnum sé blandað í gúmmíbangsa eða sams konar sælgæti. Raunar sé um að ræða endalaus slagsmál við vindmylluna sem fíkniefnamarkaðurinn er. Það sem valdi hins vegar áhyggjum sé ungur aldur stúlknanna, 13 og 14 ára. Í öðrum málum séu þeir sem neyta efnanna ekki svo ungir. Lögreglan ítrekar að það sem foreldrar geti helst gert í málum sem þessum sé að koma umræðunni af stað, og upplýsa börn sín um þær hættur sem fylgt geta fíkniefnum. Lögreglumál Fíkn Sælgæti Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti rétt í þessu færslu á Facebook þar sem fram kemur að tvær stúlkur, 13 og 14 ára, hefðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudagskvöld eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa (e. gummy bears) sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan sagði í samtali við Vísi að stúlkurnar væru nú komnar til síns heima, en þær voru útskrifaðar af sjúkrahúsi í gærmorgun. „Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ segir í færslu lögreglu. Þá segir að foreldrar barnanna sem um ræðir hafi ítrekað spurt að því hvaðan þau hafi fengið efnin. Lögregla segir aðgengi að fíkniefnum greitt og að þeir sem viti hvernig skuli bera sig að geti orðið sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.“ Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og fræða þau um þær hættur sem steðjað geta að þeim. Sá sem ritar færsluna fyrir hönd lögreglunnar fór sjálfur á stúfana og komst að því að auðvelt er að búa til hlaupbangsa eins og þá sem stúlkurnar innbyrtu, og steypa það í hvaða form sem er. „Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Ekki nýtt en aldur stúlknanna áhyggjuefni Í samtali við Vísi segir lögregla að þekkt sé að fíkniefnum sé blandað í gúmmíbangsa eða sams konar sælgæti. Raunar sé um að ræða endalaus slagsmál við vindmylluna sem fíkniefnamarkaðurinn er. Það sem valdi hins vegar áhyggjum sé ungur aldur stúlknanna, 13 og 14 ára. Í öðrum málum séu þeir sem neyta efnanna ekki svo ungir. Lögreglan ítrekar að það sem foreldrar geti helst gert í málum sem þessum sé að koma umræðunni af stað, og upplýsa börn sín um þær hættur sem fylgt geta fíkniefnum.
Lögreglumál Fíkn Sælgæti Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent